14. fundur 07. nóvember 2017 kl. 16:30 - 18:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir formaður
  • Hugrún Pétursdóttir aðalmaður
  • Heimir Hafsteinsson aðalmaður
  • Jóhann Björnsson aðalmaður
  • Gunnar Aron Ólason varamaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson ritari
Fundargerð ritaði: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson Markaðs- og kynningarfulltrúi

1.Fundur með ferðaþjónustuaðilum

1710009

Farið yfir niðurstöður fundar með ferðaþjónustuaðilum sem haldinn var 16. október. Sérstaklega farið yfir næstu verkefni Markaðs- og kynningarfulltrúa og einnig hvort eigi með einhverjum hætti að opna upplýsingamiðstöð/horn í Miðju.
Helstu niðurstöður fundarins voru annarsvegar skortur á kynningarefni um sveitarfélagið og hinsvegar mikil umræða um hvort vanti upplýsingamiðstöð. Kynningarefnið felur í sér þróun á ferðaleiðum innan sveitarfélagsins og samantekt á afþreyingu og áhugaverðum áfangastöðum. Ákveðið hefur verið að sett verði upp sér síða á heimasíðu Markaðsstofu Suðurlands tileinkuð ferðaþjónustu í Rangárþingi ytra. Vinnan vegna þessa er þegar hafin og rúmast hún innan fjárhagsáætlunar markaðs- og kynningarmála.

2.Fjárhagsáætlun 2018 tillögur - Atvinnu - og menningarmálanefnd

1710010

Umræða um þau verkefni sem snúa að atvinnu- og menningarmálanefnd ásamt því að ræða skal tillögur að nýjum verkefnum á árinu 2018.

Á síðasta fundi var afgreiðslu þessa máls frestað vegna fyrirhugaðs fundar með ferðaþjónustuaðilum.
Tillaga er um að markaðs- og kynningarfulltrúa verði falið að útfæra hugmynd vegna upplýsingamiðstöðvar sem staðsett yrði miðsvæðis á Hellu. Upplýsingamiðstöðin yrði sett upp með það að markmiði að afla upplýsinga um ferðahegðun ferðamanna innan sveitarfélagsins og lengja dvöl þeirra. Miðað er við 3ja mánaða verkefni. Kostnaður við verkefnið er vegna uppsetningar aðstöðu, merkinga og launa fyrir starfsmann.

Áætlaður heildarkostnaður vegna upplýsingamiðstöðvar er 1.950.000 kr. Óskað er eftir því að tekið verði tillit til þessa við gerð fjárhagsáætlunar 2018.

3.Framlenging á samstarfssamningi

1710021

Á síðasta fundi Byggðaráðs var ákveðið að vísa þessu máli til atvinnu- og menningarmálanefndar.

Núverandi samningur rennur út um næstu áramót farið er fram á að samningurinn verði endurnýjaður óbreyttur
Nefndin leggur til að samþykkt verði að endurnýja samstarfssamninginn til þriggja ára.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?