2. fundur 11. október 2018 kl. 16:30 - 18:15 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir formaður
  • Hugrún Pétursdóttir aðalmaður
  • Guðbjörg Erlingsdóttir aðalmaður
  • Anna Vilborg Einarsdóttir aðalmaður
  • Hrafnhildur Valgarðsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson ritari
Fundargerð ritaði: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson Markaðs- og kynningarfulltrúi

1.Slagkraftur 2018

1810027

Þann 9. október 2018 var haldinn samráðsfundur ferðaþjónustunnar í Rangárþingi ytra af frumkvæði atvinnu- og menningarmálanefndar. Farið verður yfir helstu niðurstöður fundarins.
Ánægja var með fundinn. Lagt er til að næsti fundur verði í febrúar. Á þeim fundi verði lagt upp með hugarflugsvinnu, tengslamyndun ásamt því að farið verði yfir þau verkefni sem unnið er að.

2.Upplýsingaskilti á Hellu

1810025

Á fundi nefndarinnar 28. ágúst 2018 var markaðs- og kynningarfulltrúa falið að skoða möguleika og kostnað við kort og upplýsingaskilti um fyrirtæki/stofnanir í sveitarfélaginu, austan og vestan megin við Hellu.
Nefndin leggur til að sett verði upp upplýsingaskilti fyrir vestan Hellu. Á skiltinu verður yfirlit yfir alla þjónustu í sveitarfélaginu. Áætlaður kostnaður er 1.700.000 kr og óskar nefndin eftir því að tekið verði tillit til þessa verkefnis við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.

3.Upplýsingamiðstöð á Hellu

1810026

Á fundi nefndarinnar þann 28. ágúst 2018 var markaðs- og kynningarfulltrúa falið að skoða möguleika tengda upplýsingamiðlun og þar nefndur möguleiki á upplýsingamiðstöð. Markaðs- og kynningarfulltrúi hefur nú skoðað þann möguleika og kynnir fyrir nefndinni.
Nefndin leggur til að opnuð verði upplýsingamiðstöð í Miðju á Hellu í tilraunaskyni maí-september 2019. Hugmyndin með upplýsingamiðstöð er að hún sé einnig gagnaöflunarstaður um ferðamenn. Að starfsmenn upplýsingamiðstöðvarinnar haldi saman upplýsingum um eftir hverju ferðamenn séu að leita, hve margar fyrirspurnir berist og hve margir gestir leiti til starfsmannanna á hverjum degi. Það nýtist við framtíðaruppbyggingu Rangárþings ytra sem áfangastaðar fyrir ferðamenn, innlenda sem erlenda. Skoðaðar verða leiðir til þess að upplýsingamiðstöðin standi að hluta til undir sér sjálf. Áætlaður kostnaður er 3.100.000 kr og óskar nefndin eftir því að sveitarstjórn taki tillit til þess við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2019.

4.Fjárhagsáætlun 2019 - Atvinnu-og menningarmálanefnd

1808046

Tillaga er um að að á árinu sé gert ráð fyrir 1.200.000 kr vegna 17. júní og þá að 17. júní verði einnig haldinn hátíðlegur á Hellu. Einnig er tillaga um að framlag til Töðugjalda verði óbreytt á milli ára 1.800.000 kr.
Nefndin gerir sér grein fyrir því að hér er lögð til veruleg hækkun vegna kostnaðar við 17. júní hátíðarhöld í sveitarfélaginu. Þessi kostnaður er áætlaður til þess að greiða fyrir auglýsingar allra 17. júní hátíða í sveitarfélaginu og halda veglega hátíð á Hellu þar sem ekki hefur verið haldin hátíð þar síðan 2015 þó vissulega sé haldið uppá daginn víðsvegar í sveitarfélaginu. Með þessu telur nefndin að verið sé að svara kalli íbúa um að hátíðin sé einnig haldin á Hellu. Nefndin óskar eftir því að tekið verði tillit til þessa við fjárhagsáætlunargerð 2019.

5.Atvinnumál í sveitarfélaginu

1808044

Eftir að hafa unnið að málinu frá síðasta fundi er tillaga um að atvinnufulltrúum SASS verði boðið til fundar við atvinnu- og menningarmálanefnd.
Samþykkt samhljóða. Markaðs- og kynningarfulltrúa falið að gera tillögu að fundartíma og undirbúa fundinn.

6.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2019

1810033

Nefndin leggur til að sótt verði um vegna upplýsingaskilta þegar komið er inn á Hellu og vegna undirbúnings og hönnunar vegna áfangastaðarins Heklu. Markaðs- og kynningarfulltrúa falið að vinna að verkefninu í samstarfi við nefndina. Umsóknarfrestur er til 28. október 2018. Sótt er um vegna verkefna sem framkvæmd eru á árinu 2019.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?