38. fundur 01. ágúst 2017 kl. 15:00 - 16:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson varamaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundinum stjórnaði Sólrún Helga Guðmundsdóttir varaformaður Byggðarráðs. Áður en gengið var til dagskrár lagði hún til að við bættist liður 12. Ölversholt 5 - stofnun lögbýlis. Það var samþykkt og aðrir liðir færast til í samræmi. Í upphafi fundar kom Eiríkur V. Sigurðarson inn á fundinn og greindi frá undirbúningi vegna töðugjalda og afmælis Helluþorps.

1.Rekstraryfirlit 28072017

1707023

Yfirlit um rekstur janúar-júní 2017
Farið var yfir rekstur sveitarfélagsins fram til loka júní 2017.

2.Nefndir og ráð - fulltrúar

1707010

Skipa þarf fulltrúa í stað Önnu Maríu Kristjánsdóttur sem hefur flutt úr sveitarfélaginu.
Tillaga er um eftirfarandi breytingar á skipan í nefndir og ráð:

Hulda Karlsdóttir verður aðalmaður í Skipulags- og umferðarnefnd í stað Önnu Maríu Kristjánsdóttur; Hjalti Tómasson verður formaður Umhverfisnefndar í stað Önnu Maríu Kristjánsdóttur og nýr aðalmaður í umhverfisnefnd verður Sævar Jónsson.

Samþykkt með 2 atkvæðum (SHG,ÁS), YKJ sat hjá.

3.Reykjagarður Umsókn um lóðir nr. 40, 45, 47 og 48 við Dynskála.

1707007

Reykjagarður sækir um lóðir nr. 40, 45, 47 og 48 við Dynskála undir starfsemi fyrirtækisins.
Tillaga er um að úthluta Reykjagarði lóðum nr. 40, 47 og 48 við Dynskála fyrir starfsemi Reykjagarðs. Jafnframt er tillaga um að úthluta Reykjargarði lóð nr. 45 við Dynskála fyrir starfsemi sína með þeim fyrirvara að í gildi er lóðarleigusamningur við Olíudreifingu sem rennur út árið 2023.

Samþykkt samhljóða.

4.Kauptilboð - Gaddstaðalóðir 20-22

1707022

Kauptilboð í sumarhúsalóðir 20-22 úr landi Gaddstaða.
Tillaga um að taka kauptilboðinu og fela sveitarstjóra að ganga frá sölunni.

Samþykkt samhljóða.

5.Kauptilboð - Gaddstaðalóðir 23-25

1707021

Kauptilboð í sumarhúsalóðir 23-25 úr landi Gaddstaða.
Tillaga um að taka kauptilboðinu og fela sveitarstjóra að ganga frá sölunni.

Samþykkt samhljóða.

6.Kauptilboð - Gaddstaðalóðir 26-28

1707020

Kauptilboð í sumarhúsalóðir 26-28 úr landi Gaddstaða.
Tillaga um að taka kauptilboðinu og fela sveitarstjóra að ganga frá sölunni.

Samþykkt samhljóða.

7.Umsókn um styrk á móti álögðum fasteignaskatti og gatnagerðargjöldum

1707026

Flugbjörgunarsveitin á Hellu
Flugbjörgunarsveitin á Hellu óskar eftir styrk á móti fasteignagjöldum ársins 2017. Tillaga um að samþykkja styrkinn.

Samþykkt samhljóða.

Flugbjörgunarsveitin hefur einnig óskað eftir styrk til greiðslu gatnagerðargjalda af viðbyggingu húss sveitarinnar við Dynskála. Afgreiðslu frestað til næsta fundar sveitarstjórnar.

8.Umsókn um styrk

1612046

Umsókn frá Flugbjörgunarsveitinni á Hellu um styrk til bílakaupa.
Tekið vel í erindið og sveitarstjóra falið að ræða við stjórn sveitarinnar varðandi stöðu fjármögnunar bifreiðarinnar. Afgreiðslu frestað til næsta fundar í sveitarstjórn.

9.Beiðni um styrk vegna landsliðsferðar

1707025

Landsliðsferð í glímu
Tillaga um að veita fararstyrk að upphæð 50.000 kr í samræmi við reglur sveitarfélagsins um styrkveitingar til afreksfólks í íþróttum.

Samþykkt samhljóða.

10.Vinátta í verki - söfnun fyrir Grænland

1706057

Boð um þátttöku í landssöfnun.
Tillaga um að styrkja vináttu í verki með 100.000 kr.

Samþykkt samhljóða.

11.Hostel Þykkvibær, Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis til gistingar í flokki IV.

1706032

Egill B. fyrir hönd sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Kjartans Brodda Bragasonar, fyrir hönd Hostel Þykkvibær ehf, kt. 700403-2450 um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki IV, tegund 'D' í húsnæði félagsins við Ásveg 3 í Þykkvabæ, Rangárþingi ytra.
Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis til Hostel Þykkvibær ehf, kt. 700403-2450 fyrir gististað í flokki IV, tegund 'D' í húsnæði félagsins við Ásveg 3 í Þykkvabæ, Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða.

12.Ölversholt 5 - stofnun lögbýlis

1708001

Eiríkur Benjamínsson óskar eftir umsögn vegan stofnunar lögbýlis að Ölversholti 5.
Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemd við stofnun lögbýlis á landinu Ölversholt 5, landnúmer 219185.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

13.Sameiginlegur fundur héraðsnefnda Rang og VSkaft

14.Héraðsnefnd - 8 fundur

1706055

Fundargerð frá 28062017
Lagt fram til kynningar.

15.Lundur - stjórnarfundur 30

1707024

Fundargerð frá 26072017
14.3 Fjárhagur yfirdráttur.
Stjórn Lundar óskar eftir samþykki sveitarstjórna fyrir áframhaldandi ábyrgð á yfirdrætti vegna viðbyggingar upp á 50 m. króna þar til lokauppgjör hefur farið fram.

Tillaga borin upp um áframhaldandi ábyrgð á yfirdrætti vegna viðbyggingar upp á 50 m. króna þar til lokauppgjör hefur farið fram.

Samþykkt samhljóða.

16.Fasteignamat 2018

1707009

Tilkynning um nýtt fasteignamat vegna ársins 2018.
Lagt fram til kynningar.

17.Almannavarnarvikur

1707027

Almannavarnarvikur í hverju sveitarfélagi
Lagðar fram til kynningar tillögur Lögreglustjóra Suðurlands að sérstökum almannavarnavikum sem haldnar yrðu í hverju sveitarfélagi í vetur. Gerð er tillaga að slíkri viku dagana 8-12 janúar 2018 í Rangárþingi ytra. Byggðarráð Rangárþings ytra fagnar þessu framtaki og telur tímasetningu og dagskrá henta ágætlega.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?