19. fundur 25. október 2023 kl. 08:15 - 10:15 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir formaður
  • Eggert Valur Guðmundsson varaformaður
  • Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón G. Valgeirsson
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri mætir á fundinn undir lið 1-3 og 5 og 8.
Eggert Valur fer af fundi frá og með lið 11.

1.Rekstraryfirlit sveitarfélagsins 2023

2302116

Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri fer yfir rekstaryfirlit sveitarfélagsins fyrir fyrstu 9 mánuði ársins. Rekstur sveitarfélagsins er í góðu jafnvægi miðað við áætlanir.

Lagt fram til kynningar.

2.Fjárhagsáætlun 2023 - viðaukar

2305030

Lagður fram viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2023. Greinargerð fylgir viðaukanum og fór Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri yfir breytingarnar.

Viðauki 4 gerir ráð fyrir hækkun tekna um 129,8 milljónir og auknum rekstrarkostnaði um kr. 78 milljónir eða samatals hækkun rekstrarniðurstöðu um 51,7 milljónir. Samtals nema áhrif viðauka 1-4 til hækkunar á rekstrarniðurstöðu um kr. 33,2 milljónir.

Byggðarráð leggur til að viðaukinn verði samþykktur.

Samþykkt samhljóða.

3.Fjárhagsáætlun 2024-2027

2309040

Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri fór yfir undirbúning fjárhagsáætlunar 2024-2027 og forsendur fjárhagsáætlunarinnar.

Ákveðið að leggja til við sveitarstjórn að útsvarshlutfall fyrir árið 2024 hjá sveitarfélaginu Rangárþingi ytra verði 14,74%.

Samþykkt samhljóða.

4.Innkaupastefna og innkaupareglur. Endurskoðun

2310037

Lagðar fram tillögur vegna endurskoðunar á innkaupastefnu og innkaupareglum sveitarfélagsins sem varðar aðallega uppfærðar viðmiðunarfjárhæðir.

Byggðarráð leggur til að tillögurnar verði samþykktar.

Samþykkt samhljóða.

5.Skrifstofa. Vinnurými

2310047

Lagðar fram upplýsingar um kostnað sem fælist í því að sveitarfélagið myndi leigja 16 m2 skrifstofurými í Miðjunni á Hellu sem væri hugsað undir starfsfólk og/eða fundaraðstöðu.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

6.Landmannalaugar. Bílastæði við Námskvísl Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna grjótgarðs

2308026

Lögð fram greinargerð lögmanns sveitarfélagsins til Úrskurðarnefndar auðlindamála vegna kæru á framkvæmdaleyfi vegna grjótvarnar við bílastæði í Landmannalaugum.

Lagt fram til kynningar.

7.Íþrótta- og tómstundafulltrúi og verkefnastjóri Heilsueflandi samfélags í Rangárvallarsýslu

2309081

Lögð fram drög að starfslýsingu íþrótta- og tómstundafulltrúa og verkefnisstjóra Heilsueflandi samfélags í Rangárvallarsýslu.

Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að starfslýsingu. Byggðarráð leggur til að sveitarfélagið verði þátttakandi og vísar málinu til heilsu-, íþrótta- og tómastundanefndar til kynningar.

Samþykkt samhljóða.

8.Málefni viðskiptabanka

2310053

Lagðar fram upplýsingar um bankaþjónustu og rætt um þarfir sveitarfélagsins varðandi þá þjónustu. Ljóst er að þjónusta Arion banka á Hellu, viðskiptabanka sveitarfélagsins, er mjög skert og uppfyllir ekki lengur þarfir sveitarfélagsins.

Byggðarráð leggur til að gengið verði til samninga við Landsbankaútibúið á Hvolsvelli um bankaþjónustu fyrir sveitarfélagið.

Samþykkt samhljóða.

9.Aldamótaskógur

2309004

Lagt fram erindi og upplýsingar frá Skógaræktarfélagi Rangæinga varðandi verkefni tengt Aldamótaskóginum.

Byggðarráð þakkar fyrir erindið og upplýsingarnar og vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar.

Samþykkt samhljóða.

10.Tillaga Á-lista um opið bókhald

2309024

Minnisblað vegna opins bókhalds.
Lagt fram minnisblað frá Markaðs- og kynningarfulltrúa varðandi lausnir og kostnað varðandi mismunandi lausnir.

Byggðarráð leggur til að samið verði við KPMG um lausnir varðandi opið bókhald og vísa málinu til fjárhagsáætlunargerðar.

Samþykkt samhljóða.

11.Faxaflatir 4 og Fákaflatir 1 og 2. Umsókn um lóðir

2011029

Lagðar fram frekari upplýsingar varðandi beiðni N66 ehf og Land and Houses ehf um aðilaskipti á lóðinni Faxaflötum 4 á Hellu og áform um uppbyggingu á lóðinni.

Byggðarráð leggur til að aðilaskiptin verði samþykkt enda gangi nýr aðili inn í sömu réttindi og skyldur og fyrri lóðarhafi hafði. Sveitarstjóra verði falið að undirrita nauðynleg skjöl varðandi aðilaskiptin.

Samþykkt samhljóða.

12.Kvenfélagið Eining. Ársfundur 2024 - Samband sunnlenskra kvenna

2310031

Lögð fram beiðni Kvenfélagsins Einingar um stuðning vegna ársfundar Sambands sunnlenskra kvenna (SSK) sem kvenfélagið hefur tekið að sér að halda 20. apríl 2024.

Byggðarráð leggur til að sveitarfélagið leggi kvenfélaginu til húsnæði á Laugalandi fyrir ársfund án endurgjalds og bjóði þátttakendum til hátíðarkvöldverðar. Málinu verði jafnframt vísað til fjárhagsáætlunargerðar.

Samþykkt samhljóða

13.Kvenfélagið Eining. Aðventuhátíð 2023 - ósk um styrk

2310030

Lögð fram beiðni Kvenfélagsins Einingar um styrk vegna aðventuhátíðar á Laugalandi fyrsta sunnudag í aðventu þann 3. desember n.k.

Byggðarráð leggur til að sveitarfélagið leggi kvenfélaginu til húsnæði fyrir hátíðina án endurgjalds og fjárstyrk skv. samningi við félagið.

Samþykkt samhljóða

14.Rangárhöllin ehf. Beiðni um styrk á móti fasteignagjöldum

2310011

Lögð fram beiðni frá Rangárhöllinni ehf um styrk á móti fasteignagjöldum ársins 2023.

Byggðarráð leggur til að samþykkja styrkinn skv. gildandi reglum sveitarfélagsins um slíka styrki.

Samþykkt samhljóða.

15.Æskulýðsnefnd kirkna í Rangárvallasýslu. Beiðni um fjárstyrk

2310013

Lögð fram beiðni Æskulýðsnefndar kirkna í Rangárvallasýslu um styrk að fjárhæð kr. 145.000 vegna fermingarbarnamóts í Vatnaskógi.

Byggðarráð leggur til að beiðnin verði samþykkt og kostnaður færist á menningarmál.

Samþykkt samhljóða

16.Klúbburinn Strókur. Ósk um styrk

2310029

Lögð fram beiðni Styrktarfélags klúbbsins Stróks um styrk til starfseminnar.

Byggðarráð leggur til að styrkja verkefnið um kr. 50.000 sem bókast á félagsmál.

Samþykkt samhljóða.

17.Aflið. Umsókn um styrk

2310055

Lögð fram beiðni Afls, samtaka fyrir þolendur ofbeldis, um styrk til starfseminnar.

Byggðarráð leggur til að hafna erindinu að sinni.

Samþykkt samhljóða.

18.Hugmyndagáttin og ábendingar 2023

2301023

Þrjú erindi hafa borist í hugmyndagátt á heimasíðu sveitarfélagsins, varðandi heiðrun vatnsbóla, göngubrú út í hólma í Ytri Rangá og aðgengi að stundaskrá fyrir skólasund.

Byggðarráð þakkar fyrir ábendingarnar og vísar þeim til viðeigandi forstöðumanna.

19.Til umsagnar frá nefndarsviði Alþingis - málasafn 2023

2303006

Umsagnarbeiðni frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis um frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi.
Lagt fram til kynningar.

20.Þrúðvangur 10. Beiðni um umsögn vegna reklstrarleyfis

2309032

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Brynju Daggar Ólafsdóttur fyrir hönd Naglafars ehf um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki II, tegund "C" á gististað á lóðinni Þrúðvangur 10 á Hellu, Rangárþingi ytra. Umsókn barst 11.9.2023.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við beiðnina.

Samþykkt samhljóða.

21.Rangárljós. Gjaldskrá 2024

2310026

Lagt fram til kynningar.

22.Gagnaöflun Fjarskiptastofu - Rangárljós

2309058

Lagt fram til kynningar.

23.Grænir iðngarðar

2112058

Lagt fram til kynningar.

24.Breyting á fyrirkomulagi heilbrigðiseftirlits

2310042

Lagt fram til kynningar.

25.Samþykki fyrir héraðsveg að Fögruvöllum

2310024

Lagt fram til kynningar.

26.Samþykki fyrir héraðsveg að Ásvöllum

2310025

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?