4. fundur 28. mars 2019 kl. 17:00 - 19:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir formaður
  • Hugrún Pétursdóttir aðalmaður
  • Bjarnleifur Á Bjarnleifsson aðalmaður
  • Guðbjörg Erlingsdóttir aðalmaður
  • Anna Vilborg Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson ritari
Fundargerð ritaði: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson Markaðs- og kynningarfulltrúi

1.Yfirlit yfir verkefni markaðs- og kynningarfulltrúa 2018-2022

1808043

Yfirlit yfir verkefni markaðs- og kynningarfulltrúa frá síðasta fundi nefndarinnar.
Markaðs- og kynningarfulltrúi fór yfir verkefni sín frá síðasta fundi. Nefndin telur að verkefni markaðs- og kynningarfulltrúa séu í góðum höndum og verkefnin ærin. Hann á mikið hrós skilið fyrir gott starf.

2.SouthWest kort fyrir ferðamenn

1903068

Fara þarf yfir kortið og koma með athugasemdir ef einhverjar eru.
Nefndin fór yfir kortið og kom með tvær athugasemdir:
- Vegir á miðsvæði þurfa að vera sýnilegir öryggis vegna.
- Illfær vegur merkið þyrfti að vera stærra.

3.Slagkraftur 2019

1902041

Farið yfir stöðu málsins frá síðasta fundi.
Í mars var haldinn fundur með SASS og Markaðsstofu Suðurlands vegna þess verkefnis að gera stefnumótun fyrir ferðaþjónustu í Rangárþingi ytra. Farið var yfir þann fund á fundinum og í framhaldi ákveðið að halda fund með ferðaþjónustuaðilum í Rangárþingi ytra mánudaginn 8. apríl kl. 13. Markaðs- og kynningarfulltrúa falið að undirbúa fundinn og auglýsa í samstarfi við nefndarmenn.

4.Ritstjórnarstefna Rangárþings ytra

1903065

Lagt hefur verið til að ritstjórnarstefna verði mótuð fyrir sveitarfélagið og vefmiðla þess, þ.m.t. heimasíður og facebooksíður sveitarfélagsins og tengdra stofnanna. Málinu beint til atvinnu- og menningar- og jafnréttismálanefndar málanefndar frá sveitarstjórn til úrvinnslu og frekari tillögugerðar.
Nefndin fór yfir erindið og upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Miklar umræður voru um hvað felst í ritstjórnarstefnu. Tillaga er um að fresta afgreiðslu málsins þar til á næsta fundi nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.

5.17. júní 2019

1903066

17. júní hefur verið haldin á þremur til fjórum stöðum í sveitarfélaginu síðustu ár. Nefndin þarf að skoða hvort hún vilji vinna að því að 17. júní verði haldinn á Hellu. Ekki er gert ráð fyrri sérstöku framlagi á fjárhagsáætlun vegna þess.
Nefndinni finnst áríðandi að unnið verði að því að 17. júní sé haldin á Hellu árlega. Nefndin óskar eftir 350.000 kr framlagi umfram það sem er á áætlun 2019 vegna þessa.

6.Töðugjöld 2019

1903064

Farið yfir rekstur Töðugjalda 2018 og áætlun fyrir Töðugjöld 2019.
Markaðs- og kynningarfulltrúi vinnur áfram að undirbúningi Töðugjalda og áætlar að halda fyrsta opna undirbúningsfund í apríl.

7.Allt sem flýgur 2019

1903067

Flughátíðin Allt sem flýgur fer fram á Hellu flugvelli 12. - 14. júlí 2019.
"Helluhátíðin er hápunktur flugsumarsins. Þú kemst í einstaka nálægð við flugið, flugvélar koma og fara alla helgina, fjölbreytt flugatriði í lofti, fallhlífastökk, karamellurigning fyrir börnin, grillveisla, sveitaball í flugskýlinu o.s.frv. Samfelld flugveisla í þrjá daga."

8.Móttökuáætlun nýbúa

1506017

Verkefnið hefur dregist óþarflega lengi og eru margar skýringar á því. Unnið verður að því að ljúka verkefninu í maí.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?