13. fundur 09. október 2017 kl. 17:00 - 18:15 Hekla, fundarsalur fyrir framan skrifstofu.
Nefndarmenn
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir formaður
  • Hugrún Pétursdóttir aðalmaður
  • Heimir Hafsteinsson aðalmaður
  • Yngvi Harðarson aðalmaður
  • Jóhann Björnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson ritari
Fundargerð ritaði: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson Markaðs- og kynningarfulltrúi

1.Fundur með ferðaþjónustuaðilum

1710009

Til stendur að halda fund þar sem öllum þeim sem koma að ferðaþjónustu í Rangárþingi ytra er boðið að koma og fara yfir stöðu mála í þeim málaflokki. Mikilvægt er að heyra hverju ferðaþjónustuaðilum finnst að eigi að vinna árið 2018. Atvinnu- og menningarmálanefnd þarf að setja upp fundinn. Tillaga er að halda fund í safnaðarheimili Oddasóknar á Hellu 16. október kl. 20:00. Auglýsa hann í næstu Búkollu, netmiðlum sveitarfélagsins og með tölvupósti á ferðaþjónustuaðila.
Samþykkt er að halda fundinn. Markaðs- og kynningarfulltrúa falið að vinna að undirbúningi og fá 1-2 fyrirlesara inn á fundinn.

2.Fjárhagsáætlun 2018 - Atvinnu - og menningarmálanefnd

1710010

Umræða um þau verkefni sem snúa að atvinnu- og menningarmálanefnd ásamt því að ræða skal tillögur að nýjum verkefnum á árinu 2018.
Rætt var um mörg verkefni s.s. ítarlegra kynningarefni fyrir sveitarfélagið, fara í að þróa akstursleiðir um Rangárþing ytra. Skoða möguleika á ítarlegri kortagerð. Leiða- og örnefnaskráning. Uppbygging útivistarsvæða og opinna svæða.

Óskað verður eftir tillögum frá ferðaþjónustuaðilum um verkefni á samráðsfundi þann 16. október. Rætt verður sérstaklega um hvort mikilvægt sé að upplýsingamiðstöð sé rekin og þá í Miðjunni á Hellu.

Ákvörðun er frestað fram að næsta fundi.

3.Staða jafnréttisáætlunar Rangárþings ytra

1710011

Nefndinni kynnt staða framkvæmdaáætlunar Jafnréttisáætlunar Rangárþings ytra.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?