20. fundur 22. nóvember 2023 kl. 08:15 - 11:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir formaður
  • Eggert Valur Guðmundsson varaformaður
  • Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón G. Valgeirsson
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri situr fundinn undir liðum 1-3 og 20-22.

Haraldur Birgir Haraldsson, skipulags- og byggingarfulltrúi situr fundinn undir liðum 4-7.

Sveitarstjórnarmennirnir Viðar M. Þorsteinsson sem varamaður Erlu S. Sigurðardóttur, Þórunn Dís Þórunnardóttir, Eydís Indriðadóttir og Björk Grétarsdótttir sátu fundinn undir lið 20-22.

1.Rangárljós. Arðgreiðsla 2023

2311017

Byggðarráð leggur til að greiddur verði út kr. 5.000.000 arður úr Rangárljósum vegna ársins 2022.

Samþykkt samhljóða.

2.Rangárljós. Gjaldskrá 2024

2310026

Byggðarráð leggur til að gjaldskrá Rangárljósa 2024 verði samþykkt.

Samþykkt samhljóða.

3.Fjárhagsáætlun Rangárljósa 2024

2311035

Byggðarráð leggur til að fjárhagsáætlun fyrir Rangárljós 2024 verði samþykkt.

Samþykkt samhljóða.

4.Staða lóðamála og úthlutanir

2210061

Farið yfir stöðu lóðamála á Hellu.
Á fundinn mætir Haraldur Birgir Haraldsson, skipulags- og byggingarfulltrúi og fer yfir stöðu þeirra íbúðarlóða sem er úthlutað en framkvæmdir ekki hafnar á Hellu.

Lagt er til að í ljósi stöðu á byggingarmarkaði og efnahagsaðstæðna að þegar úthlutuðum íbúðalóðum á Hellu verði ekki innkallaðar ef lokið er við að skila inn nauðsynlegum gögnum til útgáfu byggingarleyfis fyrir 15. janúar 2024. Að öðrum kosti verði lóðirnar innkallaðar í samræmi við lóðaúthlutunarreglur sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

5.Geysisflatir. Umsókn um lóð undir ferðaþjónustu

2311025

Bifröst fasteignir ehf sækja um hluta af lóðinni Geysisflatir til að byggja upp og starfrækja ferðaþjónustu skv. umsókn 9.11.2023. Um nyrðri hluta núverandi lóðar er að ræða. Tjaldsvæði er rekið á syðri hlutanum.

Rangárbakkar ehf hafa umrætt svæði til útleigu. Byggðarráð leggur til að sveitarstjóra verði falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

6.Rangárbakkar (Suðurlandsvegur 2-4) Skipulagsmál

2311014

Trúnaðarmál.
Fært í trúnaðarmálabók.

7.Vikurvinnsla. Hekluvikur

2306010

Á fundinn mætir Haraldur Birgir Haraldsson, skipulags- og byggingarfulltrúi og fer yfir stöðu mála.

Byggðarráð leggur til að sveitarstjóra verið falið að vinna málið áfram með hugsanlega framlengingu á samningi í huga.

Samþykkt samhljóða.

8.Stækkun íþróttasvæðis á Hellu

2104028

Lögð fram drög að tillögu um þróun íþróttasvæðisins á Hellu.

Lagt til að vísa málinu til umfjöllunar í Heilsu-, íþrótta- og tómstundanefnd.

Samþykkt samhljóða.

9.Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga

2310002

Byggðarráð leggur til að sveitarstjóra verði falið að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

10.Erindi frá landeigendum Reynifellslands

2311024

Lagt fram erindi frá eigendum Reynifells vegna rekstur fjár og notkun á landi vegna smölunnar á Rangárvallarafrétti.

Byggðarráð leggur til að vísa málinu til fjallskilanefndar Rangárvallarafréttar.

Samþykkt samhljóða.

11.Ræktunarfélag Djúpárhrepps. Upphreinsun skurða

2311034

Lagt fram erindi frá Ræktunarfélagi Djúpaárhrepps um að sveitarfélagið styrki upphreinsun á skurðum niður í Þvkkvabæ.

Í ljósi aðstæðna og þess að hér er um sameignlegt hagsmunamál margra varðandi búsetu og rekstaraðila á svæðinu þá er lagt til að sveitarfélagið styrki umbeðna framkvæmd um kr. 1.400.000 kr. Byggðarráð óskar eftir því við Ræktunarfélag Djúpárhrepps að unnin verði áætlun varðandi upphreinsun á stofnskurðum til næstu ára.

Kostnaði verði mætt með því að ganga á handbært fé og lögð fram tillaga að viðauka 6 við fjárhagsáætlun 2023.

Samþykkt samhljóða.

12.Markaðsstofa Suðurlands. Samstarfssamningur, endurnýjun

2311022

Lögð fram beiðni frá Markaðsstofu Suðurlands um endurnýjun á samstarfssamningi til 3ja ára þar sem framlagið myndi verða kr. 430 á hvern íbúa.

Byggðarráð leggur til að gerður verði eins árs samningur við Markaðsstofu Suðurlands en verið er að skoða fyrirkomulag Markaðsstofnunnar í stjórn SASS.

Samþykkt samhljóða.

13.Ljósablaðið 2023 - styrkbeiðni

2310092

Lögð fram beiðni um styrk við árlega útgáfu tímaritsins Ljóssins.

Byggðarráð leggur til að hafna erindinu.

Samþykkt samhljóða.

14.Tindasel 1. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis

2310074

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Sigurðar Sindra Magnússonar fyrir hönd Deluxe Iceland ehf um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki IV, tegund "A" á gististað félagsins á lóðinni Tindaseli 1, Rangárþingi ytra. Umsókn barst 19. október 2023.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við beiðnina en tekur undir umsögn byggingarfulltrúa um fjölda gistirýma.

Samþykkt samhljóða.

15.Ægissíða 1, Stekkatún. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis.

2310083

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Árna Freys Magnússonar fyrir hönd Aurora Igloos ehf, kt. 460417-0580 um rekstrarleyfi til gistingar í flokki II, tegund "D" í gistiskálum félagsins að Ægissíðu 1, L165446 í Rangárþingi ytra. Beiðni barst 25.10.2023.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við beiðnina.

Samþykkt samhljóða.

16.Til umsagnar frá nefndarsviði Alþingis - málasafn 2023

2303006

Umsagnarbeiðnir frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis um frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir.
Lagt fram til kynningar.

17.Fundargerðir stjórnar SASS - 2023

2301063

Fundargerð 603. fundar.
Lagt fram til kynningar.

18.Umferðaröryggisáætlun 2023

2309050

Kostnaðarupplýsingar vegna umferðaröryggisáætlunar
Lagt fram til kynningar.

19.Þátttaka og framlög sveitarfélaga til stafræns samstarfs 2024

20.Rekstraryfirlit sveitarfélagsins 2023

2302116

Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri fer yfir rekstaryfirlit sveitarfélagsins fyrir fyrstu 10 mánuði ársins. Rekstur sveitarfélagsins er í góðu jafnvægi miðað við áætlanir.

Lagt fram til kynningar.

21.Fjárhagsáætlun 2023 - viðaukar

2305030

Lagður fram viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2023. Greinargerð fylgir viðaukanum og fór Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri yfir breytingarnar.

Viðauki 5 er gerður vegna byggðarsamlaga og samstarfsverkefna sem sveitarfélagið er aðili að. Með breytingu á 20. gr. reglugerðar nr. 1212/2015 var kveðið á um að byggðasamlög, sameignarfélög, sameignarfyrirtæki og önnur félagaform sem eru með ótakmarkaðri ábyrgð sveitarfélags, skuli færð inn í samantekin reikningsskil sveitarfélags miðað við hlutfallslega ábyrgð sveitarfélags, þ.e. sveitarfélag skal færa hlutdeild þess í einstökum liðum rekstrar og efnahags, óháð stærð eignarhluta.
Í viðaukanum er búið að færa inn hlutdeild eftirfarandi stofnana í áætlun Rangárþings ytra fyrir árið 2023:
Bergrisinn bs. (6,98%)
Brunavarnir Rangárvallarsýslu (44,47%)
Byggðasafnið Skógum (33,32%)
Félags- og skólaþjónusta Rangárvallar- og V-Skaftafellssýslu (32,44%)
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands bs. (5,97%)
Héraðsnefnd Rangæinga (44,47%)
Tónlistarskóli Rangæinga (44,47%)
Sorpstöð Rangárvallarsýslu (44,47%)
Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps (81,76%)

Samtals nema áhrif viðauka 1-5 til lækkunar á rekstrarniðurstöðu um kr. 16,4 milljónir.

Byggðarráð leggur til að viðaukinn verði samþykktur.

Samþykkt samhljóða.

22.Fjárhagsáætlun 2024-2027

2309040

Kynning á fjárhagsáætlun 2024-2027.
Farið yfir tillögu að fjárhagsáætlun 2024-2027.

Samþykkt samhljóða að vísa tillögunni til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?