Klara Viðarsdóttir aðalbókari sat fundinn undir lið 1 og Þorgils Torfi Jónsson sat fundinn undir lið 3. Áður en gengið var til dagskrár lagði formaður til að við bættist liður 8. Atvinnu- og menningarmálanefnd - 4. Aðrir liðir færast niður. Samþykkt samhljóða.
1.Rekstraryfirlit 22062015
1506032
Yfirlit um launakostnað og rekstur málaflokka
Lagt fram yfirlit yfir laun til loka maí 2015 ásamt samanburði við fjárhagsáætlun, innheimtar skatttekjur í samanburði við fjárhagsáætlun og lausafjárstöðu 22.06.2015.
2.Kauptilboð landspilda - Skinnar
1506031
Kauptilboð í 1,4 ha landspildu
Tillaga um að ganga að tilboði frá Halldóru Hafsteinsdóttur og Markúsi Ársælssyni í 1,4 ha landsspildu úr landi Skinna í Þykkvabæ.
Samþykkt samhljóða
Samþykkt samhljóða
Haraldur Eiríksson vék af fundi, við fundarstjórn tók Sólrún Helga Guðmundsdóttir. Þorgils Torfi Jónsson tók sæti á fundinum.
3.Umsókn um lóð innan Álftavatnssvæðis
1503072
Tvær umsóknir eru um lóð innan skipulagðs svæðis við Álftavatn undir gistiskála / ferðaþjónustu
Tvær umsóknir bárust í lóð við Álftavatn sem auglýst var í samráði við forsætisráðuneytið. Umsóknirnar voru frá Holtungum ehf. og Útivist. Samkvæmt reglum Rangárþings ytra um lóðaúthlutanir ber að draga um röð umsækjenda séu þeir fleiri en einn um sömu lóð.
Dregið var um röð umsækjenda og var nafn Holtunga ehf. dregið fyrst.
Holtungum ehf. er því úthlutuð lóð S1 við Álftavatn.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að hafa samband við Útivist og boða þá til fundar um framtíðaráætlanir þeirra varðandi uppbyggingu á hálendinu.
Samþykkt samhljóða
Dregið var um röð umsækjenda og var nafn Holtunga ehf. dregið fyrst.
Holtungum ehf. er því úthlutuð lóð S1 við Álftavatn.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að hafa samband við Útivist og boða þá til fundar um framtíðaráætlanir þeirra varðandi uppbyggingu á hálendinu.
Samþykkt samhljóða
Þorgils Torfi Jónsson vék af fundi. Haraldur Eiríksson tók sæti á fundinum og tók við fundarstjórn á ný.
4.Umsögn fyrir rekstrarleyfi v/gistingar
1506025
Tanja B Hallvarðsdóttir f.h. Frost Film ehf óskar eftir nýju rekstrarleyfi á Árbakka II.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfisins.
Samþykkt samhljóða
Samþykkt samhljóða
5.Harley Davidson club - Umsókn um tækifærisleyfi
1506034
Umsókn um tækifærisleyfi vegna samkomu
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við veitingu tækifærisleyfisins.
Samþykkt samhljóða
Samþykkt samhljóða
6.Beiðni um styrk vegna keppnisferðar
1506036
Ósk um styrk vegna keppnisferðar í glímu
Tillaga um að styrkja tvo unga glímumenn úr sveitarfélaginu um 15.000 kr hvorn til keppnisferðar til Skotlands á vegum unglingalandsliðsins í greininni. Styrkur greiddur gegn framvísun greiðslukvittunar.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
7.Gróðursetning í tilefni afmælis
1506035
Fyrirhuguð gróðursetning skógræktarfélaga og sveitarfélaga í tilefni af því að 35 ár eru frá því að Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands
Tillaga um að taka þátt í táknrænni trjágróðursetningu sveitarfélaga landsins í tilefni af því að 35 ár eru liðin frá því að Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands. Kostnaður sveitarfélagsins er u.þ.b. 19.000 kr.
Samþykkt samhljóða
Samþykkt samhljóða
8.Atvinnu- og mennningarmálanefnd - 4
1506039
Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
8.1 Auglýsing og ráðning Markaðs- og kynningarfulltrúa
Lögð fram drög að auglýsingu og gróft kostnaðarmat kynnt. Tillaga um að gengið verði frá umsókninni í opnu ferli þar sem íbúum, ferðaþjónustuaðilum og öðrum atvinnurekendum innan sveitarfélagsins gefist kostur á að koma með ábendingar og athugasemdir. Auglýsingin ásamt kostnaðaráætlun vegna starfsins verði lögð fyrir næsta sveitarstjórnarfund til afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða
8.1 Auglýsing og ráðning Markaðs- og kynningarfulltrúa
Lögð fram drög að auglýsingu og gróft kostnaðarmat kynnt. Tillaga um að gengið verði frá umsókninni í opnu ferli þar sem íbúum, ferðaþjónustuaðilum og öðrum atvinnurekendum innan sveitarfélagsins gefist kostur á að koma með ábendingar og athugasemdir. Auglýsingin ásamt kostnaðaráætlun vegna starfsins verði lögð fyrir næsta sveitarstjórnarfund til afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða
9.Stjórn Suðurlandsvegar 1-3 ehf - 13
1506003
Fundargerðin lögð fram til kynningar
10.Héraðsnefnd - 3 fundur
1506033
Fundargerðir frá 12062015
Fundargerðin lögð fram til kynningar
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 10:00.