22. fundur 25. maí 2016 kl. 15:00 - 17:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson formaður
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson varamaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Áður en gengið var til dagskrár lagði formaður til að við bættist liður 5. Kauptilboð í Þykkvabæjarskóla. Það var samþykkt. Klara Viðarsdóttir sat fundinn undir lið 4.

1.Félagsmiðstöð

1605046

Aðstaða og starfsemi
Farið var yfir þær áætlanir sem eru í bígerð um að rýmka aðstöðu félagsmiðstöðvar. Sveitarstjóra falið að yfirfara fyrirkomulag næsta vetrar með umsjónarmönnum og kynna fyrir sveitarstjórn.

2.Aðalfundur 2016 - Háskólafélag Suðurlands ehf

1605045

Fundarboð
Tillaga um að Sólrún Helga Guðmundsdóttir varaoddviti sæki fundinn fyrir hönd Rangárþings ytra.



Samþykkt samhljóða.

3.Framlög vegna sérþarfa fatlaðra nemenda 2016

1605042

Niðurstaða frá Jöfnunarsjóði
Lagt fram til kynningar.

4.Viðbygging við FSU

1512016

Framvinduskýrsla apríl 2016
Lagt fram til kynningar.

5.SASS - 508 stjórn

1605023

Fundargerð frá 06052016
Lagt fram til kynningar.

6.Hvammsvirkjun

1507015

Matsskýrsla umhverfisáhrif ferðaþjónusta og útivist, landslag og ásýnd lands.
Lögð fram til kynningar tillaga að matsáætlun og bréf frá Skipulagsstofnun með ósk um að umsögn sveitarfélagsins berist fyrir 27. maí n.k. Óskað hefur verið eftir fresti þar til málið hefur verið tekið fyrir í sveitarstjórn þann 8. júní n.k.

7.Þjóðólfshagi 25, ósk um umsögn vegna rekstrarleyfis

1605041

Umsókn frá Iceland Magic Travel ehf um leyfi fyrir gistingu í flokki III í sumarhúsi.
Tillaga um að byggðarráð geri ekki athugasemdir við veitingu rekstrarleyfisins.



Samþykkt samhljóða.

8.Hólavangur 7, ósk um umsögn vegna rekstrarleyfis

1605040

Umsókn Guðna G. Kristinssonar um gistingu í flokki I, heimagisting.
Tillaga um að byggðarráð geri ekki athugasemdir við veitingu rekstrarleyfisins.



Samþykkt samhljóða.

9.Þjóðólfshagi 6, beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis

1605039

Umsókn Ingvars J. Kristjánssonar um leyfi fyrir gistingu í flokki II í sumarhúsi.
Tillaga um að byggðarráð geri ekki athugasemdir við veitingu rekstrarleyfisins.



Samþykkt samhljóða.

10.Húsakynni bs - 9

1605007

Fundargerð frá 17052016
Lagt fram til kynningar.

11.Endurskoðun á samningi um refaveiðar

1505048

Um samstarf sveitarfélaga ofl.
Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun þar sem m.a. er hvatt til samstarfs sveitarfélaga um refaveiðar. Tillaga um að fela sveitarstjóra að kanna áhuga nágrannasveitarfélaga á slíku samstarfi.



Samþykkt samhljóða.

12.Beiðni um styrk vegna keppnisferðar

1506036

Ósk um styrk vegna keppnisferðar í glímu
Tillaga um að fresta afgreiðslu erindis til næsta fundar byggðarráðs og óska eftir því að Íþrótta- og tómstundanefnd fjalli almennt um styrkveitingar til afreksíþróttafólks og undirbúi tillögu.



Samþykkt samhljóða.

13.Umsókn um rekstrarstyrk til Umf. Framtíðarinnar

1605024

Ósk um að gerður verði samningur um reglubundinn styrk.
Tillaga um að vísa erindinu til Íþrótta- og tómstundanefndar til umfjöllunar og tillögugerðar.



Samþykkt samhljóða.

14.Umferð vélknúinna tækja á Ytri-Rangá

1502059

Takmörkun vélknúinnar umferðar á ám og vötnum.
Byggðarráð leggur til að takmörkun á umferð vélknúinna farartækja á ám og vötnum, innan sveitarfélagsins, verði tekin fyrir í ákvæðum um hverfisvernd við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins sem nú stendur yfir.

15.Kauptilboð - Þykkvabæjarskóli

1605049

Kristmundur Árnason f.h. óstofnaðs einkahlutafélags.
Borist hefur kauptilboð í Þykkvabæjarskóla. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

16.Rekstraryfirlit 23052016

1605043

Yfirlit um launagreiðslur, stöðu málaflokka og lausafé.
Lagt fram yfirlit um laun, kostnað við málaflokka, tekjur og lausafé jan-maí 2016.

17.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 7

1605005

Fundargerð frá 17052016
Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.

18.Stjórn Suðurlandsvegar 1-3 ehf - 24

1605009

Fundargerð frá 20052016
Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?