21. fundur 24. janúar 2024 kl. 08:15 - 11:25 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir formaður
  • Eggert Valur Guðmundsson varaformaður
  • Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón G. Valgeirsson
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri

1.Rekstraryfirlit sveitarfélagsins 2023

2302116

Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri fór yfir rekstaryfirlit sveitarfélagsins fyrir síðasta ár. Rekstur sveitarfélagsins var í góðu jafnvægi miðað við áætlanir.

Lagt fram til kynningar.

2.Starfsmannastefna Endurskoðun.

2312030

Saga Sigurðardóttir launafulltrúi fór yfir vinnu sem hafin er við endurskoðun á starfsmannastefnu sveitarfélagsins. Jafnframt voru lögð fram tilboð frá þremur aðilum til aðstoðar við vinnslu stefnunnar.

Byggðarráð leggur til að hafin verði formleg vinnna við endurskoðun á starfsmannastefnu sveitarfélgsins og sveitarstjóra falið að vinna málið áfram en stefnt er að því að vinnu verði lokið næsta haust.

Samþykkt samhljóða.

3.Fjarvistarskráningar RY 2023

2401012

Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarmálabók.

4.Stytting vinnuvikunnar

2312034

Trúnaðarmál.
Fært í trúnaðarmálabók.

5.Símahlunnindi

2401010

Lagðar fram upplýsinar um drög að reglum varðandi símahlunnindi starfsmanna.

Byggðarrráð leggur til að sveitarstjóra sé falið að taka saman upplýsingar um þau símahlunnindi sem eru í gildi og leggja fyrir næsta reglulega fund byggðarráðs.

Samþykkt samhljóða.

6.Vindorkuver við Vaðöldu- Búrfellslundur-

2307017

Lagðar fram upplýsingar frá Landsvirkjun varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir vegna vindorkuvers við Vaðöldu, Búrfellslund, ásamt beiðni um að stofnuð verði lóð á þjóðlendu undir vindorkuver.

Byggðarráð lýsir yfir óánægju með að skv. núgildandi lögum þá renna tekjur af lóðaleigu vegna virkjunarframkvæmda ekki til sveitarfélaga og auk þess liggur ekki enn fyrir nýr lagarammi um tekjur nærsamfélaga af virkjanaframkvæmdum. Eins og lagaumhverfið er í dag er ekki hvetjandi fyrir sveitarfélög að stuðla að uppbyggingu nýrra orkumannvirkja. Byggðarráð leggur til að sveitarstjóra og oddvita verði falið að ræða við forsætisráðuneytið um málið.

Samþykkt samhljóða.

7.Styrkir til framboðslista

2311064

Lagðar fram upplýsingar styrki til framboðslista í sveitarfélaginu.

Byggðaráð leggur til að fela sveitarstjóra að útbúa drög að reglum um styrki til framboðslista.

Samþykkt samhljóða.

8.Viðbygging við Grunnskólann á Hellu. Byggingarstjóri

2312047

Lögð fram drög að þjónustukaupum við Thtómasson ehf vegna vinnu byggingarstjóra við stækkun Grunnskólans á Hellu.

Byggðarráð leggur til að samþykkja samninginn og fela sveitarstjóra að undirrita hann.

Samþykkt samhljóða.

9.Erindi vegna Bjallavegar

2303054

Lögð fram beiðni Austvaðsholts 2 um að hámarkshraði á Bjallavegi sem liggur í gegn um hlaðið á Austvaðsholti 2 verði lækkaður.

Byggðarráð tekur undir að æskilegt sé að hámarkshraði verði færður niður á þessu vegakafla vegna öryggissjónarmiða og vísar málinu til Skipulags- og umferðarnefndar.

Samþykkt samhljóða.

10.Vikurvinnsla. Hekluvikur

2306010

Lögð fram drög að samningi til eins árs milli Jarðaefnaiðnaðar og sveitarfélagsins um vinnslu vikurs úr Merkiholsnámu.

Byggðarráð leggur til að samningurinn verði samþykktur miðað við umræður á fundinum og sveitarstjóra falið að undirrita hann. Jafnframt verði farið út í vinnu við að vinna umhverfismat fyrir svæðið.

Samþykkt samhljóða.

11.Beiðni um upplýsingar um innheimtu innviðagjalda

2401034

Lagt fram erindi frá Innviðaráðuneytinu til sveitarfélaga um upplýsingar um innviðagjöld.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara erindinu.

Samþykkt samhljóða.

12.Landmannalaugar, bílastæði. Kæra 110-2023 vegna ákvörðunar sveitarstjórnar.

2309042

Niðurstaða Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála varðandi framkvæmdaleyfi sveitarfélagsins vegna gerðar grjótvarnargarðs við fyrirhuguð bílastæði við Námskvísl við Landamannalaugar.

Fyrirhugaður er fundur með Umhverfisstofnun þann 29. janúar nk. þar sem m.a. rætt verður um hvernig unnið verði með úrskurðinn og áframhald á verkefninu.

Lagt fram til kynningar.

13.Álagsstýring í Landmannalaugum

2401036

Lagðar fram hugmyndir frá Umhverfisstofnun um aðgangsstýringu í Landmannalaugum næsta sumar.

Lagt fram til kynningar.

14.Heilsu-, íþrótta- og tómastundafulltrúi

2305037

Lagðar fram upplýsingar mótun starfs heilsu-, íþrótta- og tómastundafulltrúa og verkefni sem sameiginlegur íþrótta- og tómastundafulltrúi og verkefnisstjóri heilsueflandi samfélags í Rangárvallarsýslu átti að sinna.

Byggðarráð leggur til að sveitarstjóri vinni málið áfram.

Samþykkt samhljóða.15.Umsókn um styrk - HSK 2024

2312035

Tillaga um að styrkja HSK um 180 þúsund kr. Kostnaður færist á Æskulýðs- og íþróttamál (0689).

Samþykkt samhljóða

16.Styrkbeiðni vegna æfingarferðar 2024

2401024

Auður Erla Logadóttir og Jóhann Björnsson óska eftir styrk fyrir son sinn vegna þátttöku hans í æfingaferð með 2. flokki Selfoss í knattspyrnu sem fram fer á Spáni.

Byggðarráð leggur til að samþykktur verði styrkur kr. 50.000 í samræmi við reglur sveitarfélagsins um slíka styrki.

Samþykkt samhljóða.

17.Fundargerðir Fjallskiladeildar Rangárvallaafréttar

2312016

Lögð fram fundargerð fjallskiladeildar Rangárvallaafréttar sem fram fór þann 7. desember sl. Nefndin óskar eftir að skoðað verði með kostnaðarskiptingu fjallaskila í ljósi þess að aukinn kostnaður felst í smölun af fé af öðrum afréttum. Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri mætti og fundinn og gerði grein fyrir málinu.

Byggðarráð leggur til að fresta málinu til næsta fundar.

Samþykkt samhljóða.

18.Staða lóðamála og úthlutanir

2210061

Farið yfir stöðu lóðamála á Hellu.
Á fundinn mætir Haraldur Birgir Haraldsson, skipulags- og byggingarfulltrúi og fer yfir stöðu þeirra íbúðarlóða sem er úthlutað en framkvæmdir ekki hafnar á Hellu í framhaldi af bókun byggðarráð 22. nóv. s.l.

Byggðarráð leggur til að frestur sem lóðarhafar höfðu til að skila inn nauðsynlegum gögnum til útgáfu byggingarleyfis verði framlengdur til 15. mars n.k.

Samþykkt samhljóða.

19.Rangárbakkar 4. Umsókn um lóð

2401008

Fálkhamar ehf óskar eftir að fá úthlutaðri lóðinni nr. 4 við Rangárbakka á Hellu til byggingar á veitingastað og gistihúsi. Áætlaður byrjunartími framkvæmda er haust 2024 og byggingartími 12 mánuðir.

Lagt er til að taka jákvætt í umsóknina en vísa málinu til skipulags- og umferðarnefndar til umsagnar.

Samþykkt samhljóða.

20.Faxaflatir 5, 7 og 9. Umsókn um lóð

2401017

Bifröst fasteignir ehf óskar eftir að fá úthlutuðum lóðunum nr 5, 7 og 9 við Faxaflatir á Hellu til sameiningar undir byggingar á hóteli og tilheyrandi fylgihúsum. Áætlaður byrjunartími framkvæmda er haust 2024 og byggingartími 18 mánuðir. Umsókn send 11.1.2024.

Lagt er til að taka jákvætt í umsóknina en vísa málinu til skipulags- og umferðarnefndar til umsagnar.

Samþykkt samhljóða.

21.Erindi varðandi Seltún 2, Hellu

2401030

Lögð fram fyrirspurn varðandi lóðaleiguréttindi varðandi Seltún 2 og forkaupsrétt hjúkrunarheimilisins Lundar á fasteigninni.

Byggðarráð leggur til að vísa málinu til skoðunar hjá stjórn Lundar.

Samþykkt samhljóða.

22.Hugmyndagátt og ábendingar 2024

2401004

Þrjú erindi hafa borist í hugmyndagátt á heimasíðu sveitarfélagsins, varðandi hvort hægt væri hægt að nota brekkuna milli Freyvangs og Borgasands til að gera hjólastíga, bæta aðstöðu á sleppisvæði hunda á Hellu og lokunarpósta á götu milli leikskólabygginga.

Byggðarráð þakkar fyrir ábendingarnar og vísar þeim til viðeigandi forstöðumanna og skipulags- og umferðarnefndar.

24.Fundargerðir stjórnar SíS - 2024

2401033

Fundargerð 941. fundar.
Lagt fram til kynningar.

25.Fundargerðir stjórnar SASS - 2024

2401032

Fundargerð 605. fundar.
Lagt fram til kynningar.

26.Fundargerðir 2024 - Samtök orkusveitarfélaga

2401037

Lagt fram til kynningar.

27.iCert - jafnlaunavottun 2022-2025

2207042

Úttekt jafnlaunavottunar 2023.
Lagt fram til kynningar.

28.Brú lífeyrissjóður - breytingar á lífeyrisskuldbindingum

2311066

Lagt fram til kynningar.

29.XXXIX Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga

2401016

Fundarboð vegna Landsþings 14. mars nk.
Lagt fram til kynningar.

30.Lagabreytingar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga

2211028

Tilkynning frá Innviðaráðuneyti.
Lagt fram til kynningar.

31.Sandalda 10.

2110057

Niðurstaða Innviðaráðuneytisins.
Lagt fram til kynningar.

32.Landsmót 50 á Hellu árið 2025

2309020

Tilkynning frá UMFÍ.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:25.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?