21. fundur 26. október 2021 kl. 16:00 - 17:15 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir formaður
  • Hugrún Pétursdóttir aðalmaður
  • Guðbjörg Erlingsdóttir aðalmaður
  • Anna Vilborg Einarsdóttir aðalmaður
  • Hrafnhildur Valgarðsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson ritari
Fundargerð ritaði: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson markaðs- og kynningarfulltrúi

1.Fjárhagsáætlun 2022 - atvinnu- og menningarmálanefnd

2110004

Tillögur atvinnu-, jafnréttis og menningarmálanefndar vegan fjárhagsáætlunar 2022.
Nefndin samþykkir tillögurnar fyrir sitt leyti.

2.Samkeppni um slagorð Rangárþings ytra

2110129

Fyrir liggja tillögur að slagorðum sem komu í gegnum heimasíðu Rangárþings ytra í samkeppni um slagorð Rangárþings ytra.
Nefndin þakkar fyrir frábæra þátttöku í samkeppni um slagorð Rangárþings ytra, alls bárust 71 tillögur. Nefndin leggur til að haldin verði kosning þar sem valin verða þrjú bestu slagorðin og hún standi yfir í viku, 12. - 19. nóvember.

Þau slagorð sem nefndin leggur til að kosið verði um eru:
Rangárþing ytra - Brosandi byggð
Rangárþing ytra - Fólkið, fjöllin, fegurðin
Rangárþing ytra - Friður, fegurð og fjölbreytileiki
Rangárþing ytra - Fyrir okkur öll
Rangárþing ytra - Hjarta Suðurlands
Rangárþing ytra - Þar sem óður fjallanna ómar

3.Fossabrekkur

2109053

Sótt var um í framkvæmdarsjóð ferðamannastaða fyrir hönnun og framkvæmd samkvæmt deiliskipulagi sem í vinnslu er fyrir Fossabrekkur.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?