15. fundur 18. janúar 2021 kl. 14:45 - 15:50 Fjarfundur í gegnum ZOOM
Nefndarmenn
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir formaður
  • Hugrún Pétursdóttir aðalmaður
  • Bjarnleifur Á Bjarnleifsson aðalmaður
  • Guðbjörg Erlingsdóttir aðalmaður
  • Anna Vilborg Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson ritari
Fundargerð ritaði: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson Markaðs- og kynningarfulltrúi

1.Kortagerð

2101020

Ó. Smári Kristinsson teiknari kemur á fund nefndarinnar og kynnir vinnu við kortagerð af Rangárþingi ytra og Hellu.
Nefndin þakkar Ó. Smára fyrir kynninguna á verkefninu. Markaðs- og kynningarfulltrúa falið að vinna verkefnið áfram í samstarfi við nefndina.

2.Uppbygging áfangastaða

2101021

Sveitarstjórn samþykkti að veita 2.000.000 kr til undirbúnings umsókna í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða haustið 2021 með það að markmiði að verkefnin kæmust til framkvæmdar 2022.

Nefndin þarf að taka afstöðu til þess hvaða stöðum á að vinna að.
Nefndin leggur til að unnið verði að undirbúningi umsókna í Fossabrekkum, Þykkvabæjarfjöru, Djúpósstíflu og vegna göngustígar á leið að Ægissíðufossi. Haft verður samband við landeigendur þar sem við á. Markaðs- og kynningarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

3.Slagkraftur 2021

2101022

Til stendur að halda framhaldsfund eftir fund með ferðaþjónustuaðilum í desember. Ræða þarf dagskrá fundarins og dagsetningu.
Nefndin leggur til að fundur verði haldinn mánudaginn 25. janúar kl. 17:00. Markaðs- og kynningarfulltrúa falið að undirbúa fundinn í samráði við nefndina. Fundurinn verður auglýstur á heimasíðu sveitarfélagsins, Facebook og sendur tölvupóstur til ferðaþjónustuaðila.

4.Áfangastaðaáætlun Suðurlands

2101023

Unnið er að endurskoðum Áfangastaðaáætlunar Suðurlands sem Markaðsstofa Suðurlands heldur utan um. Rangárþing ytra tilheyrir "Gullna hrings" svæðinu.

Áfangastaðaáætlun er heildstæð áætlanagerð sem hefur ferðaþjónustu sem útgangspunkt. Markmið hennar er að stuðla að ábyrgri ferðaþjónustu sem styrkir efnahag samfélaga, bætir lífsgæði íbúa og dregur úr mögulegum neikvæðum áhrifum frá ferðaþjónustu.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 15:50.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?