48. fundur 23. maí 2018 kl. 16:00 - 17:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson formaður
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Formaður lagði til að við bættist liður 7. Skyggnisalda - umsókn um raðhúsalóðir og liður 15. Erindi og fyrirspurnir frá Á-lista 2018. Það var samþykkt og aðrir liðir færast til í samræmi. Áður en gengið var til dagskrár fór sveitarstjóri yfir nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins.

1.Samráðsnefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 11

1805006F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Oddi bs - 25

1805004F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Oddi bs - 26

1805003F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Rekstraryfirlit 18052018

1805030

Lagt fram yfirlit um rekstur sveitarfélagsins fram til loka apríl 2018.

Til kynningar.

5.Kauptilboð - Gaddstaðalóðir 38

1805024

Tillaga um að taka kauptilboðinu og fela sveitarstjóra að ganga frá sölunni.

Samþykkt samhljóða.

6.Snjóalda 2 og 4. Umsókn um lóðir

1805029

Umsókn um 2 lóðir undir raðhús.
Tillaga um að úthluta Jötunn Byggingar ehf. 2 raðhúsalóðum við Snjóöldu á Hellu.

Samþykkt samhljóða.

7.Skyggnisalda - umsókn um raðhúsalóðir

1805037

Umsókn um 2 lóðir undir raðhús.
Tillaga um að úthluta Naglfari ehf 2 raðhúsalóðum við Skyggnisöldu á Hellu.

Samþykkt samhljóða.

8.Endurnýjun á yfirdráttarheimild sveitarfélagsins

1611046

Byggðarráð veitir Ágústi Sigurðssyni sveitarstjóra heimild til að ganga frá endurnýjun á yfirdráttarheimild sveitarfélagsins hjá Arion banka að hámarki 95 mkr.

Samþykkt samhljóða.

9.Styrkbeiðni vegna áningahólfa

1804034

Tillaga um að styrkja átak í áningahólfum að fjárhæð kr. 1.200 þ. Kostnaði er mætt með lóðasölu og lagður fram viðauki 1 árið 2018.

Samþykkt samhljóða.

10.Skeiðvellir. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis í flokki II.

1805028

Umsóknar Katrínar Sigurðadóttur fyrir hönd Ice-Events ehf um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki II, tegund "C", á gististað sínum á Skeiðvöllum, Rangárþingi ytra
Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis til gistingar í flokki II, tegund 'C' á gististað á Skeiðvöllum í Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða.

11.Veiðihús Ytri Rangá. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis í flokki IV.

1805026

Umsókn Jóhannesar Hinrikssonar fyrir hönd Bergis ehf um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki IV á gististað sínum við Ytri-Rangá, Rangárþingi ytra.

Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis til gistingar í flokki IV, á gististað við Ytri-Rangá í Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða.

12.265 stjórnarfundur SOS

1805032

Lagt fram til kynningar.

13.SASS - 532 stjórn

1805031

Lagt fram til kynningar.

14.Bergrisinn bs - 33 fundur

15.Erindi og fyrispurnir frá Á-lista 2018

1803007

Á síðasta fundi byggðarráðs voru lögð fram skjöl með yfirliti um heildargreiðslur til kjörinna fulltrúa. Unnið er að því að taka saman upplýsingar með nánari sundurliðun frá fyrri hluta tímabilsins og er gert ráð fyrir að þær verði lagðar fram á næsta fundi byggðarráðs.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?