18. fundur 27. janúar 2016 kl. 15:00 - 17:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson formaður
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Formaður lagði til að við bættist liður 13. Þjónustusamningur við KFR - endurnýjun. Það var samþykkt samhljóða. Einnig sat fundinn Klara Viðarsdóttir aðalbókari undir lið 4, Eiríkur Vilhelm Sigurðarson undir lið 13 og 22 og Guðmundur Daníelsson sem var í símasambandi undir lið 19.

1.Húsakynni bs - 7

1601005

Til kynningar.

2.Stjórn Suðurlandsvegar 1-3 ehf - 20

1601011

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.

3.Rekstraryfirlit 25012016

1601033

Fjárhagsyfirlit í lok árs 2015
Klara Viðarsdóttir fór yfir fjárhagsyfirlit miðað við árslok 2015 eins og það stendur núna þegar flestar færslur eru komnar.

4.Vinnureglur vegna upptöku á fundum sveitarstjórnar

1503069

Tillaga til afgreiðslu
Tillaga um að byggðarráð samþykki reglurnar.Samþykkt samhljóða.

5.Laugaland, beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis

1601031

Egill B. fyrir hönd sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Rangárþings ytra um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki II og veitingasölu í flokki 1 í íþróttamiðstöðinni á laugalandi í Holtum.
Tillaga um að byggðarráð geri ekki athugasemdir við rekstrarleyfið.Samþykkt samhljóða.

6.Fjarkastokkur, beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis.

1601028

Júlíus Sigurðsson, þinglýstur eigandi Fjarkastokks, óskar eftir, fyrir hönd TB verks ehf, rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki II í nýrri íbúð innan núverandi hesthúss og skemmu á jörðinni Fjarkastokki.
Egill B. fyrir hönd sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn Rang ytra.
Tillaga um að byggðarráð geri ekki athugasemdir við veitingu rekstrarleyfisins.Samþykkt samhljóða.

7.Fjallafang ehf, beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis Mountain Mall.

1601026

Sýslumaður óskar eftir umsögn vegna beiðni Holtunga ehf um rekstrarleyfi fyrir veitingar í flokki II í veitingavögnum á lóð við tjaldsvæði Ferðafélags Íslands í Landmannalaugum.
Tillaga um að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfisins.Samþykkt samhljóða.

8.Tónleikar - kostnaðarlaus afnot

1601041

Kvennakórinn Ljósbrá, Kammerkór Rangæinga, Karlakór Rangæinga og Hringur kór eldri borgara óska eftir endurgjaldslausum afnotum vegna tónleika.
Tillaga um að styrkja kórana með endurgjaldslausum afnotum að íþróttasal á Laugalandi.Samþykkt samhljóða.

9.Þróunarverkefni í leikskóla

1601021

Inece Kuciere Valsteinsson
Tillaga um að styrkja verkefnið með 150 þ. kr. Litið er svo á að verkefnið falli undir átak til eflingar fagmenntunar á leikskólum innan Odda bs. Kostnaður færist á fræðslumál.Samþykkt samhljóða

10.Hugmyndagáttin 2016

1601018

Ábendingar sem borist hafa í hugmyndagáttina.
Borist hafði ábending um rafræna reikninga. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu sveitarfélagsins er áætlað að útsending reikninga og yfirlita verði alfarið með rafrænum hætti frá og með þessu ári.

11.Fyrirspurnir og erindi frá Á-lista 2016

1601019

Fyrirspurnir um stöðu mála
11.1 Sala á landspildum í Þykkvabæ

Á sveitarstjórnarfundi 11. nóvember 2015 ákvað sveitarstjórn að taka tveimur kauptilboðum í landspildur í Þykkvabæ og var sveitarstjóra falið að ganga frá sölunum. Eru umrædd viðskipti frágengin?Svar: Samkomulag liggur fyrir í samræmi við þau tilboð sem bárust og voru samþykkt af sveitarstjórn.11.2 Hversu mörg stöðugildi heyra undir nýstofnað byggðarsamlag Odda bs.?Svar: Fjöldi starfsmanna/stöðugilda hjá Odda bs.

Grunnskólinn Hellu
35/28,2

Grunnskólinn Laugalandi
17/14,8

Leikskólinn Laugalandi
11/9,0

Leikskólinn Heklukot
29/24,2

Alls:
92/76,311.3 Póstþjónusta í dreifbýli.

Vísað í umfjöllun undir lið 20.

12.Baugalda 33, Umsókn um lóð

1512026

Hjördís Pétursdóttir sækir um að fá að byggja einbýlishús á lóðinni nr. 33 við Baugöldu.
Tillaga um að úthluta Hjördísi Pétursdóttur lóðinni við Baugöldu 33. undir einbýlishús.Samþykkt samhljóða.

13.Þjónustusamningur við KFR - endurnýjun

1511033

Samningur við Knattspyrnufélag Rangæinga.
Tillaga er um að endurnýja samning við KFR til loka árs 2018 og hækka samningsupphæð í 2.000 þ. Með því móti verður stuðningur sveitarfélaganna á svæði KFR sambærilegur út frá iðkendafjölda. Jafnframt verði samningurinn þannig að stjórn KFR geti ákveðið að nýta hluta þeirrar upphæðar til eflingar meistaraflokk KFR. Sveitarstjóra verði falið að yfirfara og ganga frá samningnum.Samþykkt samhljóða.

14.Lundur - stjórnarfundur 18

1601017

Fundargerð frá 08012016
Lagt fram til kynningar.

15.Lundur - stjórnarfundur 19

1601034

Fundargerð frá 21012016
Lagt fram til kynningar.

16.Félagsmálanefnd 30 fundur

1601039

Fundargerð frá 11012016
Lagt fram til kynningar.

17.245. fundur stjórnar SOS

1601035

Fundargerð frá 18012016
Lagt fram til kynningar.

18.SASS - 501-503 stjórn

19.Fjarskiptamál í Rangárþingi ytra

1501007

Upplýsingar vegna ljósleiðaramála ofl.
Lagt fram til kynningar.

20.Póstþjónusta í dreifbýli

1601042

Póst- og fjarskiptastofnun hefur heimilað Íslandspósti að fækka dreifingardögum í dreifbýli.
Lagt fram til kynningar.Lagt fram bréf frá Póst- og fjarskiptastofnun þess efnis að Íslandspósti hefur verið heimilað að fækka dreifingardögum í dreifbýli. Byggðaráð Rangárþings ytra telur að þessi skerta þjónusta sé bagaleg fyrir íbúa dreifbýlisins sérstaklega í ljósi þess að víða er langt í land með að fjarskiptamál til sveita séu ásættanleg.

21.Endurskoðun reglugerða um fjármál sveitarfélaga

1412060

Endurskoðuð reglugerð
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

22.Starfsreglur Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða 2016

1601036

Upplýsingar um reglur og styrkveitingar
Lagt fram til kynningar.Eiríkur Vilhelm Sigurðarson kynnti nokkrar hugmyndir að verkefnum sem sótt verður um fjárstyrki til úr framkvæmdasjóðnum.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?