14. fundur 24. maí 2023 kl. 08:15 - 11:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir formaður
  • Eggert Valur Guðmundsson varaformaður
  • Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón G. Valgeirsson
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Formaður bauð fundarmenn velkomna og lagði til að við dagskránna myndi bætast liður 14 Rangárflatir 2, umsókn um lóð og liður 23 umsagnarbeiðni vegna rekstarleyfis vegna gistingar að Gaddstöðum 28. Það var samþykkt samhljóða og aðrir fundarliðir færast til í samræmi.

1.Rekstaryfirlit sveitarfélagsins 2023

2302116

Sveitarstjóri fer yfir rekstraryfirlit sveitarfélagsins fyrir janúar-apríl.

Lagt fram til kynningar.

2.Fjárhagsáætlun 2023 - viðaukar

2305030

Lagður fram viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2023. Greinargerð fylgir viðaukanum og fór sveitarstjóri yfir breytingarnar.

Viðauki 2 gerir ráð fyrir lækkun rekstrarniðurstöðu um 8,5 milljónir (10,5 milljónir samanlagt viðauki 1 og 2), aukinni fjárfestingu 8,5 milljónir og hækkun eignarhluta í félögum að fjárhæð kr. 22,5 milljónir. Samtals áhrif til lækkunar á handbæru fé 39,5 milljónir kr. Í viðaukanum er handbært fé í ársbyrjun leiðrétt m.v. niðurstöðu ársreikning og er því handbært fé í A-hluta að hækka 13,2 milljónir kr. og í A og B hluta um 64,9 milljónir kr.

Byggðarráð leggur til að viðaukinn verði samþykktur.

Samþykkt samhljóða.

3.Tillaga D lista um stafræna stjórnsýslu

2303011

Á fundinn mætir Eiríkur Vilhelm Sigurðarsson markaðs- og kynningarfulltrúi og kynnir drög að minnisblaði vegna málsins.

Byggðarráð leggur til að endanlegu minnisblaði verði skilað á næsta fundi sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

4.Heilsugæslan á Hellu

2305033

Á fundinn mætir Díana Óskarsdóttir forstjóri Hsu og gerir greinir fyrir stöðu Heilsugæslunnar á Hellu og starfssemi Hsu í Rangárþingi. Byggðarráð þakkar Díönu fyrir upplýsingarnar.

Byggðarráð leggur áherslu á að staðið verði vörð um framtíð Heilsgæslustöðvar Hsu á Hellu enda nauðsynleg þjónusta í ört stækkandi sveitarfélagi auk þess þar sem þjónusta Hsu er nauðsynleg starfssemi Hjúkrunarheimilisins Lundar.

Samþykkt samhljóða.

5.Gaddstaðir 49, ósk um kaup á lóð

2303065

Sveitarstjóri fór yfir viðræður sem hafa átt sér stað milli sveitarfélagins og tilboðsgjafa.

Byggðarráð leggur til að lóðin Gaddstaðir 49 verði seld til tilboðsgjafa á kr. 1.165.450 með þeim skilyrðum að lóðin verði sameinuð lóðinni Gaddstöðum 48 og göngu-, hjóla- og reiðleiðir yrðu skilgreindar við lóðina. Varðandi óskir tilboðsgjafa um að stækka byggingarreit Gaddstaða 48 lítillega til austurs inn á hina seldu lóð þá tekur byggðarráð jákvætt í þá beiðni.

Samþykkt með tveim atkvæðum en IPG situr hjá. Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi og vinna málið áfram.

6.Netaveiðileyfi 2023-2025

2305007

Tilboð í netaveiðileyfi í Veiðivötum.
Lögð fram þrjú tilboð sem bárust í netaveiðirétt í Veiðivötnum, fyrir jarðirnar Merkihvol, Réttarnes og Nefsholt II, en um er að ræða veiðirétt næstu þrjú veiðitímabil, þ.e. fyrir árin 2023 til og með 2025.

Byggðarráð leggur til að tilboði hæstbjóðanda Guðmundar M. Stefánssonar að fjárhæð kr. 540.000 verði tekið og felur sveitarstjóra að ganga til samninga.

Samþykkt samhljóða

7.Móttökuáætlun erlendra nýbúa

2208127

Sveitarstjóri fór yfir vinnu vegna málsins.

Byggðarráð felur sveitarstjóra ganga til samninga um verkefnið.

Samþykkt samhljóða.

8.Lóðamörk á Heiðvangi 2 og 4

2305002

Lagt fram erindi eigenda Heiðvangs 2 á Hellu varðandi bílskúr sem tilheyrir Heiðvangi 4 sem stendur að hálfu inn á þeirra lóð.

Byggðarráð leggur til að lóðarhafi á Heiðvangi 4 fjarlægi trjágróður og skúr sem stendur innan lóðar Heiðvangs 2. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

9.Lausaganga búfjár

2305009

Lagt fram erindi frá eiganda Ásvalla varðandi lausagöngu búfjár.

Byggðarráð bendir á að lausaganga búfjár er leyfð í sveitarfélaginu og ekki hefur staðið til að breyta því. Byggðarráð bendir landaeiganda á að sveitarfélagið standi ekki að smölun einkajarða en skv. girðingarlögum þá eiga landeigendur kröfur á því að landareignir verði girtar af.

Samþykkt samhljóða.

10.Verkfallsaðgerðir BSRB hjá Odda bs.

2305035

Farið var yfir samskipti sveitarfélagsins við FOSS og BRSB varðandi rétt starfsfólks Odda bs. að taka þátt í atkvæðagreiðslu varðandi verkföll o.fl. Byggðarsamlagið Oddi fer eingöngu með starfssemi grunn- og leikskóla.

Byggðarráð mótmælir túlkun FOSS/BSRB um að starfsfólks Odda bs. sé ekki starfsfólks sveitarfélags í skilningi kjarasamninga. Byggðarsamlagið er í eigu Rangárþings ytra og Ásahrepps og hefur ávallt verið litið svo á að starfsfólkið eigi réttindi og skyldur skv. kjarasamningum sem hafa verið gerðir við FOSS. Byggðarráði þykir afar sérstakt að vera sett í þá stöðu að berjast fyrir réttindum starfsfólks sveitarfélagsins við stéttarfélagið sitt.

Samþykkt samhljóða.

11.Aukaaðalfundur Bergrisans bs. 15. júní nk.

2305036

Lagt er fram fundarboð vegna aukaaðalfundar Bergrisans bs. þann 15. júní nk. sem haldinn verður í fjarfundi.

Lagt til að fulltrúar á aukaaðalfund Bergrisans bs. verði:
Jón G. Valgeirsson
Eggert Valur Guðmundsson
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Ingvar Pétur Guðbjörnsson

Til vara: Erla Sigríður Sigurðardóttir, Þórunn Dís Þórunnardóttir, Eydís Þ. Indriðadóttir og Þröstur Sigurðsson.

Samþykkt samhljóða.

12.Heilsu-, íþrótta- og tómastundafulltrúi

2305037

Lagðar fram upplýsingar frá heilsu-, íþrótta- og tómstundafulltrúa um hvernig starf hans hafi þróast og hvernig til hafi tekist með verkefni sem honum er falið skv. starfslýsingu.

Byggðarráð leggur til að sveitarstjóra verði falið að vinna málið áfram í samvinnu við heilsu-, íþrótta- og tómstundafulltrúa.

Samþykkt samhljóða.

13.Jarðvinna fyrir 2. áfanga viðbyggingu Grunnskólans á Hellu

2305032

Lögð fram tilboð sem komu fram vegna útboðs jarðvinnu fyrir 2. áfanga viðbyggingar við Grunnskólann á Hellu. Tilboð bárust frá Þjótanda ehf kr. 76.407.894, Aðalleið ehf, kr. 93.288.100 og Mjölni vörubílstjórafélagi kr. 83.736.000. Kostnaðaráætlun hönnuða var kr. 70.085.980.

Byggðarráð leggur til að tilboði lægstbjóðanda Þjótanda ehf sé tekið með fyrirvara um að tilboðsgjafi uppfylli skilyrði útboðsskilmála og felur sveitarstjóra að undirrita samning.

Samþykkt samhljóða.

14.Rangárflatir 2.Umsókn um lóð.

2209002

Lagt fram erindi frá Mosfelli ehf þar sem tilkynningu um endurúthlutun lóðar er mótmælt.

Byggðarráð felur sveitarstjóra í samráði við lögmann sveitarfélagsins að svara erindinu.

Samþykkt samhljóða.

15.Trúnaðarmál

2305034

Fært í trúnaðarmálabók.

16.Snjóalda 4. Umsókn um lóð

2304069

Kjarralda ehf óskar eftir að fá úthlutaðri lóð nr. 4 við Snjóöldu til að byggja á henni raðhús úr timbri sbr. umsókn dags. 26.4.2023. Æskilegur byrjunartími framkvæmda er ágúst 2023 og áætlaður byggingartími 1 ár.

Lagt er til að úthluta Kjarröldu ehf lóð nr. 4 við Snjóöldu Hellu í samræmi við úthlutunarreglur lóða í Rangárþingi ytra, til að byggja á henni raðhús.

Samþykkt samhljóða.

17.Sæluvellir 8. Umsókn um lóð

2304062

Dagmar Jóhannesdóttir óskar eftir að fá lóðina nr. 8 við Sæluvelli til byggingar á hesthúsi. Hún óskar jafnframt eftir að fá að skila lóðinni nr. 5 við Vigdísarvelli sem henni var úthlutað áður. Æskilegur byrjunartími framkvæmda er 2023 og er áætlaður byggingartími 1 ár.

Lagt er til að úthluta Dagmar Jóhannesdóttur lóð nr. 8 við Sæluvelli 8 Hellu í samræmi við úthlutunarreglur lóða í Rangárþingi ytra, til að byggja á henni hesthús og heimila henni að skila lóðinni nr. 5 við Vigdísarvelli.

Samþykkt samhljóða.

18.Hugmyndagáttin og ábendingar 2023

2301023

Hugmyndir og ábendinar sem borist hafa í hugmyndagátt.
Fjögur erindi hafa borist í hugmyndagátt á heimasíðu sveitarfélagsins, varðandi endurnýjun á klukku í sundlaug, dýragrafreit, jólaþorp við árbakkann á Hellu og ástand göngustígs frá Drafnarsandi yfir í Borgarsand.

Byggðarráð þakkar fyrir ábendingarnar og leggur til að þeim verði vísað til yfirmanns íþróttamannvirkja, markaðs- og kynningarfulltrúa og þjónustumiðstöðvar eftir efni þeirra.

Samþykkt samhljóða.

19.Umsögn um vindorkuskýrslu

2305026

Skýrsla starfshóps um vindorku og umsögn Samtaka orkusveitarfélaga.
Byggðarráð tekur undir umsögn Samtaka orkusveitarfélaga um skýrsluna.

Samþykkt samhljóða.

20.Árhús, Rangárbökkum 6. Beiðni um umsögn vegna starfsleyfis

2207037

UmsagnarBeiðni Sýslumannsins á Suðurlandi um beiðni Southdoor rekstarleyfi vegna gistingar í flokki II-B, stærra gistiheimií Árhúsum, Hellu.

Byggðarráð gerir ekki athugsemdir við beiðnina.

Samþykkt samhljóða.

21.Auðkúla. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis til gistingar

2301036

Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi vegna beiðni um rekstarleyfi til gistingar í flokki C í gestahúsi í matshluta 03 í Auðkúlu.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við beiðnina.

Samþykkt samhljóða.

22.Brönuholt. Umsókn um logbýli

2305022

Eigandi Brönuholts, L231152, óskar eftir umsögn Rangárþings ytra um fyrirhugaða stofnun lögbýlis á jörð sinni skv. umsókn dags. 15. maí 2023.

Byggðarráð gerir ekki ahtugsemdir við beiðnina.

Samþykkt samhljóða.

23.Gaddstaðir 28. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis til gistingar.

2305041

Umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Suðurlandi vegna beiðni Agnesar Sigurðardóttur fyrir hönd Sorts Travel ehf, 620517-0540 kt. 630517-2220 um rekstrarleyfi til gistingar í flokki II, tegund "G" íbúðir að Gaddstöðum 28í Rangárþingi ytra.

Lagt til að byggðarráð geri ekki fyrir sitt leyti athugasemdir við beiðni um rekstarleyfi til gistingar í flokki II, tegund "G" vegna íbúðar að Gaddstöðum 28.

Samþykkt samhljóða.

24.Til umsagnar frá nefndarsviði Alþingis - málasafn 2023

2303006

Umsagnarbeiðni frá Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis um frumvarp til laga um breytingu á kosningalögum (lækkun kosningaaldurs)
Lagt fram til kynningar.

25.Fundargerðir 2023 - Svæðisskipulagsnefnd Suðurhálendis

2304021

Fundargerð 25. fundar.
Lagt fram til kynningar.

26.Fundargerðir 2023 - Heilbrigðisnefnd Suðurlands

2301064

Fundargerð 227. fundar stjórnar.
Lagt fram til kynningar.

27.Fundargerðir 2023 - Samtök orkusveitarfélaga

2302037

Fundargðir 63. og 64. fundar stjórnar.
Lagt fram til kynningar.

28.Fundargerðir stjórnar SASS - 2023

2301063

Fundarerð 595. fundar stjórnar.
Lagt fram til kynningar.

29.Stjórnarfundir 2023 - Bergrisinn

2301078

Fundargerð 55. fundar stjórnar.
Lagt fram til kynningar.

30.Ferð ráðgjafarnefndar um Suðurland

2305029

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?