9. fundur 08. apríl 2020 kl. 13:00 - 14:30 Fjarfundur í gegnum ZOOM
Nefndarmenn
  • Hugrún Pétursdóttir varaformaður
  • Bjarnleifur Á Bjarnleifsson aðalmaður
  • Guðbjörg Erlingsdóttir aðalmaður
  • Anna Vilborg Einarsdóttir aðalmaður
  • Hrafnhildur Valgarðsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Saga Sigurðardóttir ritari
Fundargerð ritaði: Saga Sigurðardóttir markaðs- og kynningarfulltrúi

1.Yfirlit yfir verkefni markaðs- og kynningarfulltrúa 2018-2022

1808043

Farið yfir helstu verkefni markaðs- og kynningarfulltrúa.
Markaðs- og kynningarfulltrúi fór yfir verkefni sín síðustu misseri.

2.Töðugjöld 2019

1903064

Farið yfir reksturinn frá 2019.
Nefndin fór yfir rekstur Töðugjalda 2019.

3.Upplýsingamiðstöð í Rangárþingi ytra

2004007

Á síðasta fundi þann 25. febrúar var rætt að auglýsa eftir aðila til að halda úti upplýsingamiðstöð. Ákveða þarf hvað skuli gera í ljósi aðstæðna.
Nefndin leggur til að sú ákvörðun haldist óbreytt og að auglýst verði eftir aðila til að halda úti upplýsingamiðstöð í sveitarfélaginu. Markaðs- og kynningarfulltrúa er falið að útbúa auglýsingu.

4.Menningarsjóður

2004008

Á síðasta fundi atvinnu- og menningarmálanefndar þann 25. febrúar var markaðs- og kynningarfulltrúa falið að kynna sér menningarsjóði sveitarfélaga. Hefur hann gert það og mun leggja það fram til kynningar.
Markaðs- og kynningarfulltrúa var falið að hafa samband við SASS og athuga hvort þeir séu með ráðgjafa til að kynna menningarsjóði og hvernig ferlið yrði að koma slíkum sjóði á laggirnar.

5.Vinnuskóli sumarið 2020

2004009

Farið yfir erindi sem að sveitarfélaginu barst frá íbúa varðandi skapandi sumarstarf fyrir ungmenni á vegum vinnuskólans.
Atvinnu- og menningarmálanefnd þakkar Svölu Norðdahl fyrir innsent erindi. Nefndinni þykir hugmyndin mjög góð og telur að hún hafi mikið forvarnargildi á þessum fordæmalausu tímum. Það lítur út fyrir að þessi aldurshópur gæti orðið atvinnulaus í sumar. Nefndin leggur til að hámarksaldur vinnuskólans í Rangárþingi ytra verði hækkaður um 2 ár, þ.e. úr árgangi 2004 í 2002. Einnig að tryggt verði að nemendur útskrifaðir úr 7. bekk, þ.e. árgangur 2007, geti sótt um í vinnuskólanum eins og verið hefur undanfarin ár. Nefndin telur að auka þyrfti fjármagn töluvert fyrir vinnuskólann svo að verkefnið gæti orðið að veruleika í ár. Óskað er eftir að sveitarstjórn taki það fyrir hjá sér og setji fjármagn í verkefnið og beri þannig hagsmuni þessa hóps í huga. Nefndin hvetur sveitarstjórn að kynna málið fyrir öðrum nefndum sem gætu tekið þátt í framkvæmdinni. Vonast er eftir flýtimeðferð svo að verkefnið komist í framkvæmd í sumar.
Þar sem að fundurinn var fjarfundur þá var fundargerðin send á fulltrúa nefndarinnar í tölvupósti sem þeir síðan fóru yfir og sendu samþykki sitt sem svar við póstinum.

Fundi slitið - kl. 14:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?