10. fundur 28. maí 2020 kl. 16:15 - 17:45 Fjarfundur í gegnum ZOOM
Nefndarmenn
  • Hugrún Pétursdóttir varaformaður
  • Bjarnleifur Á Bjarnleifsson aðalmaður
  • Guðbjörg Erlingsdóttir aðalmaður
  • Anna Vilborg Einarsdóttir aðalmaður
  • Hrafnhildur Valgarðsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Saga Sigurðardóttir ritari
Fundargerð ritaði: Saga Sigurðardóttir Markaðs- og kynningarfulltrúi
Hugrún Pétursdóttir sinnir formannsstörfum í fjarveru Sólrúnar Helgu Guðmundsdóttur.

1.17. júní 2020

2002038

Atvinnu- og menningarmálanefnd þarf að taka ákvörðun um hvað eigi að gera varðandi hátíðarhöld þann 17. júní vegna covid-19. Ákvörðun þarf að vera með tilliti til auglýsingar heilbrigðisráðherra varðandi takmarkanir á samkomum.
Tekin var ákvörðun um að hafa hátíðarhöld með breyttu sniði í ár vegna covid-19. Í vinnuskólanum er að hefja störf svokölluð listasmiðja sem hefur komið með þá hugmynd að vera með rafræn skemmtiatriði sem gætu verið sýnd á heimasíðu og facebook síðu sveitarfélagsins. Tillaga þeirra er að taka upp með rafrænum hætti listasýningu, tónlistaratriði og leikþátt eða stuttmynd. Nefndin tekur vel í þá hugmynd og leggur til að ávarp Fjallkonu og ræða nýstúdents verði með sama sniði. Tekin var ákvörðun um að styrkja listasmiðjuna sem tekur verkefnið að sér um 100.000 kr. Markaðs- og kynningarfulltrúa er falið að athuga kostnaðinn við að fá ísbílinn til að keyra um á Hellu og gefa börnum ís. Áætlað er að 200.000 kr fari í hátíðarhöldin í ár.

2.Menningarsjóður

2004008

Markaðs- og kynningarfulltrúi hafði samband við Þórð hjá SASS vegna menningarsjóðs. Hefur hann boðist til þess að vera með kynningu á menningarsjóði fyrir Atvinnu- og menningarmálanefnd, sveitarfélaginu að kostnaðarlausu. Kynningin getur farið fram á fjarfundarbúnaðinum Zoom.
Atvinnu- og menningarmálanefnd tók vel í hugmyndina og stefnir að því að fá kynningu á næsta nefndarfundi.

3.Töðugjöld 2020

2005053

Búið er að halda einn fund með gula hverfinu sem sér um skipulagningu á Töðugjöldum í ár. Farið verður yfir helstu umræðuefni á þeim fundi.
Atvinnu- og menningarmálanefnd vill sjá hvernig málin þróast varðandi covid-19 og hvernig Töðugjöld í ár verði útfærð.

4.Upplýsingamiðstöð í Rangárþingi ytra

2004007

Markaðs- og kynningarfulltrúi segir frá stöðu mála varðandi umsóknir upplýsingamiðstöðvar.
Viðbrögð hafa verið lítil og mun markaðs- og kynningarfulltrúi halda áfram að auglýsa eftir áhugasömum aðilum.
Þar sem að fundurinn var fjarfundur þá var fundargerðin send á fulltrúa nefndarinnar í tölvupósti sem þeir síðan fóru yfir og sendu samþykki sitt sem svar við póstinum.

Fundi slitið - kl. 17:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?