44. fundur 28. febrúar 2018 kl. 15:00 - 17:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson formaður
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Áður en gengið var til dagskrár lagði formaður til að við bætist liður 6. Styrkumsókn kóratónleikar í Rangárvallasýslu og liður 7. Lækjarbraut 9, umsókn um lóð. Aðrir liðir færist til í samræmi. Það var samþykkt samhljóða. Einnig sátu fundinn undir lið 1 Klara Valgerður Brynjólfsdóttir og lið 2 Klara Viðarsdóttir.

1.Félagsmálanefnd - 52 fundur

1802057

Fundargerðin lögð fram til kynningar. KVB starfsmaður félagsþjónustunnar skýrði út breytingar á reglum varðandi fjárhagsaðstoð og stuðningfjölskyldur.

2.Rekstraryfirlit 23022018

1802052

Rekstrarniðurstaða 2017 og rekstrartölur janúar 2018.
Lagt fram rekstraryfirlit sveitarfélagsins fyrir árið 2017 og rekstraryfirlit í lok janúar 2018 til kynningar.

3.Innkaupareglur - endurskoðun

1802050

Endurskoða þarf innkaupareglur sveitarfélagsins í takt við ný lög um opinber innkaup.
Tillaga er um að fela sveitarstjóra að taka saman þau atriði í innkaupareglum sveitarfélagsins sem skoða þarf sérstaklega í samræmi við ný lög um opinber innkaup og leggja minnisblað fyrir næsta fund byggðarráðs.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

4.Kauptilboð - Merkihvolslóðir 5 og 6

1802053

Til staðfestingar
Tillaga er um að staðfesta tilboðið.

Samþykkt samhljóða.

5.Ósk um styrk á móti fasteignagjöldum

1802043

Skotfélagið Skyttur óska eftir styrk á móti fasteignagjöldum ársins 2018.
Skotfélagið Skytturnar óska eftir styrk á móti fasteignagjöldum ársins 2018. Tillaga um að samþykkja styrkinn skv. gildandi reglum sveitarfélagsins um slíka styrki.

Samþykkt samhljóða.

6.Styrkumsókn kóratónleikar í Rangárvallasýslu

1802060

Tillaga um að byggðarráð samþykki að styrkja Bach tónleika á vegum Kammersveitar Reykjavíkur í samstarfi við kirkjukóra í Rangárvallasýslu um 100.000.

Samþykkt samhljóða.

7.Lækjarbraut 9. Umsókn um lóð

1712022

Tillaga er um að samþykkja umsókn frá Fríðu Björg Þorbjörnsdóttur um lóð að Lækjarbraut 9 á Rauðalæk. Sveitarstjóra falið að ganga frá málinu.

Samþykkt samhljóða.

8.Þjóðólfshagi 3. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis til gistingar í flokki II.

1802051

Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis til gistingar í flokki II, tegund 'A' og 'G' í gestahúsi forsvarsmanns að Þjóðólfshaga 3 í Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða.

9.Nafn á landi, Rangárkot - til umsagnar.

1802054

Friðrik Pálsson f.h. Pólar Hótel ehf, hyggst nefna landskikann Hjarðarbrekka land (Landnr. 187216) Rangárkot.
Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemd við að landskikinn Hjarðarbrekka land (landnr. 187216) beri heitið Rangárkot.

Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?