1.Styrkumsókn - Batasetur Suðurlands
1606011
Ósk um fjárstuðning frá Batasetri Suðurlands.
2.Rangárljós - verkfundir
1609054
Minnispunktar frá upphafsfundi framkvæmda 23092016
Til kynningar.
3.247. fundur Sorpstöðvar Suðurlands
1609037
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
4.Gatnagerð við Rangárflatir
1609016
Óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi við Rangárflatir þannig að götulýsing og gangstétt færist yfir götuna.
Tillaga um að vísa málinu til skipulags- og umferðarnefndar til meðferðar.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
5.Snjallsteinshöfði 1, beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis í flokki I.
1609041
Egill B. fyrir hönd sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Hrafnkels Óðinssonar um rekstrarleyfi til heimagistingar í flokki I í íbúðarhúsi sínu að Snjallsteinshöfða 1 í Rangárþingi ytra.
Tillaga um að byggðarráð geri ekki athugasemdir við veitingu rekstrarleyfisins.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
6.Tilnefning Vatnajökulsþjóðgarðs
1606014
Erindi varðandi tilnefningu Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO. Umhverfis- og Auðlindaráðuneytið býður sveitarfélögum sem hafa aðkomu að þjóðgarðinum að taka þátt í samráði meðan á vinnslu tillögu um tilnefninguna stendur.
Tillaga um að þiggja þátttöku í samráði um vel til fundna tilnefningu Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO. Sveitarstjóri verði tengiliður við verkefnið.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
7.Oddabrú yfir Þverá
1501024
Staða mála varðandi vegtengingu frá Odda að Bakkabæjum yfir Þverá.
Til kynningar.
8.Vatnsveita Vestur-Landeyja á Bakkabæjum
1609049
Erindi frá Rangárþingi eystra.
Tillaga um að vísa málinu til Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps til umfjöllunar og tillögugerðar.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
9.Umsögn um stofnun lögbýlis Litla Klofa 6a
1607009
Ósk varðandi umsögn um lögbýlisstofnun í Litla-Klofa 6a.
Tillaga um að sveitarstjórn geri ekki athugasemd við að heimild verði veitt til stofnunar lögbýlis í samræmi við framlögð gögn.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
10.Samgöngu- og fjarskiptanefnd - 11
1608003
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
11.Ósk um framlag - dvöl fatlaðra í Reykjadal
1608028
Erindi frá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra.
Tillaga um að samþykkja umbeðinn styrk að fjárhæð 49.000 kr fyrir vikudvöl fatlaðs einstaklings frá Rangárþingi ytra í Reykjadal sumarið 2016. Kostnaður færist á félagsmál (0259).
Samþykkt samhljóða
Samþykkt samhljóða
12.Hugmyndagáttin 2016
1601018
Ábendingar sem borist hafa í hugmyndagáttina.
Borist höfðu ábendingar um fylgiskjöl með fundargerðum og mögulega slysagildru við niðurfall. Báðar athugasemdir höfðu verið áframsendar til viðeigandi starfsmanna sveitarfélagsins.
13.Dynskálar 20, umsókn um lóð
1608040
Helgi B. Óskarsson fyrir hönd Gilsár ehf sækir um lóðina Dynskálar 20 undir áformaða byggingu gistihúss. Fyrirhugað er að í breyttu deiliskipulagi verði lóðir nr. 10, 18 og 20 sameinaðar í eina lóð undir verslun og þjónustu með aðalaðkomu frá Suðurlandsvegi.
Tillaga um að úthluta Gilsá ehf lóðinni að Dynskálum 20 á Hellu.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
14.Fjárhagsáætlun 2016 - viðauki 2
1609017
Tillaga að viðauka 2-2016, endurskoðun fjárhagsáætlunar og útkomuspá 2016.
Gerð er tillaga að viðauka 2 við fjárhagsáætlun ársins 2016 sbr. meðfylgjandi greinargerð. Viðaukinn gerir ráð fyrir breytingu á rekstrarliðum samtals til lækkunar á útgjöldum um 57.036 þús. Í viðaukanum er einnig gert ráð fyrir aukinni fjárfestingu að upphæð 69.900 þús. og sölu eigna að upphæð 46.000 þús.
Taka þarf tillit til þess að tekjur vegna sölu á eignum munu að einhverju leyti ekki skila sér fyrr en á næsta ári þó að þær bókist á þetta ár. Því ásamt öðrum sveiflum í fjárstreymi verði mætt með yfirdrætti ef þörf krefur.
Viðauki þessi kallar ekki á auknar fjárheimildir.
Samþykkt samhljóða
Taka þarf tillit til þess að tekjur vegna sölu á eignum munu að einhverju leyti ekki skila sér fyrr en á næsta ári þó að þær bókist á þetta ár. Því ásamt öðrum sveiflum í fjárstreymi verði mætt með yfirdrætti ef þörf krefur.
Viðauki þessi kallar ekki á auknar fjárheimildir.
Samþykkt samhljóða
15.Rekstraryfirlit 28092016
1609048
Yfirlit um rekstur janúar-ágúst.
Yfirlit um launakostnað, rekstur málaflokka, tekjur og lausafjárstöðu í lok ágúst.
16.Oddi bs - 6
1609004
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
17.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 9
1609002
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 15:00.
Samþykkt samhljóða.