1.Íþrótta- og tómstundanefnd - 1
1809004F
Fundargerðin lögð fram til kynningar
2.Rekstraryfirlit 24092018
1809040
Yfirlit um rekstur janúar-ágúst
Lagt fram yfirlit um rekstur sveitarfélagsins fram til loka ágúst 2018.
3.Fjárhagsáætlun 2018 - viðauki 2.
1809044
Tillaga að viðauka 2 við fjárhagsáætlun 2018.
Lögð fram tillaga að viðauka 2 við fjárhagsáætlun Rangárþings ytra 2018. Gert er ráð fyrir auknum tekjum að fjárhæð 49 milljónum og að rekstrarkostnaður lækki um 6,8 milljónir. Aukinn rekstrarafgangur verði því 55,8 milljónir í A og B hluta. Gert er ráð fyrir aukinni fjárfestingu að fjárhæð 41,7 milljónum. Lántaka hækkar um 136,4 milljónir. Lántakan er vegna uppgjörs við Brú lífeyrissjóð fyrr á árinu. Að öðru leyti kallar viðaukinn ekki á auknar fjárheimildir.
Samþykkt samhljóða að leggja viðaukann fram til staðfestingar hjá sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða að leggja viðaukann fram til staðfestingar hjá sveitarstjórn.
4.Raunkostnaður við smalanir
1809042
Skoðun á raunkostnaði við smalanir á afréttum sveitarfélagsins.
Tekin hafa verið saman gögn um kostnað við smalanir á afréttum sveitarfélagsins. Gögnin ná til áranna 2012-2017 og eru sá raunkostnaður sem féll til við verkefnið umrædd ár. Í ljósi þessara gagna er lagt til að viðmið fyrir árlegt framlag sveitarfélagsins til smölunar á hverjum afrétti hækki frá því sem nú er og verði frá og með næsta ári 850.000 kr. Upphæðin verði jafnframt uppreiknuð árlega í samræmi við vísitölu launakostnaðar og vísitölu neysluverðs með jöfnu vægi.
5.Ósk um gjaldfrjálsa þjónustu Vinnuskóla Rangárþings ytra
1809013
Reglur varðandi greiðslur fyrir vinnuskóla.
Lögð fram gögn, málið rætt og mótuð tillaga sem sveitarstjóra er falið að fullgera og leggja fyrir næsta fund byggðarráðs til afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
6.Áhaldageymsla við Íþróttahús á Hellu
1808032
Fyrir liggur álit Íþrótta- og tómstundanefndar um að miðað skuli við viðbyggingu á tveimur hæðum með áhaldageymslu á neðri hæð og margvíslegum notkunarmöguleikum á efri hæð m.a. til að skapa aukið rými fyrir búningsaðstöðu og heilsurækt. Byggðarráð leggur til að tekið verði tillit til þessara hugmynda og sveitarstjóra verði falið að útfæra kostnaðaráætlun miðað við þetta og láta hanna viðbyggingu af þessu tagi. Markmiðið er að hægt verði taka viðbygginguna í notkun á næsta ári.
Tillagan samþykkt samhljóða.
Tillagan samþykkt samhljóða.
7.Vátryggingamál sveitarfélagsins
1303020
Endurskoðun samninga.
Lögð fram gögn um tryggingamál sveitarfélagsins en núverandi samningur sveitarfélagsins við VÍS endurnýjast við næstu áramót ef honum er ekki sagt upp fyrir þann tíma. Tillaga um að segja núverandi samningi sveitarfélagsins við VÍS upp miðað við næstu áramót og leita tilboða í tryggingar sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
8.Fjárhagsáætlun 2019-2022
1808016
Forsendur fjárhagsáætlunar ofl.
Farið yfir ýmsar forsendur fjárhagsáætlunar næsta árs.
9.Ósk um styrk - dvöl í Reykjadal
1809018
Ósk frá styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra um styrk vegna dvalar fatlaðra í Reykjadal.
Tillaga um að samþykkja umbeðinn styrk að fjárhæð 51.000 kr fyrir dvöl fatlaðs einstaklings frá Rangárþingi ytra í Reykjadal sumarið 2018. Kostnaður færist á félagsmál.
Samþykkt samhljóða
Samþykkt samhljóða
10.Dagur sauðkindar - styrkbeiðni
1809041
Óskað eftir styrk vegna árlegrar hátíðar.
Tillaga um að styrkja hátíðina "Dagur sauðkindarinnar" á vegum Félags sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu um 50.000 kr. Kostnaður færist á menningarmál.
Samþykkt samhljóða
Samþykkt samhljóða
11.Siðareglur - endurskoðun í upphafi kjörtímabils
1806029
Endurskoðun siðareglna - undirbúningur fyrir sveitarstjórn.
Lagðar fram og ræddar gildandi siðareglur. Lagt til að þær verði samþykktar óbreyttar.
12.Meiri-Tunga 1. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfi í flokki II.
1809028
Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn.
Tillaga er um að byggðarráð Rangárþings ytra geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis til félagsins Meiri-Tunga ehf til gistingar í flokki II í Meiri-Tungu 1 Rangárþingi ytra.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
13.Kaldbakur - beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis í flokki III.
1809048
Sýslumaður á Suðurlandi óskar eftir umsögn.
Tillaga er um að byggðarráð Rangárþings ytra geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis til Viðars Steinarssonar til gistingar í flokki III á Kaldbak í Rangárþingi ytra.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
14.Sorpstöð Suðurlands - 269 fundur
1809024
Fundargerð.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
15.Fjármálaráðstefna 2018
1809046
Fjármálaráðstefna Sambands Íslenskra Sveitarfélaga 11-12 október 2018.
Fjármálaráðstefna sveitarfélaganna verður haldin 11-12 október nk. Þar sem sveitarstjórnarfulltrúar ætla sér almennt að taka þátt í ráðstefnunni er nauðsynlegt að flýta næsta sveitarstjórnarfundi og áætla hann 10 október kl. 15:00. Sveitarstjóra falið að leita eftir samþykki sveitarstjórnar í tölvupósti fyrir þessari breytingu þannig að hægt sé að auglýsa hana í tíma.
16.Húsnæðismál á landsbyggðinni
1809047
Efni frá Íbúðalánasjóði.
Lagðar fram upplýsingar frá Íbúðalánasjóði um m.a. fyrirhugað tilraunaverkefni sjóðsins þar sem leitað er eftir samstarfi við fjögur sveitarfélög um nýjar lausnir í húsnæðismálum. Byggðarráð telur rétt að Rangárþing ytra leiti eftir að taka þátt í þessu og felur sveitarstjóra að hafa samband við sjóðinn. Ekki er um að ræða fjárhagslega skuldbindingu.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
Fundi slitið - kl. 19:15.