15. fundur 28. október 2015 kl. 15:00 - 17:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson formaður
  • Þorgils Torfi Jónsson varamaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Formaður byggðarráðs lagði til að við bætist liðir 16. Samráðsnefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 6; 17. Stjórn Suðurlandsvegar 1-3 ehf - 17; 18. Stjórn Suðurlandsvegar 1-3 ehf - 18; 19. Vinnuhópur um framtíðarskipulag í Landmannalauga - 1; og 21. Sorpstöð Rangárvallasýslu - stjórn 172. Aðrir liðir færist niður. Það var samþykkt samhljóða. Klara Viðarsdóttir aðalbókari sat fundinn undir liðum 1-4 og Karl Arnar Arnarson frá Loftmyndum undir lið 3.

1.Jafnréttisáætlun

1510053

Endurskoðun á jafnréttisáætlun
Tillaga um að vísa jafnréttisáætlun til umfjöllunar í Atvinnu-, menningar- og jafnréttismálanefnd.



Samþykkt samhljóða

2.Talnarýnir - ýmsar lykiltölur úr rekstri Sunnlenskra Sveitarfélaga

3.Framkvæmdir innanhúss S1-3

1509015

Upplýsingar um félagsmiðstöð
Lagt fram til kynningar
Fylgiskjöl:

4.Sorpstöð Rangárvallasýslu - stjórn 172

1510078

Fundargerð frá 28102015
Gert er ráð fyrir að gjaldskrá Sorpstöðvar og rekstrarframlög sveitarfélaganna hækki um 4% frá fyrra ári. Jafnframt er óskað eftir því að fjárfestingarframlag sveitarfélaganna á árinu 2016 hækki um 5 m. frá síðasta ári og verði 15 m. samtals og dreifist á sveitarfélögin eftir íbúafjölda. Þessu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar og fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

5.Vatnsveita 35. fundur stjórnar

1510065

Fundargerð frá 08102015
Fundargerðin lögð fram til kynningar

6.Vinnuhópur um framtíðarskipulag Landmannalauga - 1

1510010

Fundargerð frá 28102015
Fundargerðin lögð fram til kynningar

7.Stjórn Suðurlandsvegar 1-3 ehf - 18

1510009

Fundargerð frá 22102015
Fundargerðin lögð fram til kynningar

8.Stjórn Suðurlandsvegar 1-3 ehf - 17

1509006

Fundargerð frá 28092015
Fundargerðin lögð fram til kynningar

9.Samráðsnefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 6

1510007

Fundargerð frá 27102015
Fundargerðin lögð fram til kynningar

10.Samgöngu- og fjarskiptanefnd - 6

1510066

Fundargerð frá 05092015
Fundargerðin lögð fram til kynningar

11.Kauptilboð Nes 2 - fallið frá forkaupsrétti

1510068

Staðfesta þarf að sveitarfélagið falli frá forkaupsrétti.
Tillaga um að sveitarfélagið falli frá forkaupsrétti að þessu sinni.



Samþykkt samhljóða

12.Til umsagnar frá Alþingi - 225. mál

1510054

Frumvarp til laga um breytingar á skipulagslögum (grenndarkynning).
Til kynningar

13.Rekstraryfirlit 26102015

1510062

Yfirlit um laun, stöðu málaflokka, tekjur og lausafjárstöðu í lok september
Lagt fram yfirlit um laun til loka september 2015 ásamt samanburði við fjárhagsáætlun, innheimtar skatttekjur í samanburði við fjárhagsáætlun og lausafjárstöðu 26.10.2015.

14.Landsvirkjun, Vindlundur á Þjórsár-, Tungnaár-svæðinu

1401025

Frummatsskýrsla vegna umhverfisáhrifa liggur fyrir og óskað er umsagnar Rangárþigns ytra
Byggðarráð telur að vinnubrögð við Frummatsskýrslu á umhverfisáhrifum Búrfellslundar séu til fyrirmyndar og gerir ekki athugasemdir.



Samþykkt samhljóða

15.Umsókn um styrk

1509055

Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra
Tillaga um að samþykkja umbeðinn styrk að fjárhæð 46.900 kr fyrir vikudvöl fatlaðs einstaklings frá Rangárþingi ytra í Reykjadal sumarið 2015. Kostnaður færist á félagsmál (0259).



Samþykkt samhljóða

16.Beiðni um fjárstyrk

1509072

Æskulýðsnefnd Rangárv.prófastdæmis
Tillaga um að styrkja Æskulýðsnefnd kirkna í Rangárvallasýslu um 145.000 kr. vegna fermingarbarnamóts í Vatnaskógi. Kostnaður færist á menningarmál (0589)



Samþykkt samhljóða

17.Fasteignamat vatnsréttinda

1510075

Hæstaréttardómur, mál nr. 22/2015
Tillaga um að fara fram á það við Þjóðskrá að vatnsréttindi á Þjórsársvæðinu verði tekin til fasteignamats.



Samþykkt samhljóða



Fylgiskjöl:

18.Daggæsla í heimahúsum

1510067

Upplýsingar og umfjöllun um daggæslu í heimahúsum
Lögð fram gögn um fyrirkomulag niðurgreiðslna fyrir daggæslu í heimahúsum í sveitarfélögum á Suðurlandi.



Sveitarstjóra falið að útbúa minnisblað í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir fræðslunefnd til umsagnar.



Samþykkt samhljóða

19.Framlenging samstarfssamnings Markaðsstofa Suðurlands

1501011

Meðfylgjandi er þjónustusamningur sem lýsir verkþáttum stofunnar
Lögð fram drög að samningi við Markaðsstofu Suðurlands. Tillaga um að vísa málinu til umsagnar hjá Atvinnu- og menningarmálanefnd.



Samþykkt samhljóða

20.Aðalfundur Bergrisinn bs 2015

1510056

Aðalfundarboð, fulltrúar Rangárþings ytra á aðalfundinn, sama regla og hjá SASS
Tillaga um að að tilnefna Harald Eiríksson, Önnu Maríu Kristjánsdóttur, Yngva Karl Jónsson og Sigdísi Oddsdóttur á aðalfund Bergrisans bs og til vara Þorgils Torfa Jónsson, Ágúst Sigurðsson, Margréti Hörpu Guðsteinsdóttur og Steindór Tómasson.



Samþykkt samhljóða

22.Kortasjá - samningar við Loftmyndir

1510064

Fyrir liggur tilboð um aukna þjónustu
Kynning á þjónustu Loftmynda og lagt fram tilboð um þjónustu fyrirtækisins varðandi kortasjá og utanumhald og skráningu rotþróa.



Tillaga um að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við Loftmyndir.

Samþykkt samhljóða

23.Fjárhagsáætlun 2015 - viðauki 5

1510061

Vegna sölu eigna og tilflutninga innan fjárfestingaáætlunar
Gerð er tillaga að viðauka 5 við fjárhagsáætlun ársins 2015 um viðbótarfjármagn til fjárfestingar að upphæð kr. 31.500.000. Á móti þessum kostnaðarauka kemur sala á eignarhlut Rangárþings ytra í Þykkvabæjar hf., sala á fasteigninni Þrúðvangi 36a og sala á landspildu úr Skinnum 1,4 ha. Samanlagt söluverðmæti er kr. 38.150.000. Viðauki þessi kallar ekki á auknar fjárheimildir.



Samþykkt samhljóða

Fundi slitið - kl. 17:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?