15. fundur 28. júní 2023 kl. 08:15 - 10:15 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir formaður
  • Eggert Valur Guðmundsson varaformaður
  • Eydís Þ. Indriðadóttir varamaður
Starfsmenn
  • Jón G. Valgeirsson
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri

1.Erindisbréf nefnda - endurskoðun

2207031

Lögð fram drög að erindisbréfum markaðs-, menningar- og jafnréttismálanefndar, heilsu-, íþrótta- og tómstundanefndar, skipulags- og umferðarnefndar og umhverfis-, hálendis- og samgöngunefndar.

Lagt til að samþykkja erindisbréfin fyrir nefndirnar.

Samþykkt samhljóða.

2.Kjör nefnda, ráða og stjórna

2206014

Skipun í umhverfis-, hálendis- og samgöngunefnd.
Lögð fram tillaga um að fulltrúar í umhverfis-, hálendis- og samgöngunefnd verði:
Aðalmenn:
Magnús Hrafn Jóhannsson - Formaður
Viðar M. Þorsteinsson
Fjóla Kristín B. Blandon
Gústav Ásbjörnsson
Björk Grétarsdóttir

Til vara:
Daníel Freyr Steinarsson
Jóhanna Hlöðversdóttir
Brynhildur Sighvatsdóttir
Sævar Jónsson
Helena Kjartansdóttir

Samþykkt samhljóða.

Byggðarráð þakkar nefndarfólki í fráfarandi umhverfis-, hálendis- og samgöngunefndum fyrir góð störf.

3.Framsal á leyfisveitingun

2306014

Lögð er fram tillaga um að fela sveitarstjóra fullnaðarafgreiðslu í málum sbr. heimild í 54 gr.
samþykkta sveitarfélagsins er varðar útgáfu tækifærisleyfa, s.s. vegna áfengisleyfa,
skemmtanaleyfa, útihátíða o.fl., brennuleyfa og flugeldasýninga. Þá tæki framsalið einnig til
leyfa er varða minni viðburði, t.d. smærri akstursíþróttakeppnir og minni háttar kvikmyndaverkefni. Málin yrðu
síðan tekin fyrir sem kynningarmál í byggðarráði eða sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

4.Stækkun íþróttasvæðis á Hellu

2104028

Rætt um næstu skref varðandi hönnun og útfærslur varðandi stækkun á íþróttasvæðinu á
Hellu og ráðstafanir sem þarf að grípa til bráðabirgða meðan unnið sé að endanlegum
útfærslum. Skýrsla starfshóps um framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja verði höfð til hliðsjónar við vinnuna, og verkefnið verði unnið í góðu samstarfi við hagaðila. Auk hönnunnar og útfærslu á stækkun á íþróttasvæðinu á Hellu verði skoðað með hvaða hætti best væri að færa leiksvæðið við árbakkann inn á nýtt svæði og samhliða verði skoðuð endurskipulagning á útisvæði við Laugaland og íþróttahúsið í Þykkvabæ.

Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram fyrir næsta reglulega fund sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

5.Vísinda- og rannsóknarsjóður Suðurlands - endurnýjun samnings

2305039

Lagt til að endurnýja samning sveitarfélagsins við Vísinda- og rannsóknarsjóð Suðurlands fyrir árin 2023-2025 og fela sveitarstjóra að undirrita hann en árleg greiðsla nemur kr. 50.000.

Samþykkt samhljóða.

6.Reiðvegir - Rangárvalladeild Geysis og Félag hesthúseigenda á Hellu

2306030

Lagt fram minnisblað frá Rangárvalladeild Hestamannafélagsins Geysis og Félagi hesthúseiganda á Hellu varðandi reiðvegi við eldra- og nýtt hesthúsahverfi á Hellu.

Byggðarráð þakkar fyrir erindið og felur sveitarstjóra og forstöðumanni Eigna- og framkvæmdasviðs að ræða við félögin um málefni reiðvega á Hellu.

Samþykkt samhljóða.

7.Samgöngunefnd SASS 2023-2032

2306008

Uppfærð samgönguáætlun SASS 2023-2032.
Lögð fram beiðni frá Samgöngunefnd SASS um að svara ákveðnum spurningum fyrir nefndina vegna vinnu við uppfærða samgönguáætlun SASS 2023-2032.

Málinu vísað til umhverfis-, hálendis- og samgöngunefndar til umfjöllunar og tillögugerðar að forgangsröðun verkefna.

Samþykkt samhljóða.

8.Gott að eldast - erindi til Héraðsnefndar

2305072

Lagt fram erindi frá Félagi eldri borgara í Rangárvallarsýslu varðandi aðgerðaráætlunina "Gott að eldast"

Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til Félags- og skólaþjónustu Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu til umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

9.Tjörn 2. Umsókn um lóð.

2302154

Gatnagerðargjöld í Þykkvabæ.
Lagðar fram upplýsingar um álögð gatnagerðargöld vegna lóðarinnar Tjarnar 2 í þykkvabæ.

Lagt til að samþykkt verði að veita 75% afslátt af gatnagerðargjaldinu með vísan til 4 gr. samþykktar um byggingargjöld í Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða.

10.Viðhorfskönnun vegna reisingar vindmylla í Þykkvabæ

2306022

Niðurstöður viðhorfskönnunar vegna reisingar vindmylla í Þykkvabæ.
Lagðar fram til kynningar niðurstöður vegna viðhorfskönnunar íbúa 18 ára og eldri í
gamla Djúpárhreppi vegna endurreisingar á tveim vindrafstöðvum í Þykkvabæ. Könnunin var lögð fyrir í síma. Alls voru 162 íbúar á þessu skilgreinda svæði og fengust símanúmer hjá 114 af þeim. Könnunin fór fram frá 23. til 31. maí og 6. til 7. maí 2023 og voru svarendur 86 talsins, svarhlutfallið var því 75%. Niðurstöður eftir búsetu frá staðsetningu vindrafstöðva voru eftirfarandi:

Innan við 5 km: Hlynnt 32,1%, í meðallagi 7,1% og andvíg 60,7%.
5 km eða meira: Hlynnt 40,7%, í meðallagi 18,5% og andvíg 40,7%

11.Kolefnisbinding í þjóðlendum - Forsætisráðuneytið

2303014

PHOENIX verkefnið. Landsleikurinn.
Lagt fram erindi frá Íslandsteymi PHOENIX verkefnis á Íslandi varðandi beiðni um þátttöku Rangárþings ytra í verkefninu sem er fjölþjóðlegt rannskóknarverkefni um aðferðir til að auka þátttöku almennings og hlutdeild í stefnumótun á sviði umhverfis- og loftslagstengdra verkefna. Verkefnið nefnist "Landsleikurinn" og er án kostnaðar fyrir sveitarfélagið.

Lagt til að samþykkja að taka þátt í verkefninu og jafnframt að vísa málinu til kynningar í umhverfis-, hálendis- og samgöngunefnd og fjallskilanefndum.

Samþykkt samhljóða.

12.Hugmyndagáttin og ábendingar 2023

2301023

Tvö erindi hafa borist í hugmyndagátt á heimasíðu sveitarfélagsins, varðandi gönguleið að ærslabelg og aðkomu sjúkrabíla að íþróttamiðstöð á Hellu.

Byggðarráð þakkar fyrir ábendingarnar og leggur til að þeim verði vísað til yfirmanns íþróttamannvirkja og þjónustumiðstöðvar eftir efni þeirra.

Samþykkt samhljóða.

13.Erindi vegna skólasóknar og -aksturs utan lögheimilissveitarfélags.

2305011

Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarmálabók.

14.Umsókn um skólavist og akstur utan lögheimilissveitarfélags

2306047

Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarmálabók.

15.Umsókn um leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags

2306015

Fært í trúnaðarmálabók.

16.Hrafnskálar 1. Umsókn um lóð

2305069

Þórunn Inga Austmar óskar eftir að fá úthlutaðri lóð nr. 1 við Hrafnskála til að byggja á henni einbýlishús úr timbri sbr. umsókn dags. 30.5.2023. Æskilegur byrjunartími framkvæmda er á árinu 2023 og áætlaður byggingartími 1 ár. Jafnframt óskar hún eftir aðkomu sveitarfélagsins að láta grafa prufuholur í lóðina til að kanna stöðu eldri bygginga sem voru á lóðinni.

Lagt er til að úthluta Þórunni Ingu Austmar lóð nr. 1 við Hrafnskála á Hellu í samræmi við úthlutunarreglur lóða í Rangárþingi ytra, til að byggja á henni einbýlishús en hafnar beiðni um að láta grafa prufuholur á lóðinni á kostnað sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

17.Miðvangur 3. Umsókn um lóð.

2306048

Mupinak ehf óskar eftir að fá úthlutaðri lóð nr. 3 við Miðvang til að byggja á henni verslunarhúsnæði á neðri hæð og íbúðir á efri hæðum sbr. umsókn dags. 21.06.2023. Æskilegur byrjunartími framkvæmda er á árinu 2023-2024 og áætlaður byggingartími 1-2 ár.

Lagt er til að úthluta Mupinak ehf lóð nr. 3 við Miðvang á Hellu í samræmi við úthlutunarreglur lóða í Rangárþingi ytra, til að byggja á henni verslunarhúsnæði og íbúðir.

Samþykkt samhljóða.

18.Stóru Vellir 3. Breyting á heiti í Hlöðuvellir.

2305040

Eigendur lóðarinnar Stóru Vellir 3, L235056, óska eftir að breyta heiti lóðar sinnar í Hlöðuvellir skv. umsókn dags. 22.5.2023.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir varðandi nafnabreytinguna.

Samþykkt samhljóða.

19.Fundargerðir stjórnar SASS - 2023

2301063

Fundargerð 596. fundar stjórnar SASS.
Lagt fram til kynningar.

20.Fundargerðir 2023 - Heilbrigðisnefnd Suðurlands

2301064

Fundargerð 228. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands.
Lagt fram til kynningar.

21.Fjallskiladeild Holtamannaafréttar - 4. fundur

2306023

Lagt fram til kynningar.

22.Stjórnarfundir 2023 - Arnardrangur

2301026

Fundargerði 5. og 6. fundar stjórnar Arnardrangs hses.
Lagt fram til kynningar.

23.Erindi frá Bjarmalandi

2305058

Lagt fram til kynningar.

24.Minnisblað - Ágangur búfjár

Fundi slitið - kl. 10:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?