26. fundur 22. maí 2024 kl. 08:15 - 09:50 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir formaður
  • Eggert Valur Guðmundsson varaformaður
  • Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón G. Valgeirsson
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri

1.Rekstraryfirlit sveitarfélagsins 2024

2401011

Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri fór yfir rekstaryfirlit sveitarfélagsins fyrir janúar-apríl. Rekstur sveitarfélagsins er í góðu jafnvægi miðað við áætlanir.

Lagt fram til kynningar.

2.Nýtt hesthúsahverfi - RARIK

2309037

Lagðar fram upplýsingar frá lögmanni sveitarfélagsins um leiðir til að bregðast við afstöðu RARIK varðandi skilgreiningu þéttbýlismarka vegna nýs hesthúsasvæðis á Hellu.

Byggðarráð leggur til að málinu verið skotið til Raforkueftirlitsins/Orkustofunar og sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samráði við lögmann sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

3.Beitarafnot á Geldingarlæk

2404125

Lögð fram drög að endurnýjuðum samningum milli sveitarfélagsins og Lands- og Skóga um afnot af tveim svæðum á Geldingarlæk sem hugsuð eru til að minnka beitarálag á Rangárvallarafrétti.

Byggðarráð leggur til að sveitarfélagið verði áfram milligönguaðili að svæðin verði til afnota fyrir alla afréttarhafa Rangárvallaafréttar sem eftir því óska. Þeir sem nýta sér svæðin sjái um og beri ábyrgð á umsjón þeirra, kosti og sjái um allt viðhald á öllum girðingum og einnig um smölun þeirra. Á móti muni sveitarfélagið veita styrk á móti álögðum fjallskilagjöldum þeirra jarða sem nýta sér svæðin. Sveitarstjóra falið að undirrita samninga og tilkynna skilyrðin til afréttarhafa.

Samþykkt samhljóða.

4.Vindorkuver við Vaðöldu - Forsendur og viðmið fyrir Rangárþing ytra

2404095

Lögð fram drög að spurningum við mat á hagrænum áhrifaþáttum vindorkuvers við Vaðöldu.

Byggðarráð samþykkir matsspurningarnar og felur sveitarstjóra að koma þeim til viðeigandi aðila.

Samþykkt samhljóða.

5.Myrkurgæði og gerð ljósgæðastefnu

2404100

Lagt fram erindi frá ferðaþjónustuaðilum í Rangárvallarsýslu þar sem farið er þess á leit að sveitarfélögin Rangárþing ytra og Rangárþing eystra hefji vinnu við greiningu myrkurgæða og gerð ljósgæðastefnu fyrir sveitarfélögin.

Byggðarráð leggur til að málinu verði vísað til skipulags- og umferðarnefndar, umhverfis-, hálendis- og samgöngunefndar og markaðs-, menningar- og jafnréttismálanefndar til umsagnar.

Samþykkt samhljóða.

6.Skólvist utan sveitarfélags

2404159

Trúnaðarmál.
Fært í trúnaðarmálabók.

7.Skólasókn á Hvolsvelli skólaárið 2024-2025

2404181

Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarmálabók.

8.Styrkumsókn vegna keppnisferðar

2404169

Guðlaug Berglind Guðgeirsdóttir óskar eftir styrk fyrir dóttur sína vegna þátttöku hennar vegna keppnisferðar í frjálsum íþróttum sem fram fer í Gautaborg.

Byggðarráð leggur til að samþykktur verði styrkur kr. 45.000 í samræmi við reglur sveitarfélagsins um slíka styrki.

Samþykkt samhljóða.

9.Umsókn um styrk vegna þátttöku í Ólympíukeppninni í líffræði

2405010

IBO nefnd Samlífs, samtaka líffærðikennara óskar eftir að Unnur Birna Gunnsteinsdóttir verði styrkt vegna þátttöku hennar í Ólympíukeppninni í líffræði sem fram fer í Kasakstan.

Byggðarráð leggur til að samþykktur verði styrkur kr. 70.000 með hliðjón af reglum sveitarfélagsins um styrki til afreksfólks í íþróttum.

Samþykkt samhljóða.

10.Litli-klofi 6. Breyting á heiti lóðar í Hekluskarð

2404161

Eigendur Litla-Klofa lóðar 6, L205145, óska eftir að breyta heiti lóðar sinnar í Hekluskarð.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við nafnabreytinguna Hekluskarð.

Samþykkt samhljóða.

11.Svínhagi-Ás 7. Hvílusteinn. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis

2405020

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Jónasar Ketilssonar, kt. 100681-5609, fyrir hönd Hvílusteins ehf., kt. 480623-2580 um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki II, tegund "G" á lóðinni Svínhagi Ás 7, L211013, Rangárþingi ytra. Umsókn barst 05.03.2024.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við beiðnina.

Samþykkt samhljóða.

12.Árhús. Beiðni um endurumsögn vegna rekstrarleyfis

2405017

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Hauks Óskarssonar, kt. 190269-3029 fyrir hönd Árhús ehf. kt. 450224-1380 um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki II, tegund "B" Stærra gistiheimili á lóðinni Rangárbakka 8B, L164952, Rangárþingi ytra. Umsókn barst 02.05.2024.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við beiðnina.

Samþykkt samhljóða.

13.Umsagnarbeiðni - Tækifærisleyfi sölubíla Landmannalaugum 2024

14.Stjórnarfundir 2024 - Bergrisinn bs

2401062

Fundargerð 72. fundar stjórnar.
Lagt fram til kynningar.

15.Fundargerðir 2024 - Heilbrigðisnefnd Suðurlands

2402034

Fundargerðir 234. og 235. funda stjórnar.
Lagt fram til kynningar.

16.Stjórnarfundir 2023 - Arnardrangur

17.Stjórnarfundir 2024 - Arnardrangur hses

2405043

Fundargerðir 11.-13. funda stjórnar.
Lagt fram til kynningar.

18.Fundargerðir stjórnar SASS - 2024

2401032

Fundargerð 609.fundar stjórnar.
Lagt fram til kynningar.

19.Fundargerðir 2024 - Samtök orkusveitarfélaga

2401037

Fundargerð 72. fundar stjórnar.
Lagt fram til kynningar.

20.Aðalfundur 2024 - Veiðifél. Landmannaafr.

2404157

Fundargeð aðalfundar frá 17. apríl s.l.
Lagt fram til kynningar.

21.Aðalfundur 2024 Rangárhöllin, frægðarhallar ísl hestsins.

2404182

Ársreikningur 2023.
Lagt fram til kynningar.

22.Aðalfundur Rangárbakka, þjóðarleikv. ísl. hestsins

2403045

Ársreikningur 2023.
Lagt fram til kynningar.

23.Aðalfundur Veiðifélags Þjórsár 2024

2405042

Upplýsingar frá aðlafundi fræá 27. mars s.l.
Lagt fram til kynningar.

24.Umsögn um keppnishald í Motocross 8.6.2024

2405023

Umsögn sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:50.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?