11. fundur 15. febrúar 2017 kl. 16:30 - 18:20 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir formaður
  • Hugrún Pétursdóttir aðalmaður
  • Heimir Hafsteinsson aðalmaður
  • Jóhann Björnsson aðalmaður
  • Gunnar Aron Ólason varamaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson ritari
Fundargerð ritaði: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson Markaðs- og kynningarfulltrúi
Fundurinn var haldinn í fundarsalnum Heklu fyrir framan skrifstofu Rangárþings ytra.

1.Yfirlit frá markaðs- og kynningarfulltrúa

1702022

Yfirlit yfir verkefni markaðs- og kynningarfulltrúa frá síðasta fundi atvinnu- og menningarmálanefndar.

2.Útivistarsvæði í Nesi

1701040

Hugmyndir eru um að koma upp útivistarsvæði fyrir íbúa Rangárþings ytra í landi Ness á Hellu. Nefndin þarf að fara yfir hvaða möguleika hún sér á nýtingu svæðisins og hvað væri heppilegast að gera á svæðinu.
Margar hugmyndir voru nefndar. Sérstaklega þarf að huga að öryggi barna á svæðinu þegar ákvarðanir verða teknar. Vanda þarf meðferð málsins á öllum stigum. Nefndin leggur til að leitað verði eftir hugmyndum íbúa og í framhaldi verði málið tekið aftur fyrir í viðeigandi nefndum.

3.Útgáfa borðkorts af Hellu fyrir ferðamenn

1702020

Áhugi er á að gefa út A3 borðkort í prentblokk sem þjónustuaðilar á Hellu geti haft til þess að vísa til vegar.
Verkefnið rúmast innan fjárhagsáætlunar og er samþykkt að fara í þessa útgáfu.

4.17. júní 2017

1702017

Nefndin þarf að ræða framtíðarfyrirkomulag 17. júní hátíðarhalda í sveitarfélaginu.
Á árinu 2016 var 17. júní fagnað á þrem stöðum í sveitarfélaginu í Þykkvabæ, í Kambsrétt og að Brúarlundi. Nefndin leggur til að auglýst verði eftir aðilum eða félagasamtökum til þess að halda um skipulagninu 17. júní hátíðarhalda á Hellu 2017. Markaðs- og kynningarfulltrúa er falið að auglýsa við fyrsta tækifæri.
Fylgiskjöl:

5.Töðugjöld - Hella 90 ára

1702019

Töðugjöld og Hella 90 ára verða haldin 18. - 20. ágúst 2017. Ákveða þarf hvenar æskilegt er undirbúningur hefjist.
Undirbúningur skal hefjast í byrjun mars og mun markaðs- og kynningarfulltrúi boða til fyrsta fundar.

6.Samráðsfundur ferðaþjónustunnar 2017

1702021

Mikil ánægja hefur verið með samráðsfundi fyrir ferðaþjónustuaðila sem boðaðir hafa verið undanfarin ár. Ákveða þarf hvenær skuli haldan slíkan fund og hver fundarefnin eiga að vera.
Fundurinn verður haldinn í apríl 2017. Markaðs- og kynningarfulltrúa falið að undirbúa fundinn og boða til hans.

7.Tour de Rangárþing

1610055

Upplýsingar um stöðu verkefnisins. Skipulagning fjallahjólakeppninnar Tour de Rangárþing gengur vel.

8.Ferðamannakort af vestursvæði Suðurlands

1702018

Útgáfa power and purity mun hætta og þess í stað munu sveitarfélögin á vestursvæði Suðurlands (frá Rangárþingi ytra að Ölfusi) gefa út sameiginlegt ferðakort í samstarfi við Markaðsstofu Suðurlands.

Fundi slitið - kl. 18:20.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?