45. fundur 28. mars 2018 kl. 15:00 - 16:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir varaformaður
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson varamaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Haraldur Eiríksson boðaði forföll og Sólrún Helga Guðmundsdóttir stýrði fundinum í hans stað. Ágúst Sigurðsson tók þátt í fundinum sem varamaður. Áður en gengið var til dagskrár lagði varaformaður til að við bættist liður 8. Dynskálar 49 - umsókn um lóð og var það samþykkt samhljóða. Aðrir liðir færast til í samræmi. Klara Viðarsdóttir sat fundinn undir lið 1.

1.Rekstraryfirlit 26032018

1803026

Yfirlit um rekstur sveitarfélagsins jan-feb 2018.
Lagt fram yfirlit um rekstur sveitarfélagsins fram til loka febrúar 2018.

Til kynningar.

2.Kauptilboð - Gaddstaðalóðir 36

1803030

Tillaga um að taka kauptilboðinu og fela sveitarstjóra að ganga frá sölunni.

Samþykkt samhljóða.

3.Kauptilboð - Gaddstaðalóðir 43

1803024

Tillaga um að taka kauptilboðinu og fela sveitarstjóra að ganga frá sölunni.

Samþykkt samhljóða.

4.Verðlaunahátíð barnanna - ósk um styrk

1803028

Sagnir - félag um barnamenningu bjóða sveitarfélögum þátttöku í Verðlaunahátíð barna sem er hápunktur lestrarhvetjandi verkefnis á landsvísu.
Tillaga er um að hafna erindi um styrk að þessu sinni.

Samþykkt samhljóða.

5.Þrúðvangur 18 - möguleg kaup

1803008

Sveitarstjóra falið að gera tilboð í eignina í samræmi við umræður á fundinum. Tilboðið er gert með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

6.Umf. Framtíðin - styrkur vegna hreinsunar

1803015

Tillaga um að útfæra verkefnið með svipuðum hætti og á síðasta ári í samstarfi við Þjónustumiðstöð. Sveitarstjóra falið að koma málinu áfram.

Samþykkt samhljóða.

7.Umhverfis-Suðurland

1803037

Sameiginlegt átak í tiltekt og umhverfisþrifum á Suðurlandi árið 2018
Tillaga um að vísa á formann umhverfisnefndar sem tengilið við verkefnið.

Samþykkt samhljóða.

8.Dynskálar 49. Umsókn um lóð

1803040

B.R. Sverrisson ehf sækir um lóð að Dynskálum 49 á Hellu.
Tillaga er um að úthluta B.R. Sverrisson ehf lóð að Dynskálum 49 til að reisa þar iðnaðarhús.

Samþykkt samhljóða.

9.Til umsagnar frá Alþingi 389 mál

1803023

Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði samgöngu-, fjarskipta-, sveitarstjórnar- og byggðamála.
Lagt fram til kynningar.

10.Til umsagnar frá Alþingi 239. mál

1803013

Tillaga til þingsályktunar um umhverfismat fyrir gerð láglendisvegar um Mýrdal.
Lagt fram til kynningar.

11.Til umsagnar frá Alþingi 339 mál

1803035

Frumvarp til laga um Þjóðskrá Íslands.
Lagt fram til kynningar.

12.Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 53

1803006F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Skógasafn stjórnarfundur

1803025

Fundur í stjórn safnsins 20. mars 2018
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.264 stjórnarfundur SOS

1803029

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Félagsmálanefnd - 53 fundur

1803032

Fundargerð frá 15032018
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

16.Brunavarnir Rangárvallasýslu - stjórn 54

1803033

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

17.HES - stjórnarfundur 185

1803038

Fundargerð frá 22032018
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

18.Ályktun um vöruframboð

1803027

Tillaga frá aðalfundi félags sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu 14. mars 2018
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

19.Kauptilboð í lóð - Lækjarbraut 9

1803009

Staðfest gagntilboð.
Lagt fram til kynningar.

20.KPMG - skýrsla regluvarðar 2017

1803036

Byggðaráð hefur yfirfarið skýrslu regluvarðar og gerir ekki athugasemdir við hana.

Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?