9. fundur 15. september 2016 kl. 16:30 - 18:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir formaður
  • Hugrún Pétursdóttir aðalmaður
  • Heimir Hafsteinsson aðalmaður
  • Jóhann Björnsson aðalmaður
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson ritari
Fundargerð ritaði: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson

1.Heimasíða Rangárþings ytra

1609013

Í skoðun er hvort þurfi að endurnýja heimasíðu Rangárþings ytra og þá um leið gera hana aðgengilegri.
Nefndin telur nauðsynlegt að farið verði í að endurnýja heimasíðu Rangárþings ytra en leita þurfi fleiri tilboða til samanburðar við fyrirliggjandi tilboð.

2.Töðugjöld

1605030

Markaðs- og kynningarfulltrúi hélt utan um Töðugjöld 2016 og gula hverfið aðstoðaði við skipulagningu. Græn/appelsínugula hverfið bauð heim. Töðugjöld heppnuðust með eindæmum vel. Á næsta ári mun bláa hverfið bjóða heim og rauðir aðstoða við skipulagningu laugardagsins.

3.Uppbyggingarsjóður Suðurlands

1609036

Uppbyggingarsjóður Suðurlands hefur auglýst eftir umsóknum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?