18. fundur 27. september 2023 kl. 08:15 - 10:10 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir formaður
  • Eggert Valur Guðmundsson varaformaður
  • Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón G. Valgeirsson
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Formaður byggðarráðs lagði til að við dagskránna myndi bætast við eitt mál, liður 13, Landsmót 50+ á Hellu 2025.

Það var samþykkt samhljóða og að aðrir fundarliðir færast til í samræmi við það.

Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri situr fundinn undir liðum 1 og 2.

1.Rekstraryfirlit sveitarfélagsins 2023

2302116

Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri fer yfir rekstaryfirlit sveitarfélagsins fyrir fyrstu 8 mánuði ársins. Rekstur sveitarfélagsins er í góðu jafnvægi, útsvarstekjur hafa aukist töluvert en fjármagnsliðir hafa hækkað vegna aukinnar verðbólgu.

Lagt fram til kynningar.

2.Fjárhagsáætlun 2024-2027

2309040

Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri fór yfir undirbúning fjárhagsáætlunar 2024-2027 og forsendur fjárhagsáætlunarinnar.

3.Stígamót. Beiðni um fjárframlag

2309010

Lagt fram bréf Stígamóta þar sem óskað er eftir fjárstuðningi Rangárþings ytra til Stígamóta.

Lagt til að hafna beiðninni, enda hefur sveitarfélagið verið að styrkja Sigurhæðir sem er þjónusta af svipuðum toga á Suðurlandi og því nær þjónustuþegum okkar byggðarlags.

Samþykkt samhljóða.

4.Dagur sauðkindarinnar 2023. Styrkbeiðni

2309046

Lögð er fram umsókn Félags sauðfjárbænda í Rangárvallarsýslu um styrk vegna dags sauðkindarinnar.

Lagt er til að styrkja félagið um kr. 50.000. Kostnaður færist á menningarmál.

Samþykkt samhljóða

5.Nýtt hesthúsahverfi á Hellu. Þéttbýlisskilgreining RARIK

2309037

Lagðar fram upplýsingar um skilgreiningu Rarik á þéttbýlistengingum varðandi uppbyggingu á nýju hesthúsahverfi á Hellu.

Byggðarráð lýsir yfir furðu sinni á afstöðu Rarik að þéttbýlisskilgreining sveitarfélagsins á Hellu gildi ekki í slíkum málum. Sveitarstjóra falið að óska eftir fundi með Rarik um málið.

Samþykkt samhljóða.

6.Landmannalaugar. Bílastæði við Námskvísl Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna grjótgarðs

2308026

Lagðar fram upplýsingar um afstöðu forsætisráðuneytisins varðandi umsagnarbeiðni sveitarfélagsins á framkvæmdaleyfi til að hefja framkvæmdir við stækkun bílastæðis við Námskvísl í Landmannalaugum.

Byggðarráð lýsir vonbrigðum sínum á töfum sem hafa orðið í málinu. Ljóst er að alger óvissa er um framvindu verkefnisins vegna þeirra tafa sem hafa orðið í leyfisveitingarferlinu.

Samþykkt samhljóða.

7.Markaðs- og kynningarfulltrúi

2308031

Lögð fram drög að endurskoðari starfslýsingu fyrir Markaðs- og kynningarfulltrúa og drög að auglýsingu starfsins.

Lagt til að samþykkja fyrirliggjandi drög að starfslýsingu og fela sveitarstjóra að auglýsa starfið.

Samþykkt samhljóða.

8.Dagdvöl fyrir heilabilaða

2309052

Lagt fram erindi þar sem bent er á þörf varðandi dagdvöl fyrir heilabilaða í sveitarfélaginu.

Lagt til að vísa málinu til stjórnar félags- og skólaþjónustunnar og stjórnar Lundar til umfjöllunar og úrvinnslu.

Samþykkt samhljóða.

9.Skipulags- og umferðarnefnd. Beiðni um kostnaðarþáttöku.

2309053

Lögð fram beiðni frá Skipulags- og umferðarnefnd um kostnaðarþáttöku í tveimur skoðunarferðum nefndarinnar.

Lagt til að greiða nefndarmönnun laun sem svarar nefndarfundi fyrir hvora ferð fyrir sig.

Samþykkt samhljóða.

10.Ástand Hagabrautar

2309060

Byggðarráð harmar ástand ómalbikaðra tengivega í sveitarfélaginu, t.d. Hagabrautar sem hefur verið óvenju slæm lengi. Einnig má nefna Þingskálasveg og Rangárvallarveg og hvetur byggðarráð Vegagerðina til þess að sinna viðhaldi vega betur í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða.

11.Skjalavistunarmál

2309059

Lagt fram minnisblað sveitarstjóra varðandi skjalavistunarmál og þróun þess á skrifstofu sveitarfélagsins.

Lagt til að fela sveitarstjóra að ráða tímabundið í starf til vinna að þróun skjalavistunar og jafnframt að skoðað verði að útvista starfi persónuverndarfulltrúa.

Samþykkt samhljóða.

12.Faxaflatir 4 og Fákaflatir 1 og 2. Umsókn um lóðir

2011029

Lagt fram erindi frá N66 ehf og Land and Houses ehf um aðilaskipti á lóðinni Faxaflötum 4 og hins vegar erindi frá Land and Houses varðandi möguleika á fá lóðirnar Fákaflatir 1 og 2 og Faxaflatir 1 til úthlutunar og uppbyggingar.

Lagt til að fresta afstöðu til beiðnar um aðilaskipti. Sveitarstjóra falið að kalla eftir frekari gögnum.

Varðandi úthlutun lóða við Fáka- og Faxflatir telur byggðarráð ekki tímabært að úthluta þessum lóðum þar sem nýting og skipulag lóðanna er í endurskoðun og hafnar beiðninni að sinni.

Samþykkt samhljóða.

13.Landsmót 50 á Hellu árið 2025

2309020

Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi sem sveitarfélagið og UMF Hekla átti með stjórn HSK varðandi möguleika á að Rangárþing ytra myndi standa að baki umsókn HSK um Landsmót UMFÍ 50 plús á Hellu 2025.

Byggðarráð stendur heilshugar að baki umsókn HSK um að Landsmót UMFÍ 50 plús árið 2025 verði haldið á Hellu og nágrenni enda verður að telja að á Hellu og nágrenni séu kjöraðstæður til að halda frábært 50 plús Landsmót.

Samþykkt samhljóða.

14.Ketilstaðir lóð, L165103. Breyting á heiti í Ásgarður.

2309012

Eigendur óska eftir því að heiti lóðar sinnar, Ketilstaðir lóð L165103, verði breytt í Ásgarð.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við heitið Ásgarð.

Samþykkt samhljóða.

15.Til umsagnar frá nefndarsviði Alþingis - málasafn 2023

2303006

Umsagnarbeiðni Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis um tillögu til þingsályktunar um réttlát græn umskipti.
Lagt fram til kynningar.

16.Fundargerðir 2023 - Heilbrigðisnefnd Suðurlands

2301064

Fundargerð 230. fundar.
Lagt fram til kynningar.

17.Fundargerðir stjórnar SÍS - 2023

2301060

Fundargerð 932. og 933. fundar.
Lagt fram til kynningar.

18.Samtök orkusveitarfélaga. Stefnumörkun

2302133

Fundargerð starfshóps Samtaka Orkusveitarfélaga frá 5. sept. s.l.
Lagt fram til kynningar.

19.Fundargerðir stjórnar SASS - 2023

2301063

Fundargerðir 598. og 599. fundar.
Lagt fram til kynningar.

20.Leigufélagið Bríet. Ósk um fund.

2309002

Lagt fram erindi frá Leigufélaginu Bríet ehf um fund vegna verkefna félagsins.

Lagt til að fela sveitarstjóra boða til fundar með félaginu.

Samþykkt samhljóða.

21.Skógræktarfélag Íslands. Ályktun frá aðalfundi 2023

22.Landmannalaugar, bílastæði. Kæra 110-2023 vegna ákvörðunar sveitarstjórnar.

23.Samráðsfundur varðandi vetrarþjónustu

2309044

Fundarboð Vegagerðarinnar um samráðsfund vegna vetarþjónustu þann 4. okt. n.k.
Lagt til að formaður umhverfis-, samgöngu- og hálendisnefndar og forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs mæti á fundinn.

Samþykkt samhljóða.

24.Varghólsvegur - Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu

25.MSÍ/Mótorhjóla & Snjósleðaíþróttasambands Íslands og Motocrossdeildar UMFS. Umsagnarbeiðni vegna keppnishalds í motocross þann 17. september á Hellu.

2309035

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:10.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?