5. fundur 18. júlí 2019 kl. 17:00 - 19:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir formaður
  • Bjarnleifur Á Bjarnleifsson aðalmaður
  • Guðbjörg Erlingsdóttir aðalmaður
  • Anna Vilborg Einarsdóttir aðalmaður
  • Hrafnhildur Valgarðsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson ritari
Fundargerð ritaði: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson Markaðs- og kynningarfulltrúi

1.Yfirlit yfir verkefni markaðs- og kynningarfulltrúa 2018-2022

1808043

Yfirlit yfir verkefni markaðs- og kynningarfulltrúa frá síðasta fundi nefndarinnar.
Markaðs- og kynningarfulltrúi fór yfir verkefni sín frá síðasta fundi nefndarinnar.

2.Erindi frá aðgerðarráði Landmanna

1907044

Í kjölfar íbúafundar í Landsveit í júní s.l. var myndað Aðgerðaráð Landmanna. Þau sem mynda Aðgerðaráðið óskuðu eftir fundi með atvinnu- og menningarmálanefnd sem og markaðs-og kynningarfulltrúa Rangárþings ytra. Fulltrúar aðgerðarráðsins mættu til fundarins.
Atvinnu- og menningarmálanefnd þakkar Aðgerðarráði Landmanna fyrir komuna á fundinn og tekur vel í hugmyndir þeirra. Nefndin tekur vel í tillögu aðgerðarráðsins varðandi nánari uppbyggingu við Fossabrekkur og leggur til að sveitarfélagið vinni verkefnið með þeim og undirbúi umsókn í framkvæmdasjóð Ferðamannastaða.

3.17. júní 2019

1903066

Umræða um framtíð 17. júní í sveitarfélaginu og með hvaða hætti sveitarfélagið kemur að hátíðarhöldum.
Nefndin leggur til að sveitarfélagið stuðli áfram að 17. júní hátíðarhöldum á Hellu en unnið verði að því að marka skýra stefnu um skiptingu fjármuna til 17. júní hátíðarhalda í sveitarfélaginu.

4.Allt sem flýgur 2019

1903067

Flughátíðin "Allt sem flýgur" var haldin á Hellu laugardaginn 13. júlí.
Fjöldi manns sótti glæsilega flughátíð sem haldin var á Hellu 13. júlí s.l. Nefndin vill koma á framfæri þakklæti til Flugmálafélags Íslands fyrir að standa að svo flottri hátíð á Hellu.

Sveitarfélagið leggur hátíðinni lið með því að slá svæði sem nýtt er fyrir tjaldsvæði ásamt því að leggja til fánaborgir ásamt fleiri smáum viðvikum.

5.Rangárþing Ultra 2019

1902044

Fjallahjólakeppnin Rangárþing Ultra sem er samstarfsverkefni sveitarfélaganna Rangárþings ytra og Rangþárþings eystra var haldin 14. júní s.l.
Keppnin tókst virkilega vel en hjólað var frá Hellu á Hvolsvöll. Metþátttaka var í ár en 101 hjólari kláraði keppnina. Undirbúningur er nú þegar hafinn fyrir keppnina á næsta ári en hún verður haldin þann 12. júní kl. 19:00 og hefst á Hvolsvelli.

6.Slagkraftur 2019

1902041

Slagkraftur er samnefnari fyrir fundi sem atvinnu- og menningarmálanefnd heldur og boðar ferðaþjónustuaðila í Rangárþingi ytra á. Nefndin mun vinna áfram úr punktunum og nota þá við undirbúning verkefna í haust og mögulegar umsóknir í framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Stefnt er á næsta fund í lok september.

7.Merkingar með Ytri-Rangá

1907045

Unnið hefur verið að merkingum með göngustígnum með Ytri-Rangá frá Hellu að Ægissíðufossi.
Nefndin samþykkir skiltin en leggur til að bætt verði við skilti sem sjáanlegt er frá Miðjunni og leiðin stikuð af stað. Markaðs- og kynningarfulltrúa falið að vinna áfram að verkefninu.

8.Ritstjórnarstefna Rangárþings ytra

1903065

Fyrir liggja drög að ritstjórnarstefnu fyrir miðla sveitarfélagsins.
Nefndin fór yfir fyrirliggjandi drög að ritstjórnarstefnu og leggur til að sveitarstjórn taki hana til umræðu.

9.Töðugjöld 2019

1903064

Farið yfir stöðu Töðugjalda 2019 ásamt kynningarefni sem þegar liggur fyrir.
Nefndinni list vel á framlagða dagskrá og hlakkar til Töðugjalda!

10.Móttökuáætlun nýbúa

1506017

Markaðs- og kynningarfulltrúi mun áfram vinna að bæklingnum í samræmi við umræður fundarins og verður hann tilbúinn í ágúst.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?