Formaður lagði til að við bættist liður 1. Fundargerð Odda bs - 5. Það var samþykkt. Aðrir liðir færast til í samræmi. Klara Viðarsdóttir sat fundinn undir lið 2. Guðmundur Daníelsson verkefnisstjóri og Jón Páll Hilmarsson lögfræðingur sátu fundinn undir lið 3.
1.Tónlistarskóli Rangæinga - 146
1605008
Fundargerð frá 15062016
Lagt fram til kynningar.
2.Fasteignamat 2017
1606041
Upplýsingar frá Þjóðskrá Íslands.
Lagt fram til kynningar.
3.Landsskipulagsstefna 2015-2026
1408007
Kynningarefni frá Skipulagsstofnun.
Lagt fram til kynningar.
4.Aðalfundur 2016 - Háskólafélag Suðurlands ehf
1605045
Ársreikningur og ársskýrsla.
Lagt fram til kynningar.
5.Samband Ísl. sv.fél - 840
1606016
Fundargerð frá 02062016
Lagt fram til kynningar.
6.SASS - 509 stjórn
1606015
Fundargerð frá 18052016
Lagt fram til kynningar.
7.Vorfundur Bergrisans 2016
1606024
Fundargerðir og ósk um staðfestingu á þjónustusamningi.
Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
19.1. Endurnýjun þjónustusamnings um málefni fatlaðs fólks.
Tillaga um að staðfesta þjónustusamninginn um Bergrisann bs f.h. Rangárþings ytra til 31.12.2018.
Samþykkt samhljóða.
19.1. Endurnýjun þjónustusamnings um málefni fatlaðs fólks.
Tillaga um að staðfesta þjónustusamninginn um Bergrisann bs f.h. Rangárþings ytra til 31.12.2018.
Samþykkt samhljóða.
8.Aðalfundur S1-3 ehf 2016
1605012
Fundargerð frá 09062016
Lagt fram til kynningar.
9.Félagsmálanefnd - 35 fundur
1606043
Fundargerð frá 13062106
Lagt fram til kynningar.
10.Brunavarnir Rangárvallasýslu - stjórn 48
1606040
Fundargerð frá 21062016
Lagt fram til kynningar.
11.Sorpstöð Rangárvallasýslu - stjórn 179
1606039
Fundargerð frá 21062016
Lagt fram til kynningar.
12.Héraðsnefnd - 5 fundur
1606036
Fundargerð frá 22062016
Lagt fram til kynningar.
13.Oddi bs - 5
1606006
Fundargerð frá 27062016
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
14.Stjórn Suðurlandsvegar 1-3 ehf - 25
1606005
Fundargerð frá 21.06.2016
Lagt fram til kynningar.
15.Til umsagnar frá Alþingi 765.mál
1606019
Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda 2016-2019.
Lagt fram til kynningar.
16.Til umsagnar frá Alþingi 764.mál
1606021
Framkvæmdaáætlun jafnréttismála.
Lagt fram til kynningar.
17.Til umsagnar frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti
1606020
Endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum.
Lagt fram til kynningar.
18.Ósk um nafnabreytingu
1606030
Jón Viðar Magnússon óskar að breyta nafni á sumarhúsi.
Tillaga um að byggðarráð geri ekki athugasemdir við nafnbreytinguna.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
19.Selalækur 3, beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis
1606025
Umsagnarósk vegna beiðni Sesselju Söring Þórisdóttur um rekstrarleyfi til gistingar í flokki I í íbúðarhúsi Selalæk 3 í Rangárþingi ytra.
Tillaga um að byggðarráð geri ekki athugasemdir við veitingu rekstrarleyfisins.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
20.Ráðning regluvarðar KPMG
1606042
Staðfesting á fyrirkomulagi regluvörslu.
Tillaga um að byggðarráð staðfesti ráðningu Krístínar Aðalheiðar Birgisdóttur sem regluvörð sveitarfélagsins frá 1.september 2016 og að Ása Kristín Óskarsdóttir verði áfram staðgengill regluvarðar.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
21.Hagi lóð 165215, umsókn um lögheimili
1605061
Guðmundur Á. Ingvarsson óskar eftir að fá að flytja lögheimili sitt á land sitt, Hagi lóð 165215 við Gíslholtsvatn. Skoðun á mannvirki hefur farið fram og uppfyllir húsnæði öll skilyrði um íbúð. Landið er skilgreint sem frístundasvæði í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 en hefur ekki verið deiliskipulagt.
Tillaga að bókun:
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við áform umsækjanda og samþykkir að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 þar sem núverandi skilgreiningu verði breytt úr frístundasvæði í landbúnaðarsvæði. Málinu verði því vísað til afgreiðslu í skipulags- og umferðarnefnd.
Samþykkt samhljóða.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við áform umsækjanda og samþykkir að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 þar sem núverandi skilgreiningu verði breytt úr frístundasvæði í landbúnaðarsvæði. Málinu verði því vísað til afgreiðslu í skipulags- og umferðarnefnd.
Samþykkt samhljóða.
22.Ósk um styrk á móti álögðum fasteignagjöldum 2016
1606029
Safnaðarheimili Árbæjarkirkju.
Tillaga um að veita Árbæjarsókn styrk til greiðslu fasteignaskatts á árinu 2016 enda ekki um að ræða að fram fari starfsemi sem rekin er í ágóðaskyni í húsnæðinu sem sótt er um styrk fyrir, s.s. leiga á húsnæðinu á samkeppnismarkaði, veitinga- eða verslunarrekstur. Forsendur fyrir útgreiðslu styrks eru að umsækjandi hafi greitt að fullu allar innheimtur sveitarfélagsins vegna fasteignagjalda og tengdra gjalda. Styrkurinn verður greiddur 1. september 2016 að þessum skilyrðum uppfylltum.
Samþykkt samhljóða
Samþykkt samhljóða
23.Fjarskiptamál í Rangárþingi ytra
1501007
Lagning ljósleiðara um sveitarfélagið. Bókun vegna ríkisaðstoðarreglna EES.
Farið yfir stöðu mála varðandi ljósleiðaraverkefnið, verið er að taka á móti umsóknum en sérstakt kynningarbréf hefur verið sent út til hvatningar en umsóknarfrestur hefur verið settur til 15. júlí. n.k. Farið yfir mikilvæga þætti er snúa að ríkisaðstoðarreglum EES.
Tillaga um eftirfarandi bókun:
Sveitarstjórn Rangárþings ytra er meðvituð um þá miklu þörf sem er á því í nútíma samfélagi að hafa aðgang að háhraða nettengingu. Slík eftirspurn eykst stöðugt og telst nú þegar nauðsyn í daglegu lífi einstaklinga og í daglegum rekstri fyrirtækja. Sveitarstjórn Rangárþings ytra telur að skortur á háhraða nettengingu í sveitarfélaginu hafi neikvæð áhrif á framþróun samfélagsins.
Engin fjarskiptafélög hafa sýnt því áhuga að koma að uppbyggingu ljósleiðarakerfis í sveitarfélaginu, að undanskyldu svæðinu þar sem þegar hefur verið lagður ljósleiðari á Hellu, þrátt fyrir að sveitarstjórn Rangárþings ytra hafi birt auglýsingu þar sem leitað var eftir aðilum sem hefðu áhuga á því að koma að uppbygginu ljósleiðarakerfis. Jafnvel þó að fjarskiptafélög hafi ekki sýnt því áhuga á að koma að uppbyggingu á ljósleiðarakerfi í dreifðari byggðum sveitarfélagsins, þá er eftirspurnin eftir slíkri nettengingu engu minni þar en í þéttbýli.
Þar sem sveitarstjórn Rangárþings ytra telur núverandi ástand á nettengingum í sveitarfélaginu óásættanlegt hefur hún tekið ákvörðun um að ráðast í það verkefni að tengja öll heimili, fyrirtæki og sumarhús í sveitarfélaginu, sem þess óska, við ljósleiðaranet.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra telur aðgang íbúa sveitarfélagsins að háhraða nettengingu vera þjónustu sem hefur almenna, efnahagslega þýðingu.
Vegna þessa samþykkir byggðarráð Rangárþings ytra, með vísan til ákvörðunar framkvæmdastjórnarinnar frá 20. desember 2011 um beitingu 2. mgr. 106. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins gagnvart ríkisaðstoð í formi bóta til tiltekinna fyrirtækja sem veita opinbera þjónustu sem hefur almenna efnahagslega þýðingu (2012/21/ESB), sem tekin var upp í EES-samninginn og aðlöguð að honum með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 66/2012 frá 30. mars 2012, eftirfarandi vegna fyrirhugaðrar lagningar ljósleiðara í sveitarfélaginu:
Fyrirtækið sem sveitarstjórn felur að annast lagningu ljósleiðara í Rangárþingi ytra mun heita Rangárljós. Rangárljós verður rekið sem deild innan sveitarfélagsins og því alfarið á ábyrgð sveitarfélagsins. Sveitarstjórn skal hafa yfirumsjón með Rangárljósi.
Bókhaldi Rangárljóss skal halda aðskildu frá bókhaldi sveitarfélagsins með skýrum hætti. Sveitarstjórn skal fylgjast með rekstri, bókhaldi og fjárhagsstöðu verkefnisins. Í samræmi við góðar reikningsskilavenjur skal fara fram árleg endurskoðun á bókhaldi verkefnisins.
Ljósleiðarakerfið verður alfarið í eigu sveitarfélagsins.
Inntak hinnar opinberu þjónustu sem Rangárljósi er ætlað að framkvæma og veita er að tengja öll heimili, fyrirtæki og sumarhús í sveitarfélaginu, sem svo kjósa og eru ekki þegar tengd, við ljósleiðaranet (FTTH, e. Fiber To The Home) og mun gera öllum íbúum sveitarfélagsins mögulegt að hafa aðgang að háhraða ljósleiðaratengingu a.m.k. næstu 25 árin. Það svæði sem verkefnið tekur til skal vera afmarkað við það svæði innan sveitarfélagsins þar sem ljósleiðari hefur ekki þegar verið lagður.
Engin sérstök réttindi eða einkaréttindi verða veitt vegna verkefnisins.
Rangárljós verður fjármagnað af sveitarfélaginu, þeim tekjum sem af þjónustunni hljótast og með styrk frá íslenska ríkinu. Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur kynnt sér og samþykkir frumhönnun og kostnaðarmat verkefnisins, unnið af Guðmundi Daníelssyni verkefnisstjóra. Þar er lýst fyrirkomulagi á fjármögnun verkefnisins, kostnaðaráætlun, forsendum fyrir útreikningum og hvernig eftirliti með greiðslum verður háttað og endurskoðun á greiðslum vegna verkefnisins.
Samþykkt samhljóða.
Tillaga um eftirfarandi bókun:
Sveitarstjórn Rangárþings ytra er meðvituð um þá miklu þörf sem er á því í nútíma samfélagi að hafa aðgang að háhraða nettengingu. Slík eftirspurn eykst stöðugt og telst nú þegar nauðsyn í daglegu lífi einstaklinga og í daglegum rekstri fyrirtækja. Sveitarstjórn Rangárþings ytra telur að skortur á háhraða nettengingu í sveitarfélaginu hafi neikvæð áhrif á framþróun samfélagsins.
Engin fjarskiptafélög hafa sýnt því áhuga að koma að uppbyggingu ljósleiðarakerfis í sveitarfélaginu, að undanskyldu svæðinu þar sem þegar hefur verið lagður ljósleiðari á Hellu, þrátt fyrir að sveitarstjórn Rangárþings ytra hafi birt auglýsingu þar sem leitað var eftir aðilum sem hefðu áhuga á því að koma að uppbygginu ljósleiðarakerfis. Jafnvel þó að fjarskiptafélög hafi ekki sýnt því áhuga á að koma að uppbyggingu á ljósleiðarakerfi í dreifðari byggðum sveitarfélagsins, þá er eftirspurnin eftir slíkri nettengingu engu minni þar en í þéttbýli.
Þar sem sveitarstjórn Rangárþings ytra telur núverandi ástand á nettengingum í sveitarfélaginu óásættanlegt hefur hún tekið ákvörðun um að ráðast í það verkefni að tengja öll heimili, fyrirtæki og sumarhús í sveitarfélaginu, sem þess óska, við ljósleiðaranet.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra telur aðgang íbúa sveitarfélagsins að háhraða nettengingu vera þjónustu sem hefur almenna, efnahagslega þýðingu.
Vegna þessa samþykkir byggðarráð Rangárþings ytra, með vísan til ákvörðunar framkvæmdastjórnarinnar frá 20. desember 2011 um beitingu 2. mgr. 106. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins gagnvart ríkisaðstoð í formi bóta til tiltekinna fyrirtækja sem veita opinbera þjónustu sem hefur almenna efnahagslega þýðingu (2012/21/ESB), sem tekin var upp í EES-samninginn og aðlöguð að honum með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 66/2012 frá 30. mars 2012, eftirfarandi vegna fyrirhugaðrar lagningar ljósleiðara í sveitarfélaginu:
Fyrirtækið sem sveitarstjórn felur að annast lagningu ljósleiðara í Rangárþingi ytra mun heita Rangárljós. Rangárljós verður rekið sem deild innan sveitarfélagsins og því alfarið á ábyrgð sveitarfélagsins. Sveitarstjórn skal hafa yfirumsjón með Rangárljósi.
Bókhaldi Rangárljóss skal halda aðskildu frá bókhaldi sveitarfélagsins með skýrum hætti. Sveitarstjórn skal fylgjast með rekstri, bókhaldi og fjárhagsstöðu verkefnisins. Í samræmi við góðar reikningsskilavenjur skal fara fram árleg endurskoðun á bókhaldi verkefnisins.
Ljósleiðarakerfið verður alfarið í eigu sveitarfélagsins.
Inntak hinnar opinberu þjónustu sem Rangárljósi er ætlað að framkvæma og veita er að tengja öll heimili, fyrirtæki og sumarhús í sveitarfélaginu, sem svo kjósa og eru ekki þegar tengd, við ljósleiðaranet (FTTH, e. Fiber To The Home) og mun gera öllum íbúum sveitarfélagsins mögulegt að hafa aðgang að háhraða ljósleiðaratengingu a.m.k. næstu 25 árin. Það svæði sem verkefnið tekur til skal vera afmarkað við það svæði innan sveitarfélagsins þar sem ljósleiðari hefur ekki þegar verið lagður.
Engin sérstök réttindi eða einkaréttindi verða veitt vegna verkefnisins.
Rangárljós verður fjármagnað af sveitarfélaginu, þeim tekjum sem af þjónustunni hljótast og með styrk frá íslenska ríkinu. Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur kynnt sér og samþykkir frumhönnun og kostnaðarmat verkefnisins, unnið af Guðmundi Daníelssyni verkefnisstjóra. Þar er lýst fyrirkomulagi á fjármögnun verkefnisins, kostnaðaráætlun, forsendum fyrir útreikningum og hvernig eftirliti með greiðslum verður háttað og endurskoðun á greiðslum vegna verkefnisins.
Samþykkt samhljóða.
24.Rekstraryfirlit 27062016
1606033
Yfirlit um launagreiðslur, stöðu málaflokka og lausafé.
Lagt fram yfirlit um launakostnað, tekjur, og lausafé janúar-júní 2016.
Fundi slitið - kl. 10:00.