30. fundur 23. nóvember 2016 kl. 15:00 - 16:40 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson formaður
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Einnig sat fundinn Klara Viðarsdóttir undir lið 1 og Guðmundur Daníelsson undir lið 15.

1.Rekstraryfirlit 21112016

1611037

Yfirlit um tekjur og gjöld fram til loka október.
Lagt fram yfirlit um rekstur sveitarfélagsins fram til loka október.

2.Umsókn um rekstrarstyrk

1611031

Samtök um kvennaathvarf
Tillaga um að hafna beiðni um rekstrarstyrk.Samþykkt samhljóða.

3.Beiðni um fjárstyrk

1611039

Beiðni um fjárstyrk til æskulýðsnefndar kirkna í Rangárvallasýslu.
Tillaga um að styrkja Æskulýðsnefnd kirkna í Rangárvallasýslu um 145.000 kr. vegna fermingarbarnamóts í Vatnaskógi. Kostnaður færist á menningarmál (0589)Samþykkt samhljóða

4.Kvennakórinn Ljósbrá - ósk um afnot af sal.

1611045

Tillaga um að styrkja kórinn með endurgjaldslausum afnotum að íþróttasal á Laugalandi fyrir jólatónleika.Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

5.Umsókn um styrk til HSK 2016

1611049

HSK óskar eftir árlegum fjárstyrk.
Tillaga um að styrkja HSK um 160 þúsund kr. Kostnaður færist á Æskulýðs- og íþróttamál (0689).Samþykkt samhljóða

6.Endurnýjun á yfirdráttarheimild sveitarfélagsins

1611046

Staðfesting á heimild til næsta árs.
Tillaga er um að byggðarráð staðfesti lánaramma Arion banka gagnvart heimild sveitarfélagsins til 14.11.2017 að upphæð að hámarki 95 mkr.Samþykkt samhljóða.

7.Nafnbreyting Rauðhóll í Þverholt

1611044

Elín Hrönn Sigurðardóttir og Hjörtur Ingi Magnússon.
Tillaga um að byggðarráð geri ekki athugasemd við nafnbreytingu Rauðhóls í Þverholt.Samþykkt samhljóða.

8.Aðalfundur SOS 2016

1611042

Fundargerð aðalfundar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Aðalfundur HES 2016

1611041

Fundargerð aðalfundar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Aðalfundur SASS 2016

1611040

Fundargerð aðalfundar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Samtök orkusveitarfélaga - 27 stjórnarfundur

1611043

Fundargerð frá 10112016
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Lundur - stjórnarfundur 28

1611048

Fundargerð frá 14112016
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.250.stjórnarfundur SOS

1611024

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

14.Krafa frá kennurum til sveitarfélaga

1611038

Yfirlýsing frá grunnskólakennurum á Íslandi.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

15.Rangárljós - verkfundir

1609054

Fundargerðir verkfunda vegna lagningu ljósleiðara 2016-2017
Farið yfir stöðu verkefnisins en framvinda er samkvæmt áætlunum. Ákveðið að stefna að tveimur kynningarfundum með þjónustuaðilum, þeim fyrri þann 10. desember n.k. á Laugalandi milli 10-12. Reiknað yrði með síðari fundinum eftir áramót.

Fundi slitið - kl. 16:40.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?