20. fundur 23. mars 2016 kl. 15:00 - 17:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson formaður
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Klara Viðarsdóttir aðalbókari sat fundinn undir lið 1 og Þórhallur Svavarsson forstöðumaður íþróttamannsvirkja undir lið 2.

1.Rekstraryfirlit 23032016

1603045

Yfirlit um launakostnað, málaflokka og lausafjárstöðu
Lagt fram yfirlit um laun, kostnað við málaflokka, tekjur og lausafé jan-mars 2016.

2.Erindi vegna sparkvallar

1603010

Skýrsla frá Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga, ráðleggingar fagaðila ofl.
ÞS fór yfir stöðu mála varðandi endurnýjun á undirlagi í sparkvelli í sveitarfélaginu. Aflað hefur verið upplýsinga um helstu valkosti og verðkönnun hefur verið gerð. Enn liggur ekki fyllilega fyrir hvaða leið er best að fara hvað efnisval varðar en náið samráð er við önnur sveitarfélög og Samband íslenskra sveitarfélaga í málinu. Afgreiðslu frestað þar til frekari leiðbeiningar liggja fyrir.Samþykkt samhljóða.

3.Landmannalaugar, deiliskipulag

1310038

Skipan í vinnuhóp
Steindór Tómasson hefur óskað eftir að draga sig í hlé frá störfum í vinnuhópi um framtíðarskipulag í Landmannalaugum vegna anna.Tillaga er um að skipa Magnús H. Jóhannsson í hans stað.Samþykkt samhljóða.

4.Fyrirspurnir og erindi frá Á-lista 2016

1601019

Yfirlit um kostnað vegna standsetningar á Þrúðvangi 10
Tillaga um að taka saman kostnað við standsetningu á Þrúðvangi 10 vegna leikskóladeildar. Sveitarstjóra falið að ná saman upplýsingum og leggja fyrir næsta fund byggðarráðs.Samþykkt samhljóða.

5.Til umsagnar frá alþingi 354.mál

1603027

Tillaga til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærslu (borgaralaun).
Lagt fram til kynningar.

6.Til umsagnar frá Alþingi 247.mál

1603035

Tillaga til þingsályktunar um mótun stefnu til að draga úr notkun á skaðlegum efnum í neysluvörum.
Lagt fram til kynningar.

7.KPMG - skýrsla regluvarðar 2015

1603008

Byggðaráð hefur yfirfarið skýrslu regluvarðar og gerir ekki athugasemdir við hana.Samþykkt samhljóða.

8.Til umsagnar frá Alþingi 352.mál

1603026

Frumvarp til laga um málefni aldraðra, réttur til sambúðar á stofnunum.
Lagt fram til kynningar

9.Friðland að fjallabaki

1510076

Skýrsludrög starfshóps til kynningar.
Skýrsludrög starfshópsins liggja nú fyrir og eru opin til skoðunar og athugasemda m.a. á heimasíðu sveitarfélagsins.Lagt fram til kynningar.

10.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 6

1603008

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.

11.HES - stjórnarfundur 170

1603040

Fundargerð frá 04032016
Lagt fram til kynningar.

12.SASS - 506 stjórn

1603042

Fundargerð frá 04032016
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?