1.Yfirlit frá markaðs- og kynningarfulltrúa
1702022
Yfirlit yfir verkefni markaðs- og kynningarfulltrúa frá síðasta fundi atvinnu- og menningarmálanefndar.
Markaðs- og kynningarfulltrúi fór yfir verkefni frá síðasta fundi nefndarinnar.
2.17. júní 2017
1702017
Auglýst var eftir áhugasömum til þess að koma að 17. júní hátíðarhöldum á Hellu 2017. Enginn gaf kost á sér til verkefnisins. Ungmennfélagið Framtíðin hefur óskað eftir styrk að upphæð 350.000 kr til þess að halda 17. júní í Þykkvabæ.
Þar sem enginn gaf kost á sér til þess að koma að 17. júní hátíðarhöldum á Hellu leggur nefndin til að samþykkt verði að styrkja Ungmennafélagið Framtíðina að upphæð 350.000 kr til þess að standa að hátíðarhöldum í Þykkvabæ fyrir alla íbúa sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
Fundi slitið.