32. fundur 22. febrúar 2017 kl. 15:00 - 16:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson formaður
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Áður en gengið var til dagskrár lagði formaður til að við bættist liður 6. Langalda 24 - umsókn um lóð og liður 16. Rangárljós - verkfundir. Það var samþykkt og aðrir liðir færast til í samræmi. Einnig sat fundinn Klara Viðarsdóttir undir liðum 4 og 7.

1.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 11

1702006F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Stjórn Suðurlandsvegar 1-3 ehf - 28

1702004F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 107

1702011F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Rekstraryfirlit 20022017

1702041

Yfirlit um tekjur og gjöld til loka janúar 2017.
Farið var yfir rekstur sveitarfélagsins til loka janúar 2017.

5.Baugalda 9-13, Umsókn um lóð

1702035

Naglafar ehf óskar eftir að fá að byggja á lóðinni Baugalda 9-13
Tillaga um að úthluta Naglafari ehf lóðinni að Baugöldu 9-13 á Hellu.

Samþykkt samhljóða.

6.Langalda 24, Umsókn um lóð

1702051

Jacek M. Sosnowski óskar eftir lóðinni að Langöldu 24 til að byggja á henni einbýlishús.
Tillaga um að úthluta Jacek M. Sosnowski lóðinni að Langöldu 24 á Hellu.

Samþykkt samhljóða.

7.Form og efni viðauka við fjárhagsáætlun

1610026

Umfjöllun um sérstakar verklagsreglur varðandi framkvæmd tilflutnings milli verkefna innan málaflokka.
Fjallað um gerð sérstakra verklagsreglna. Samþykkt að fela sveitarstjóra að undirbúa tillögu að slíkum reglum í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund byggðarráðs.

Samþykkt samhljóða.

8.Endurskoðun Samninga við Fjölís

1702015

Endurskoðun samninga vegna fjölritunar ofl.
Lagðir fram endurnýjaðir samningar um ljósritun og hliðstæða eftirgerð í sveitarfélögum eftir samningsfyrirmynd sem gerð var í samvinnu Fjölís og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Tillaga um að fela sveitarstjóra að ganga frá og undirrita framlagða samninga. Kostnaður færist á skrifstofu sveitarfélagsins (2140).

Samþykkt samhljóða.

9.Til umsagnar 128. mál

1702023

Mál 128 frá Alþingi til umsagnar. Frumvarp til laga um farþegaflutninga og farmflutninga.
Lagt fram til kynningar.

10.Stefnumótun í fiskeldi - beiðni um upplýsingar

1702032

Spurningar frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti til sveitarfélaga vegna fiskeldismála.
Tillaga um að fela sveitarstjóra að senda inn svör í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

11.Niðurstaða úthlutunar Ísland ljóstengt 2017

1702043

Úthlutun til Rangárþings ytra.
Fyrir liggur að tilboð Rangárþings ytra í fjármuni á vegum verkefnis stjórnvalda um Ísland ljóstengt fyrir árið 2017 skilaði þeim árangri að Rangárljós fékk úthlutað 16.920.000 kr. Heildarstyrkur til sveitarfélagsins frá Ísland ljóstengt er þá orðinn samtals 134.970.000 kr.

Byggðarráð sér ástæðu til að fagna þessum góða árangri sem léttir verulega undir við að klára þetta gríðarlega mikilvæga verkefni.

12.Auglýsing eftir framboðum

1702025

Vegna stjórnar Lánasjóðs sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar.

13.Landsþing Sambands Íslenskra Sveitarfélaga 2017

1702042

Landsþingið verður haldið þann 24. mars 2017 í Reykjavík.
Lagt fram til kynningar.

14.Sveitarfélögin og ferðaþjónustan - ráðstefna.

1702044

Ráðstefnan verður haldin 3 mars 2017 á Hilton Hótel í Reykjavík.
Lagt fram til kynningar.

15.Rafbílavæðing

1702033

Efni frá Íslenska gámafélaginu varðandi rafhleðslustöðvar.
Lagt fram til kynningar.

16.Rangárljós - verkfundir

1609054

Fundargerðir verkfunda vegna lagningu ljósleiðara 2016-2017
Fundargerð 7. verkfundar lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?