14. fundur 23. september 2015 kl. 15:00 - 17:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson formaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson varamaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Klara Viðarsdóttir aðalbókari sat fundinn undir lið 1.

1.Rekstraryfirlit 21092015

1509041

Yfirlit um laun, stöðu málaflokka, tekjur og lausafjárstöðu í lok ágúst
Lagt fram yfirlit um laun til loka ágúst 2015 ásamt samanburði við fjárhagsáætlun, innheimtar skatttekjur í samanburði við fjárhagsáætlun og lausafjárstöðu 21.09.2015. Ljóst er að undirbúa þarf viðauka fyrir næsta sveitarstjórnarfund m.a. vegna endurskoðunar starfsmats sem hefur áhrif á launakostnað sveitarfélagsins.Farið var yfir skipulag vinnu við fjárhagsáætlun næsta árs. Gögnum til forstöðumanna er dreift í þessari viku. Gert er ráð fyrir að vinnufundir Byggðarráðs fari fram fyrstu vikuna í nóvember þannig að leggja megi fjárhagsáætlun fram til fyrri umræðu á sveitarstjórnarfundi þann 11 nóvember og seinni umræða fari fram þann 9 desember.

2.Málefni flóttafólks

1509043

Móttökuáætlanir, kynningarfundur ofl.
Lögð fram ýmiss gögn varðandi málefni flóttafólks til kynningar. Mikilvægt er að fylgjast náið með framvindu mála og geta brugðist við ef íslensk stjórnvöld leita eftir liðsinni. Sveitarstjóri sjái til þess að eiga samráð við m.a. félags- og skólaþjónustuna um málefnið.

3.Kauptilboð landspilda - Austurbæjamýri

1509051

Lagt fram til kynningar.Tillaga um að óska eftir því við tilboðsgjafa að kauptilboðið standi fram yfir næsta sveitarstjórnarfund, 14. október n.k., svo ekki þurfi að kalla sveitarstjórn sérstaklega saman til fundar um málið.Samþykkt samhljóða

4.Heimildarmynd HSK - landsmót

1509052

HSK óskar eftir styrk til gerðar heimildarmyndar um Landsmót UMFÍ
Tillaga um að kaupa fimm diska af myndinni á kr. 30.000.Samþykkt samhljóða

5.Stuðningur - Félag eldri borgara

1509031

Ósk um stuðning við að koma upp Boccia liði í Rangárþingi Ytra
Tillaga um að styrkja eldri borgara um 40.000 krónur.Samþykkt samhljóða

6.Beiðni um fjárstyrk - leiðarvísir fyrir hjólreiðafólk

1509049

Styrkur til útgáfu bókar um hjólaleiðir í Rangárvallasýslu
Tillaga um að styrkja útgáfu bókarinnar um 60.000 kr.Samþykkt samhljóða

7.Styrkur Öldrunarráð

1509039

Óskað er eftir styrk frá sveitarfélögum til að halda Framtíðarþing um farsæla öldrun á Suðurlandi
Rangárþing ytra styrkir starf eldri borgara með beinum samningum þar um. Byggðarráð telur eðlilegt að Félag eldri borgara ákveði hvort og með hvaða hætti á að styrkja slíka ráðstefnu.Erindinu hafnað samhljóða

8.Aðstaða til fjarnáms og bílaþvottaplan

1505041

Minnisblað
Lagt fram minnisblað um þessi málefni.8.1 Aðstaða til fjarnáms

Tillaga um að auglýsa sérstaklega þá möguleika sem eru til staðar hjá Fræðsluneti Suðurlands í Héraðsbókasafni Rangæinga og aðstöðu fræðslunetsins á Hvolsvelli og gera jafnframt könnun á heimasíðu og samfélagsmiðlum á eftirspurn eftir aðstöðu af þessu tagi í sveitarfélaginu.Samþykkt samhljóða

8.2 Bílaþvottaplan.

Slík aðstaða er hluti af uppbyggingaráformum einkaaðila á Hellu á næstu mánuðum.

9.Hugmyndagáttin september 2015

1509042

Í hugmyndagáttina hafði borist fyrirspurn um leikskólamál. Sveitarstjóra falið að fara yfir málið og koma upplýsingum á framfæri.

10.Frumvarpsdrög um tekjustofna sveitarfélaga

1509046

Innanríkisráðuneytið óskar eftir umsögnum
Lagt fram til kynningar
Haraldur Eiríksson vék af fundi

11.Álftavatn, beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis Holtunga ehf

1509035

Beiðni um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki II á lóð S1 við Álftavatn á Rangárvallaafrétti.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfisins.
Haraldur Eiríksson tók aftur sæti á fundinum

12.Stjórn Tónlistarskóla Rangæinga - 144

1509034

Fundargerð frá 10092015
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Stjórn þjónustusvæðis í málefnum fatlaðra - 15 fundur

14.Samband Íslenskra Sveitarfélaga - 830 fundur

1509044

Fundargerðin lögð fram til kynningar
Fylgiskjöl:

15.Samtök orkusveitarfélaga - 21 stjórnarfundur

1509053

Fundargerð frá 25082015
Fundargerðin lögð fram til kynningar

16.Aðalfundur S1-3 ehf 2015

1508048

Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjóri mun fara með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum eins og samþykktir sveitarfélagsins gera ráð fyrir. Gert er ráð fyrir að stjórn félagsins verði óbreytt af hálfu Rangárþings ytra. Fundurinn fer fram þann 28 september n.k. kl. 16:30 í fundarsal Miðjunnar á Hellu.
Fylgiskjöl:

17.Ráðstefna um sveitarstjórnarstigið

1509045

Sveitarstjórnarstigið á 21. öldinni
Lagt fram til kynningar

18.Fyrirkomulag skipulags- og byggingarmála

1504010

Yfirlit um rekstur málaflokksins í nokkrum sveitarfélögum á Suðurlandi
Sveitarstjórn óskaði s.l. vor eftir samráðsfundi með sveitarfélögum Sunnanlands um málefni skipulags- og byggingarmála. Samráðsfundur var haldinn nýlega og meðal annars ákveðið að taka saman kostnað við rekstur málaflokksins. Í ljós kom að kostnaður Rangárþings ytra er mjög sambærilegur við kostnað annarra sveitarfélaga á Suðurlandi.

19.Umhverfisþing 2015

1509047

Umhverfisþing 2015 verður haldið þann 9 október
Lagt fram til kynningar

20.Strandarvöllur - Ársreikningur 2014

1509048

Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 17:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?