26. fundur 24. ágúst 2016 kl. 15:00 - 17:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson formaður
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Haraldur Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingafulltrúi
Einnig sátu fundinn Guðmundur Daníelsson undir lið 5. og Klara Viðarsdóttir undir lið 6.
Guðmundur Daníelsson verkefnisstjóri Rangárljóss situr fundinn og fer yfir stöðuna.

1.Fjarskiptamál í Rangárþingi ytra

1501007

Tilboð í lagningu ljósleiðara
Guðmundur Daníelsson greindi frá stöðu verkefnisins en tilboð í lagningu ljósðleiðarans voru opnuð þann 19. ágúst sl. og endanleg tilboð frá efnisbirgjum liggja nú fyrir. Eftirfarandi tilboð bárust í verkið " Ljósleiðari Rangárþingi ytra":

· Grafan ehf. 471.449.995 kr.

· Þjótandi ehf. 306.000.000 kr.

· IJ Landstak ehf. 586.578.100 kr.

· IJ Landstak ehf. frávikstilboð 429.567.600 kr.

· Gámaþjónusta Vestfjarða 425.708.240 kr.



Kostnaðaráætlun var 263.995.000 kr. og er lægsta tilboð því 16% yfir áætlun.



Óskað hefur verið eftir við lægstbjóðanda að skila inn gögnum í samræmi við útboðsgögn.



Niðurstaða verðtilboða frá efnisbirgjum eru hagstæðari en áætlun gerði ráð fyrir eða samtals 94.300.000 kr. fyrir allt efni. Þetta er um 19% undir áætlun.



Tillaga er um að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda að öllum lögformlegum skilyrðum uppfylltum. Jafnframt því að ganga til samninga um besta tilboð í allt efni til verksins.



Samþykkt samhljóða
Guðmundur víkur af fundi.

2.Umhverfisnefnd - 10

1608001

Tillaga um að byggðarráð staðfesti fundargerð Umhverfisnefndar.



Samþykkt samhljóða

3.Samgöngu- og fjarskiptanefnd - 10

1608004

Tillaga um að byggðarráð staðfesti fundargerð Samgöngu- og fjarskiptanefndar.



Samþykkt samhljóða.

4.Fjallskilanefnd Rangárvallaafréttar - 4

1608005

Tillaga um að byggðarráð staðfesti fundargerð Fjallskilanefndar Rangárvallaafréttar.



Samþykkt samhljóða.
Klara Viðarsdóttir skrifstofustjóri Rangárþings ytra fer yfir stöðuna.

5.Rekstraryfirlit 19082016

1608030

Yfirlit um rekstur jan-júl
Lagt fram yfirlit um launakostnað, tekjur, og rekstur málaflokka janúar-júlí 2016.
Klara víkur af fundi.

6.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 96

1608002

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.

7.Kauptilboð húsgrunnar

1608032

Húsgrunnar að Tjarnarflöt og Tjarnarbakka
Borist hefur tilboð í 2 húsgrunna að Tjarnarflöt og Tjarnarbakka.



Tillaga um að fela sveitarstjóra að gera gagntilboð þar sem verð þykir of lágt.



Samþykkt samhljóða.

8.Leirubakki, Embla ehf, beiðni um umsögn vegna endurnýjunar á rekstrarleyfi til gistingar í flokki V.

1608002

Egill B. fyrir hönd sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Emblu-ferðaþjónustu ehf um endurnýjun á rekstrarleyfi til gistingar í flokki V að Leirubakka í Rangárþingi ytra.
Tillaga um að Byggðarráð geri ekki athugasemd við endurnýjun rekstrarleyfisins.



Samþykkt samhljóða.

9.Nafnbreyting Árbakka lóð 47

1608001

Vegna flutnings búsetu og skráningar lögheimilis á íbúðarhúsalóð nr. 47 á Árbakka óska Telma Tómasson og Karl Óskarsson eftir að breyta nafni á húsi sínu í Mói.
Tillaga um að Byggðarráð geri ekki athugasemnd við nafnbreytinguna.



Samþykkt samhljóða.

10.Framkvæmd nýrra laga um almennar íbúðir

1607010

Kynningarbréf frá Íbúðalánasjóði.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?