15. fundur 30. apríl 2018 kl. 17:00 - 18:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir formaður
  • Hugrún Pétursdóttir aðalmaður
  • Heimir Hafsteinsson aðalmaður
  • Jóhann Björnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson ritari
Fundargerð ritaði: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson Markaðs- og kynningarfulltrúi

1.Markaðs- og kynningarmál

1804043

Yfirferð fyrir verkefni Markaðs- og kynningarfulltrúa frá síðasta fundi.

2.Ábendingar til ferðamanna

1607003

Í vinnslu hefur verið endurgerð á bæklingi sem hægt er að dreifa til ferðamanna innan þéttbýlis á Hellu sem hafa næturdvöl utan tjaldsvæða. Fara þarf yfir bæklinginn, ákveða hvaða útgáfu á að nota, hversu stórt upplag skuli prenta og hvernig skuli dreifa honum.
Samþykkt að nota útgáfu 4. Prenta á 1000 eintök og hafa til taks á helstu stofnunum sveitarfélagsins svo íbúar geti einnig nálgast til dreifingar til ferðamanna.

3.Ferðaleiðir

1804041

Eftir fund með ferðaþjónustuaðilum í Október var rætt um að kynningarefni skorti. Ákveðið var að fara af stað með þróun ferðaleiða sem nýjung í kynningarefni. Hér eru fyrstu tvær leiðirnar kynntar. Ákveða þarf með hvaða hætti skal dreifa leiðunum.
Samþykkt að senda pdf útgáfu af ferðaleiðunum á alla ferðaþjónustuaðila á svæðinu. Prenta A3 útgáfur til þess að hafa til sýnis í Miðjunni og í íþróttamiðstöðvum. Markaðs- og kynningarfulltrúa falið að halda áfram að þróa fleiri leiðir.

4.17. júní 2018

1804042

Auglýst var eftir áhugasömum aðilum til þess að taka að sér 17. júní á Hellu. Enginn sóttist eftir því.
Samþykkt að leita til Ungmennafélagsins Framtíðarinnar um að halda 17. júní í Þykkvabæ. Markaðs- og kynningarfulltrúa sveitarfélagsins falið ræða við fulltrúa Framtíðarinnar.

5.Móttökuáætlun nýbúa

1506017

Unnið hefur verið að móttökuáætlun nýbúa í töluverðan tíma. Tilbúin eru drög að upplýsingabæklingi fyrir nýbúa ásamt móttökuáætlun. Ákveða þarf á hvaða tungumál þýða skal bæklinginn og hvort allir séu sammála þeirri móttökuáætlun sem lagt er upp með.
Móttökáætlunin felst í því að þegar nýir íbúar flytja í sveitarfélagið er þeim sendur bæklingur um sveitarfélagið. Markaðs- og kynningarfulltrúa falið að lagfæra bæklinginn samkvæmt ábendingum á fundinum. Bæklingurinn á að vera á íslensku, ensku og pólsku.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?