10. fundur 19. október 2016 kl. 16:30 - 17:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir formaður
  • Hugrún Pétursdóttir aðalmaður
  • Heimir Hafsteinsson aðalmaður
  • Yngvi Harðarson aðalmaður
  • Jóhann Björnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson ritari
Fundargerð ritaði: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson

1.Heimasíða Rangárþings ytra

1609013

Í skoðun er hvort þurfi að endurnýja heimasíðu Rangárþings ytra og þá um leið gera hana aðgengilegri. Tilboð hafa borist frá fimm fyrirtækjum. Taka þarf afstöðu til þess hvaða tilboð við teljum hagstæðast og hvort eigi að ráðast í verkefnið.
Nefndin leggur til að samið verði við fyrirtækið Stefnu vegna nýrrar vefsíðu. Markaðs- og kynningarfulltrúa er falið að vinna að verkefninu í samstarfi atvinnu- og menningarmálanefnd. Æskilegt er að vinna við nýja heimasíðu hefjist sem fyrst og að gert verði ráð fyrir verkefninu í fjárhagsáætlun fyrir árið 2017. Áætlaður kostnaður er að hámarki 2.500.000 kr.

2.Tour de Rangárþing

1610055

Tour de Hvolsvöllur er hjólreiðakeppni sem haldin hefur verið undanfarin ár. Nú er til skoðunar hvort útvíkka eigi keppnina og Rangárþing ytra verði þátttakandi í viðburðinum.
Nefndin er virkilega spennt fyrir þessu verkefni og leggur til að gengið verði til samstarfs við Rangárþing Eystra. Okkar kostnaður við verkefnið er um 400.000 kr og óskar nefndin eftir að tekið verði tillit til þessa verkefnis við gerð fjárhagsáætlunar 2017. Nefndin er viss um að þessi viðburður muni hafa jákvæð áhrif á sveitarfélögin og efla almenna hreyfingu.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?