34. fundur 12. apríl 2017 kl. 11:00 - 12:25 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir varaformaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson varamaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundinum stjórnaði Sólrún Helga Guðmundsdóttir varaformaður Byggðarráðs. Einnig sátu fundinn Yngvi Karl Jónsson sveitarstjórnarmaður, Þorgils Torfi Jónsson sveitarstjórnarmaður (í fjarfundi), Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri, Auðunn Guðjónsson endurskoðandi sveitarfélagsins og Friðrik Einarsson endurskoðandi.

1.Ársreikningur 2016

1704009

Ársreikningur Rangárþings ytra fyrir árið 2016 til fyrri umræðu.
Auðunn Guðjónsson, löggiltur endurskoðandi sveitarfélagsins, fór yfir ársreikning Rangárþings ytra fyrir árið 2016. Einnig fór Friðrik Einarsson endurskoðandi yfir endurskoðunarskýrslu 2016.

Byggðarráð samþykkir að vísa framlögðum ársreikningi Rangárþings ytra fyrir árið 2016, með undirritun sinni, til endurskoðunar og leggur fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu.
Fundargerðin yfirfarin og staðfest.

Fundi slitið - kl. 12:25.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?