23. fundur 14. mars 2022 kl. 16:30 - 18:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir formaður
  • Hugrún Pétursdóttir aðalmaður
  • Guðbjörg Erlingsdóttir aðalmaður
  • Anna Vilborg Einarsdóttir aðalmaður
  • Hrafnhildur Valgarðsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson ritari
Fundargerð ritaði: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson Markaðs- og kynningarfulltrúi
Anna Vilborg Einarsdóttir sótti fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

1.Yfirlit yfir verkefni markaðs- og kynningarfulltrúa 2018-2022

1808043

Lagt fram yfirlit yfir verkefni markaðs- og kynningarfulltrúa frá síðasta fundi nefndarinnar.

2.Fræðsluhringur um Hellu

2106055

Fyrir liggur tillaga að sjö skiltum á Hellu.
Nefndin fór yfir skiltin og lagði til að þau yrðu prentuð út í raunstærð svo hægt væri að lesa yfir þau. Í framhaldi mun markaðs- og kynningarfulltrúi taka saman athugasemdir og koma skiltum í framleiðslu og uppsetningu. Gert er ráð fyrir að verkefninu ljúkí í apríl.

3.Samningur við N4

2201021

Farið yfir hugmyndir að efnistökum fyrir útgáfu sjónvarpsþátta N4 sem sveitarfélagið hefur gert samning við.
Nefndin lagði til tillögur fyrir þáttargerð N4 og felur markaðs- og kynningarfulltrúa að koma þeim á framfæri.

4.17. júní 2022 á Hellu

2203039

Farið yfir undirbúning 17. júní á Hellu.
Nefndin leggur áherslu á að 17. júní verði haldinn á Hellu líkt og síðustu þrjú ár. Lagt til að auglýsa og leita til félagasamtaka og/eða einstaklinga að sjá um einstaka verkþætti innan viðburðarins.

5.Töðugjöld 2022

2203038

Farið yfir undirbúning Töðugjalda 2022.
Góð umræða um Töðugjöld. Farið yfir litaskiptingu hverfanna og leggur nefndin til að hverfið norðan Baugöldu og austan Brúnöldu verði fjólubláa hverfið. Markaðs- og kynningarfulltrúa falið að uppfæra kort sem sýnir skiptingu hverfa og birta á síðu sveitarfélagsins og Töðugjalda. Gula hverfið hefur staðið fyrir undirbúningi síðustu tvö ár og mun það einnig verða í ár þar sem ekki hefur verið hægt að halda viðburðinn síðustu tvö ár. Græn/appelsínugula hverfið mun bjóða heim. Fyrsti undirbúningsfundur með gula hverfinu verður haldinn fyrir páska.

6.Jólatrésskemtun á árbakkanum

2203037

Foreldrafélag leik- og grunnskólans hefur óskað eftir því að skipulag jólatrésskemtunar á árbakkanum í tengslum við það að kveikt sé á jólatrénu færist alfarið yfir til sveitarfélagsins.
Nefndin tekur vel í erindið og mun í samvinnu við markaðs- og kynningarfulltrúa sjá um að skipuleggja viðburðinn ásamt því að fá aðila að verkefninu með sér.

7.Atvinnu- og nýsköpunarstefna

8.Þjónustukort fyrir gesti

2203040

Fyrir liggur tillaga að þjónustukorti sem prentað verður og dreift til ferðaþjónustuaðila í sveitarfélaginu.
Farið yfir þjónustukortið. Óska var eftir athugasemdum frá ferðaþjónustuaðilum sem hefur verið brugðist við. Kortið verður prentað í apríl og dreift innan sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?