16. fundur 09. nóvember 2015 kl. 10:30 - 12:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson formaður
  • Þorgils Torfi Jónsson varamaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Formaður lagði til breytingu á dagskrá og við bætist liðir 2. Tillögur að gjaldskrám 2016, 3. Kauptilboð landspilda Austurbæjarmýri og 4. Kauptilboð landspilda Skinnar við Brekku. Það var samþykkt. Fundinn sat einnig Klara Viðarsdóttir undir lið 1.

1.Fjárhagsáætlun 2016-2019

1511020

Tillaga að fjárhagsáætlun
Farið yfir tillögu að fjárhagsáætlun 2016-2019. Samþykkt samhljóða að vísa tillögunni til fyrri umræðu í sveitarstjórn

2.Tillögur að gjaldskrám 2016

1510051

Farið yfir tillögur að gjaldskrám og samþykkt samhljóða að vísa þeim til umræðu í sveitarstjórn.

3.Kauptilboð landspilda - Austurbæjamýri

1509051

Borist hafa tvö tilboð í landspildur í eigu sveitarfélagsins úr Norður Nýjabæ (Austurbæjarmýri ofl.).



Lagt fram til kynningar

4.Kauptilboð landspilda Skinnar við Brekku

1511021

Bændur í Brekku í Þykkvabæ hafa óskað eftir að kaupa 0,4150 ha spildu, úr landi Skinna, sem liggur að býli þeirra og þau hafa nýtt undanfarin ár. Kauptilboðið er 415 þúsund kr.



Byggðarráð leggur til að ganga að kauptilboðinu og sameina landspilduna heimalandi Brekku. Engin hlunnindi fylgja spildunni.



Samþykkt samhljóða

Fundi slitið - kl. 12:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?