20. fundur 04. október 2021 kl. 16:00 - 18:15 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir formaður
  • Hugrún Pétursdóttir aðalmaður
  • Guðbjörg Erlingsdóttir aðalmaður
  • Anna Vilborg Einarsdóttir aðalmaður
  • Hrafnhildur Valgarðsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson ritari
Fundargerð ritaði: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson Markaðs- og kynningarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður nefndarinnar eftir því að við bættust tveir liðir við fundinn. Fundargerðir Markaðsstofu Suðurlands 2021-2022 og Faghópur um ferðamál á Suðurlandi. Þeir liðir verði nr. 6 og 7.

1.Yfirlit yfir verkefni markaðs- og kynningarfulltrúa 2018-2022

1808043

Farið yfir helstu verkefni Markaðs- og kynningarfulltrúa frá síðasta fundi nefndarinnar.
Lagt fram til kynningar.

2.Fossabrekkur

2109053

Verkefnið Fossabrekkur kynnt fyrir nefndinni. Sótt verður um fyrir hönnun á verkefninu í framkvæmdasjóð ferðamannastaða í október.
Lagt fram til kynningar.

3.Atvinnu- og nýsköpunarstefna

2105022

Atvinnu- og nýsköpunarstefna var staðfest á fundi sveitarstjórnar í ágúst. Farið yfir næstu verkefni atvinnu- og nýsköpunarstefnu og rætt um fjármögnun á þeim.
Nefndin leggur til að verkefnin "tilraunaeldhús í Þykkvabæ", "slagorð sveitarfélagsins" og "kynning svæðis og störf án staðsetningar" verði unnin líkt og lagt er upp með í stefnunni. Einnig er lagt til að fresta verkefninu Helluþon fram á vor 2022 og gert verði ráð fyrir því í fjárhagsáætlun 2022. Áfram verður unnið með stefnuna á næsta fundi nefndarinnar.

4.Fjárhagsáætlun 2022 - atvinnu- og menningarmálanefnd

2110004

Tillögur frá atvinnu- og menningarmálanefnd vegna fjárhagsáætlunar 2022.
Nefndin ræddi tillögur og fól markaðs- og kynningarfulltrúa að taka saman minnisblað fyrir næsta fund nefndarinnar.

5.Fréttabréf Rangárþings ytra

2103066

Gefið var út rafrænt fréttabréf í september.
Lagt fram til kynningar.

6.Fundargerðir Markaðsstofu Suðurlands 2021-2022

2110009

1. og 2. fundargerð stjórnar Markaðsstofu Suðurlands sem og fundargerð aðalfundar 12.5.2021.
Lagt fram til kynningar.

7.Faghópur um ferðamál á Suðurlandi

2110005

Fundargerð síðasta fundar Faghóps um ferðamál á Suðurlandi.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?