6. fundur 23. september 2019 kl. 13:00 - 14:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir formaður
  • Hugrún Pétursdóttir aðalmaður
  • Bjarnleifur Á Bjarnleifsson aðalmaður
  • Guðbjörg Erlingsdóttir aðalmaður
  • Anna Vilborg Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson ritari
Fundargerð ritaði: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson Markaðs- og kynningarfulltrúi

1.Ritstjórnarstefna Rangárþings ytra

1903065

Tillaga að ritstjórnarstefnu frá Atvinnu- og menningarmálanefnd var lögð fram til afgreiðslu fyrir sveitarstjórn. Jafnframt voru lagðar fram breytingartillögur frá Á-lista. Afgreiðslu var frestað og tillögunni og hugmyndum um breytingar vísað aftur til Atvinnu- og menningarmálanefndar til frekari skoðunar og tillögugerðar.
Nefndin fór yfir breytingartillögur og leggur fram leiðrétta ritstjórnarstefnu til samþykktar.

2.Upplýsingamiðstöð við Ægissíðu

1909040

Sveitarfélaginu stendur til boða að leigja aðstöðu fyrir upplýsingamiðstöð við Ægissíðu. Jafnframt væri þá hægt að setja upplýsingaskilti þar á planið og fanga gesti áður en það kemur á Hellu.
Nefndin tekur vel í hugmyndina og felur markaðs- og kynningarfulltrúa að undirbúa tillögu fyrir næsta fund í samstarfi við eigendur.

3.17. júní 2019

1903066

Farið yfir uppgjör 17. júní 2019 á Hellu.
Kostnaður vegna 17. júní á Hellu var 424.243 kr. Kaffisalan var undirbúin og framkvæmd í sjálfboðavinnu og var ágóði af henni um 170.000 kr sem rann til Ungmennafélagsins Heklu til kaupa á ærslabelg.

4.Slagkraftur 2019

1902041

Undirbúa þarf næsta fund Slagkrafts, ákveða fundarefni, staðsetningu og tíma.
Stefnt er að fundi seinnipart október. Markaðs- og kynningarfulltrúa falið að undirbúa fundinn. Athugað verður með kynningar frá ferðaþjónustuaðilum, gisting-afþreying-matur.

5.Fjárhagsáætlun 2020 tillögur - Atvinnu - og menningarmálanefnd

1909041

Umræður um verkefni atvinnu- og menningarmálanefndar sem fara á fjárhagsáætlun 2020. S.S. 17. júní, Töðugjöld, Rangárþing Ultra og hugsanlega fleiri.
Umræður um verkefni fyrir fjárhagsáætlun en að öðru leyti frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 14:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?