Hugrún Pétursdóttir sinnir formannsstörfum í fjarveru Sólrúnar Helgu Guðmundsdóttur.
1.17. júní 2020
2002038
Farið yfir 17.júní 2019 og ákveðið í framhaldinu hvernig skuli haga hátíðarhöldunum í ár.
Nefndin fór yfir hátíðarhöld 2019 sem var í umsjá nefndarinnar.
Ákveðið var að auglýsa á eftir áhugasömum aðilum í sveitarfélaginu til þess að sjá um 17. júní hátíðarhöld á Hellu. Markaðs- og kynningarfulltrúi sér um að útbúa auglýsingu og taka á móti umsóknum.
Ákveðið var að auglýsa á eftir áhugasömum aðilum í sveitarfélaginu til þess að sjá um 17. júní hátíðarhöld á Hellu. Markaðs- og kynningarfulltrúi sér um að útbúa auglýsingu og taka á móti umsóknum.
2.Slagkraftur 2020
1902041
Vegna annríkis var síðasta fundi Slagkrafts í nóvember frestað. Finna þarf nýja dagsetningu fyrir fund, ásamt því að ákveða hvernig þeim fundi skuli háttað.
Stefnt er á að vera með fund Slagkrafts vikuna 23.-27. mars. Markaðs- og kynningarfulltrúi sér um að hafa samband við nokkra aðila og athuga hvort þeir vilji kynna sína starfsemi og vöru á fundinum.
3.Fjárhagsáætlun 2020 tillögur - Atvinnu - og menningarmálanefnd
1909041
Farið yfir tillögur fjárhagsáætlunar 2020 og niðurstöður þeirra.
Nefndin fór yfir fjárhagsáætlun fyrir árið 2020.
Nefndin leggur til að auglýst verði eftir aðila til að halda úti upplýsingamiðstöð í sveitarfélaginu. Markaðs- og kynningarfulltrúa er falið að auglýsa í samráði við sveitarstjóra.
Nefndin leggur til að auglýst verði eftir aðila til að halda úti upplýsingamiðstöð í sveitarfélaginu. Markaðs- og kynningarfulltrúa er falið að auglýsa í samráði við sveitarstjóra.
4.Borðkort af Rangárþingi ytra
2002039
Kort af Hellu sem hannað var árið 2017 rætt. Farið yfir hönnun þess, það magn sem nú þegar er til og hvort það sé komin tími á nýtt kort.
Afrifukort Rangárþings ytra var skoðað. Ábendingar hafa komið frá íbúum og ferðaþjónustuaðilum um að uppfæra kortið og gera það skýrara, þ.e. Hella öðrum megin á kortinu og dreifbýlið hinum megin. Nefndin leggur til að markaðs- og kynningarfulltrúi kanni kostnað við að uppfæra kortið.
5.Viðburðir á Hellu sumar 2020
2002042
Viðburðir í sumar: Rangárþing Ultra, 5.6.2020, ræst frá Hvolsvelli og hjólað á Hellu, Landsmót Hestamanna 6-12.júlí, Allt sem flýgur 10-12.júlí.
Lagt fram til kynningar
Fundi slitið - kl. 14:40.