43. fundur 29. nóvember 2017 kl. 14:00 - 14:55 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson formaður
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Áður en gengið var til dagskrár lagði formaður til að við bætist liður 2. Kauptilboð - Gaddstaðalóð 33, liður 3. Gjaldskrá 2018 - Rangárljós og liður 4. Gjaldskrá þjónustumiðstöðvar 2018. Það var samþykkt. Einnig sat fundinn Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri undir lið 1.

1.Fjárhagsáætlun 2018-2021

1708020

Tillaga að fjárhagsáætlun 2018-2021
Farið yfir tillögu að fjárhagsáætlun 2018-2021. Samþykkt samhljóða að vísa tillögunni til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

2.Kauptilboð - Gaddstaðalóð 33

1711064

Kauptilboð til staðfestingar.
Tillaga um að taka kauptilboðinu og fela sveitarstjóra að ganga frá sölunni.

Samþykkt samhljóða.

3.Gjaldskrá 2018 - Rangárljós

1711065

Gjaldskrá fyrir Rangárljós
Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir Rangárljós. Samþykkt samhljóða að vísa tillögunni til staðfestingar í sveitarstjórn.

4.Gjaldskrá þjónustumiðstöðvar 2018

1711067

Gjaldskrá um útsölu á vinnu starfsmanna, véla og bifreiða þjónustumiðstöðvar til annarra deilda sveitarfélagsins og til byggðasamlaga á vegum þess auk gjaldskrár geymslusvæðis.
Lögð fram gildandi viðmiðunargjaldskrá fyrir Þjónustumiðstöð. Samþykkt samhljóða að vísa gjaldskránni til staðfestingar í sveitarstjórn.

Fundi slitið - kl. 14:55.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?