7. fundur 29. október 2019 kl. 13:00 - 14:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir formaður
  • Hugrún Pétursdóttir aðalmaður
  • Bjarnleifur Á Bjarnleifsson aðalmaður
  • Guðbjörg Erlingsdóttir aðalmaður
  • Anna Vilborg Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson ritari
Fundargerð ritaði: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson Markaðs- og kynningarfulltrúi

1.Upplýsingamiðstöð við Ægissíðu

1909040

Sveitarfélaginu stendur til boða að leigja aðstöðu fyrir upplýsingamiðstöð við Ægissíðu. Fyrir liggja upplýsingar um kostnað og fleira.
Heildarkostnaður er áætlaður um 7.500.000 kr. Miðast sú áætlun við tvo starfsmenn, 9 tíma opnun á dag, 10 mánuði fyrsta árið og annan tilfallandi kostnað. Nefndin fór yfir málið og þrátt fyrir góða staðsetningu þá lítur nefndin svo á að verkefnið eins og það er sett upp sé of kostnaðarsamt.

2.Slagkraftur 2019

1902041

Fundur Slagkrafts er staðfestur á Stracta Hótel Hellu þann 13. nóvember kl. 20:00. Staðfest er að fulltrúi frá Ægissíðuhellum mætir til fundarins og segir frá því verkefni sem þar er í gangi. Markaðs- og kynningarfulltrúa falið að undirbúa og auglýsa fundinn í Búkollu 4.nóvember sem og á Facebook.
Lagt fram til kynningar.

3.Jafnréttisáætlun 2018-2022

1910054

Fara þarf yfir Jafnréttisáætlun og staðfesta hana fyrir 2018-2022.
Nefndin leggur til minniháttar orðalagsbreytingar en staðfestir áætlunina að öðru leyti.

4.Fjárhagsáætlun 2020 tillögur - Atvinnu - og menningarmálanefnd

1909041

Umræður um verkefni tengd nefndinni sem fara á fjárhagsáætlun 2020. s.s. 17. júní, Töðugjöld, Rangárþing Ultra og hugsanlega fleiri.
Nefndin leggur til eftirfarandi á fjárhagsáætlun 2020:
- "föst" verkefni s.s. Töðugjöld og Rangárþing Ultra haldist óbreytt á áætlun næsta árs að undanskilinni vísitöluhækkun.
- Framlag vegna 17. júní þarf að hækka í 1.000.000 kr.
- Að sett verði upp upplýsingaskilti. Á skiltinu verður yfirlit yfir alla þjónustu í sveitarfélaginu. Áætlaður kostnaður er 1.800.000 kr og óskar nefndin eftir því að tekið verði tillit til þessa verkefnis við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.
- Nefndin leggur til að auglýst verði eftir samstarfsaðila til þess að standa að upplýsingamiðstöð á Hellu sem jafnframt myndi veita hlutlausa upplýsingagjöf um sveitarfélagið. Hugmyndin með upplýsingamiðstöð er að hún sé einnig gagnaöflunarstaður um ferðamenn. Þar yrði haldið saman upplýsingum um eftir hverju ferðamenn séu að leita, hve margar fyrirspurnir berist og hve margir gestir leiti til starfsmannanna á hverjum degi. Það nýtist við framtíðaruppbyggingu Rangárþings ytra sem áfangastaðar fyrir ferðamenn, innlenda sem erlenda. Nánari útfærsla yrði samningsatriði á milli sveitarfélagsins og viðkomandi aðila. Lagt er til að sveitarfélagið setji 1.500.000 kr á áætlun vegna þessa verkefnis fyrir árið 2020.

Fundi slitið - kl. 14:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?