39. fundur 23. ágúst 2017 kl. 15:00 - 16:40 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
 • Haraldur Eiríksson formaður
 • Sólrún Helga Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
 • Ágúst Sigurðsson varamaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Einnig sat fundinn undir lið 4 Klara Viðarsdóttir.

1.Hálendisnefnd - 5

1708005F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Hálendisnefnd - 5 Nefndin samþykkir beiðnina fyrir sitt leyti að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum.
  1. Forsvarsmenn keppninnar gæti þess að fylgt verði merktum leiðum og ekki sé ekið utan vega.
  2. Keppnishaldari hafi fullt samráð við þá aðila sem hafa með skipulagðar ferðir á svæðinu að gera vegna keppninnar. Þá sérstaklega rekstraraðila í Landmannahelli, Áfangagili og að Hungurfitjum.
  3. Mönnuð vöktun verði á öllum lokunarpóstum.
  4. Þess sé gætt að allur frágangur verði til fyrirmyndar. Leiðir verði yfirfarnar að keppni lokinni og allar merkingar og rusl fjarlægt.
  5. Keppnishaldari tryggi að almenningur á svæðinu verði ekki fyrir óþarfa óþægindum á meðan kynningarakstur fer fram fyrir keppni.

  Hálendisnefnd leggur til að sveitarstjórn íhugi gjaldtöku vegna atburða sem þessarra, að teknu tilliti til lagfæringar á umræddum leiðum að keppni lokinni.
  Bókun fundar Tillaga er um að Byggðarráð staðfesti bókun Hálendisnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Hálendisnefnd - 5 Nefndin tók erindið til umfjöllunar. Til að unnt sé að taka ákvörðun þurfi umsækjandi að leggja fram umsagnir annarra leyfisveitenda, svo sem Vegagerðarinnar, Landsvirkjunar og Landsnets, sem veghaldara.

  Hálendisnefnd leggur til að sveitarstjórn íhugi gjaldtöku vegna atburða sem þessarra, að teknu tilliti til lagfæringar á umræddum leiðum að keppni lokinni.
  Bókun fundar Tillaga er um að Byggðarráð staðfesti bókun Hálendisnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Hálendisnefnd - 5 Hálendisnefndin undrast nýlagt ræsi í Laugakvísl og telur framkvæmdina alls ekki til bóta og sé lýti á umhverfinu. Auk þess hefur það verið yfirlýst stefna sveitarfélagsins og stýrihóps um deiliskipulag í Landmannalaugum að ekki eigi að auka aðgengi inn á laugasvæðið. Jafnframt undrast nefndin að ekki skuli hafa verið leitað eftir leyfum til framkvæmdarinnar eins og lög gera ráð fyrir.
  Nefndin leggur til að sveitarstjórn sjái til þess að umrætt ræsi verði fjarlægt og umhverfið fært til fyrra horfs.
  Bókun fundar Sveitarfélagið vissi ekki af umræddri framkvæmd og gaf ekki leyfi fyrir henni. Við nánari eftirgrennslan hjá Umhverfisstofnun og Vegagerðinni þá er hér um að ræða tímabundna afturkræfa framkvæmd sem láðst hefur að óska eftir framkvæmdaleyfi fyrir. Þess ber að geta að í nýju deiliskipulagi fyrir Landmannalaugasvæðið, sem nú er í lokaferli, er ekki gert ráð fyrir slíkum ræsum á þessum stað enda gengur það skipulag út frá að takmarka mjög bílaumferð inn á aðalsvæðið í Landmannalaugum og gerir ráð fyrir að bílum sé lagt á bílastæði utan við Námskvísl og þar með verða fyrrgreind ræsi með öllu óþörf. Það er því ljóst að umrædd ræsi munu víkja í haust.

2.Umhverfisnefnd - 12

1708001F

Tillaga um að staðfesta fundargerðina.

Samþykkt samhljóða.

3.Fjallskilanefnd Holtamannaafréttar - 7

1708015

Fundargerð frá 14082017
Tillaga er um að byggðarráð staðfesti fundargerðina fyrir sitt leyti.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

4.Rekstraryfirlit 28072017

1708018

Yfirlit um rekstur sveitarfélagsins janúar-júlí.
Lagt fram yfirlit um rekstur sveitarfélagsins fram til loka júlí. Þá voru lögð drög að vinnuáætlun fyrir gerð fjárhagsáætlunar næsta árs.

5.Sala á eignarhluta Rangárþings ytra

1705042

Skoðun á mögulegri sölu hlutar í Suðurlandsvegi 1-3 hf.
Sveitarstjóri upplýsti um stöðu málsins sem áfram er í vinnslu.

6.Niðurfelling fasteignagjalda 2016 og 2017

1708014

Golfklúbburinn Hellu óskar eftir niðurfellingu fasteignagjalda.
Golfklúbburinn Hellu óskar eftir styrk á móti fasteignagjöldum áranna 2016-17. Tillaga um að samþykkja styrkinn skv. gildandi reglum sveitarfélagsins um slíka styrki.

Samþykkt samhljóða.

7.Ósk um styrk á móti álögðum fasteignagjöldum

1708016

Rangárhöllin óskar eftir styrk
Rangárhöllin óskar eftir styrk á móti fasteignagjöldum áranna 2016-17. Tillaga um að samþykkja styrkinn skv. gildandi reglum sveitarfélagsins um slíka styrki.

Samþykkt samhljóða.

8.Oddspartur, beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis

1708004

Egill B. fyrir hönd sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Davíðs Einarssonar um rekstrarleyfi vegna gististaðar í íbúðarhúsi að Oddsparti í Rangárþingi ytra.
Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis vegna gististaðar í íbúðarhúsi að Oddsparti í Rangárþing ytra.

Samþykkt samhljóða.

9.Bergrisinn bs - 26 fundur

1708012

Fundargerð
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Bergrisinn bs - 27 fundur

1708013

Fundargerð
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.HES - stjórnarfundur 180

1708017

Fundargerð frá 10082017
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Rangárljós - verkfundir

Fundi slitið - kl. 16:40.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?