Í upphafi fundar kynnti Þórður Sigurðsson verkefnastjóri hjá SASS menningarsjóð sveitarfélaga sem m.a. Rangárþing Eystra og Flóahreppur hafa komið sér upp.
1.Yfirlit yfir verkefni markaðs- og kynningarfulltrúa 2018-2022
1808043
Farið yfir helstu verkefni Markaðs- og kynningarfulltrúa ásamt stöðu eldri verkefna.
Farið var yfir verkefni markaðs- og kynningarfulltrúa ásamt fyrirspurnir frá nefndarmönnun.
Helst má nefna að:
- Nýbúabæklingur verður aðgengilegur rafrænt nú í September.
- Ákveðið hefur verið að skipuleggja ör-málþing tengt atvinnu- og nýsköpun í Rangárþingi ytra sem aðgerð til þess að efla atvinnu.
- Í vinnslu voru lítil skilti meðfram Ytri-Rangá og er markaðs- og kynningarfulltrúa falið að koma því áfram.
- Óskað verður eftir samstarfi við Fræðslunet Suðurlands varðandi það að halda námskeið í Rangárþingi ytra.
- Bókin Hella-Þorp í þjóðbraut er komin úr prentun og verður útgáfufögnuður þann 15. september n.k.
- Sveitarstjóri hefur falið markaðs- og kynningarfulltrúa að undirbúa fréttabréf sem út á að koma í október.
Helst má nefna að:
- Nýbúabæklingur verður aðgengilegur rafrænt nú í September.
- Ákveðið hefur verið að skipuleggja ör-málþing tengt atvinnu- og nýsköpun í Rangárþingi ytra sem aðgerð til þess að efla atvinnu.
- Í vinnslu voru lítil skilti meðfram Ytri-Rangá og er markaðs- og kynningarfulltrúa falið að koma því áfram.
- Óskað verður eftir samstarfi við Fræðslunet Suðurlands varðandi það að halda námskeið í Rangárþingi ytra.
- Bókin Hella-Þorp í þjóðbraut er komin úr prentun og verður útgáfufögnuður þann 15. september n.k.
- Sveitarstjóri hefur falið markaðs- og kynningarfulltrúa að undirbúa fréttabréf sem út á að koma í október.
2.Slagkraftur 2019
1902041
Á síðasta fundi nefndarinnar þann 2. júlí 2020 var ákveðið að fresta fundi Slagkrafts (Ferðaþjónustuaðilar í Rangárþingi ytra) fram í september. Ákveða þarf fundarefni, fundarstað og fundartíma.
Ákveðið var að fundur með ferðaþjónustuaðilum (Slagkraftur) skyldi haldinn þriðjudaginn 29. september kl. 20:00 á Hellu. Markaðs- og kynningarfulltrúa falið að finna staðsetningu fyrir fundinn.
Á fundinum er lagt upp með að hittast til þess að fara yfir stöðu ferðaþjónustunnar í Rangárþingi ytra ásamt því að þar verði tvær kynningar frá ferðaþjónustuaðilum í sveitarfélaginu.
Á fundinum er lagt upp með að hittast til þess að fara yfir stöðu ferðaþjónustunnar í Rangárþingi ytra ásamt því að þar verði tvær kynningar frá ferðaþjónustuaðilum í sveitarfélaginu.
3.Framkvæmdarsjóður ferðamannastaða - áherslustaðir sveitarfélaga
2009023
Markaðsstofa Suðurlands hefur sent sveitarfélaginu erindi frá Ferðamálastofu með beiðni um uppfærðan lista yfir þá mögulega staði sem sveitarfélögin/svæðin á Suðurlandi ætla að leggja áherslu á með uppbyggingu ferðamannastaða á næstunni, og mögulega sækja um styrk í Framkvæmdarsjóð ferðamannastaða. Umsóknarfrestur í Framkvæmdarsjóð Ferðamannastaða er til og með 6. október kl. 12:00.
Nefndin hefur áhuga á því að sveitarfélagið vinni að uppbyggingu ferðamannastaða í sveitarfélaginu. Rætt var um Fossabrekkur, Rauðuskál/Heklu, Þykkvabæjarfjöru og göngustíginn með Ytri-Rangá að Ægissíðufossi. Bæta þarf inná lista frá markaðsstofu Suðurlands Þykkvabæjarfjöru og göngustígnum með Ytri-Rangá. Markaðs- og kynningarfulltrúa falið að vinna málið áfram í samstarfi við nefndina.
4.Fjárhagsáætlun 2021 - Atvinnu- og menningarmálanefnd
2009024
Tillögur atvinnu- og menningarmálanefndar vegna fjárhagsáætlunar 2021.
Tillögur frá nefndinni:
- Koma á fót Menningarsjóð á vegum Atvinnu- og menningarmálanefndar.
- Stefna áfram að því að Upplýsingamiðstöð opni á Hellu.
- Setja fjármagn í uppbyggingu ferðamannastaða.
- Sama fjármagn verði sett í Töðugjöld.
- Óskað verði eftir áhugasömum aðilum til að halda 17. júní á Hellu.
- Rangárþing Ultra haldi sér í sessi.
- Unnið verði áfram að kynningarefni hjá sveitarfélaginu m.a. með útgáfu korta og upplýsingaskilta.
- Sett verði upp stórt upplýsingaskilti á Hellu til að bjóða gesti velkomna.
Tillögurnar verða unnar áfram á næstu fundum.
- Koma á fót Menningarsjóð á vegum Atvinnu- og menningarmálanefndar.
- Stefna áfram að því að Upplýsingamiðstöð opni á Hellu.
- Setja fjármagn í uppbyggingu ferðamannastaða.
- Sama fjármagn verði sett í Töðugjöld.
- Óskað verði eftir áhugasömum aðilum til að halda 17. júní á Hellu.
- Rangárþing Ultra haldi sér í sessi.
- Unnið verði áfram að kynningarefni hjá sveitarfélaginu m.a. með útgáfu korta og upplýsingaskilta.
- Sett verði upp stórt upplýsingaskilti á Hellu til að bjóða gesti velkomna.
Tillögurnar verða unnar áfram á næstu fundum.
Fundi slitið - kl. 15:45.