3. fundur 28. febrúar 2019 kl. 16:30 - 17:45 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir formaður
  • Hugrún Pétursdóttir aðalmaður
  • Bjarnleifur Á Bjarnleifsson aðalmaður
  • Guðbjörg Erlingsdóttir aðalmaður
  • Arndís Fannberg varamaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson ritari
Fundargerð ritaði: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson Markaðs- og kynningarfulltrúi
Fundarstjóri óskaði eftir breytingu á dagsrká í upphafi fundar. Bætt yrði við einum lið á fundinn "Rangárþing Ultra 2019", hann yrði þá nr. 2, og aðrir liðir færast sem því nemur. Ekki voru gerðar athugasemdir við það.

1.Yfirlit yfir verkefni markaðs- og kynningarfulltrúa 2018-2022

1808043

Yfirlit yfir verkefni markaðs- og kynningarfulltrúa frá síðasta fundi nefndarinnar.
Markaðs- og kynningarfulltrúi fór yfir verkefni sín frá síðasta fundi.

2.Rangárþing Ultra 2019

1902044

Taka þarf afstöðu til þess hvort bjóða eigi þeim keppendum fría skráningu sem tóku þátt á síðasta ári og ekki fengu tíma. Einnig verður farið yfir framkvæmd og tímasetningu keppninnar.
Keppnin fer fram 14. júní 2019 kl. 19:00. Í ár verður farið frá Hellu í Hvolsvöll. Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að þeir keppendur sem ekki fengu skráðan gildan tíma árið 2018 verði boðin þátttaka án endurgjalds árið 2019.

3.Menningarkort um Suðurland

1902039

Umræða um nýtútkomið menningarkort suðurlands sem gefið var út af SASS.
Nefndin fór yfir kortið og hvernig það var unnið. Nefndin óskar eftir því að kort sem þessi, sem sett eru upp fyrir allan landshlutann, komi til yfirlestrar hjá sveitarfélögunum.

4.Slagkraftur 2019

1902041

Tillaga er um að farið verði af stað með stefnumótunarvinnu fyrir ferðaþjónustu í Rangárþingi ytra sem sveitarfélagið getur haft til hliðsjónar við vinnu sína og verkefnaval.
Nefndin samþykkir að farið verði af stað í stefnumótunarvinnu. Nefndin felur markaðs- og kynningarfulltrúa að vinna málið áfram, óska eftir samstarfi við SASS og Markaðsstofu Suðurlands og undirbúningsfundur haldinn í mars.

5.Fjárhagsáætlun 2019 - Atvinnu-og menningarmálanefnd

1808046

Farið var yfir þau verkefni sem nefndin lagði til og hver staða þeirra er.

Fundi slitið - kl. 17:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?