40. fundur 27. september 2017 kl. 15:00 - 16:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson formaður
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Einnig sat fundinn Klara Viðarsdóttir undir liðum 3-5.

1.Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 49

1709005F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Samgöngu- og fjarskiptanefnd - 15

1709004F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Rekstraryfirlit 25092017

1709031

Yfirlit um rekstur jan-ágúst.
Lagt fram yfirlit um rekstur sveitarfélagsins jan-ágúst.

4.Fjárhagsáætlun 2017 - viðauki 2.

1706042

Viðauki 2. vegna félagsþjónustu, nýrrar leikskóladeildar o.fl.
Lögð fram tillaga að viðauka 2 við fjárhagsáætlun Rangárþings ytra 2017. Gert er ráð fyrir auknum tekjum af útsvari, fasteignaskatti, byggingarleyfisgjöldum og sölu lóða að fjárhæð kr. 23 milljónir, auknum launakostnaði við barnavernd, liðveislu og sveitarstjórn að fjárhæð 3,9 milljónir og auknum rekstrarkostnaði vegna félagsþjónustu að fjárhæð 11,55 milljónir. Þá er gert ráð fyrir aukinni fjárfestingu að upphæð 9 milljónir vegna nýrrar leikskóladeildar á Laugalandi. Viðaukanum er mætt með lækkun á handbæru fé og skammtímaláni kr. 1 milljón.

Samþykkt samhljóða.

5.Fjárhagsáætlun 2018-2021

1708020

Undirbúningur fyrir fjárhagsáætlun, forsendur, gjaldskrár, vinnulag.
Unnið að undirbúningi rekstraráætlunar.

6.Kauptilboð - Gaddstaðalóðir 29-31

1709033

Kauptilboð í sumarhúsalóðir 29-31 úr landi Gaddstaða.
Tillaga um að taka kauptilboðinu og fela sveitarstjóra að ganga frá sölunni.

Samþykkt samhljóða.

7.Beiðni um fjárstyrk - Æskulýðsnefnd Rangárv. prófastd.

1709018

Æskulýðsnefnd kirkna óskar eftir fjárstyrk.
Tillaga um að styrkja Æskulýðsnefnd kirkna í Rangárvallasýslu um 145.000 kr. vegna fermingarbarnamóts í Vatnaskógi. Kostnaður færist á menningarmál (0589)

Samþykkt samhljóða

8.Beiðni um styrk - sumardvöl fatlaðra

1709001

Styrkur vegan þátttöku fatlaðs einstaklings.
Tillaga um að samþykkja umbeðinn styrk að fjárhæð 49.000 kr fyrir vikudvöl fatlaðs einstaklings frá Rangárþingi ytra í Reykjadal sumarið 2017. Kostnaður færist á félagsmál (0259).

Samþykkt samhljóða

9.Beiðni um styrkveitingu - Neytendasamtökin

1709020

Neytendasamtökin óska eftir rekstrarstyrk. Tillaga um að hafna erindinu.

Samþykkt samhljóða.

10.Hugmyndagáttin 2017

1701029

Ábending varðandi göngustíg.
Í hugmyndagáttina hafði borist ábending um viðhald göngustígs á Hellu. Sveitarstjóra falið að koma skilaboðum til viðeigandi starfsmanna sveitarfélagsins.

11.HES - stjórnarfundur 181

1709032

Fundargerð.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?