1. fundur 28. ágúst 2018 kl. 17:00 - 19:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir formaður
  • Bjarnleifur Á Bjarnleifsson aðalmaður
  • Guðbjörg Erlingsdóttir aðalmaður
  • Hrafnhildur Valgarðsdóttir varamaður
  • Arndís Fannberg varamaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson ritari
Fundargerð ritaði: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson Markaðs- og kynningarfulltrúi
Formaður óskaði eftir að bæta við lið 5, "Ferðamenn í Rangárþingi ytra 2008-2017" og var það samþykkt samhljóða.

1.Yfirlit yfir verkefni markaðs- og kynningarfulltrúa 2018-2022

1808043

Markaðs- og kynningarfulltrúi fór yfir verkefni sem að honum snúa.

2.Atvinnumál í sveitarfélaginu

1808044

Fulltrúar Á-lista í atvinnu- og menningarmálanefnd Rangárþings ytra leggja til eftirfarandi mál til umræðu á fundinum.
- Hvernig getur sveitarfélagið auðveldað fyrirtækjum að hefja eða flytja starfsemi sína í sveitarfélagið.
Góð umræða skapaðist á fundinum. Mikilvægt er að farið verði í það verkefni að undirbúa kynningarefni til þess að upplýsa um hvað sveitarfélagið hefur uppá að bjóða fyrir stór og smá fyrirtæki. Markaðs- og kynningarfulltrúa falið að undirbúa málið fyrir næsta fund nefndarinnar.

3.Upplýsingamiðlun í sveitarfélaginu

1808045

Fulltrúar Á-lista í atvinnu- og menningarmálanefnd Rangárþings ytra leggja til eftirfarandi mál til umræðu á fundinum:
Upplýsingamiðlun í sveitarfélaginu.
- Á hvaða formi? Upplýsingamiðstöð? App?
- Fara yfir upplýsingar á heimasíðu www.ry.is og samræma.
- Kort og upplýsingaskilti um fyrirtæki/stofnanir í sveitarfélaginu, austan og vestanmegin við Hellu.
Rætt var um form á miðlun upplýsinga annarsvegar til íbúa, nýbúa og ferðamanna.
Varðandi nýbúa þá verður kynningarbæklingur um sveitarfélagið tilbúinn fyrir næsta fund.
Varðandi íbúa þá leita þeir upplýsinga á heimasíðu sveitarfélagsins og á skrifstofu. Fara þarf yfir heimasíðu sveitarfélagsins.
Varðandi ferðamenn þá var ákveðið að halda fund með ferðaþjónustuaðilum seinni hluta september þar sem þau mál verða rædd en jafnframt að skoða strax möguleika og kostnað við kort og upplýsingaskilti um fyrirtæki/stofnanir í sveitarfélaginu, austan og vestan megin við Hellu.
Markaðs- og kynningarfulltrúa falið að vinna að þessum verkefnum í samstarfi við atvinnu- og menningarmálanefnd.

4.Fjárhagsáætlun 2019 - Atvinnu-og menningarmálanefnd

1808046

Umræða um verkefni sem atvinnu- og menningarmálanefnd leggur til að farið verði í á árinu 2019.
M.a. Töðugjöld 2019, 17. júní og fleira.
Mikilvægt er að fjárveiting til Töðugjalda verði óbreytt á milli ára. Nefndin vill stefna að því að 17. júní verði haldinn hátíðlegur á Hellu líkt og annars staðar í sveitarfélaginu og leita þarf samstarfsaðila að því verkefni.
Umræðu um verkefni fyrir fjárhagsáætlun 2019 verður haldið áfram á næsta fundi.

5.Ferðamenn í Rangárþingi ytra 2008-2017

1808053

Skýrslan verður kynnt á fundi ferðaþjónustuaðila seinni hluta september.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?